Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 11
Siguröur Pétursson, gerlafræðingur: Vörurýrnun af völdum hita Það mætti ætla, að íslendingar væru ekki eins kulvísir og þær þjóðir, sem við hlýrra loftslag búa. Þetta virðist þó vera alveg á hinn veginn, að' minnsta kosti ef dærnt er eftir upphitun húsa hér í Reykjavík. Samanborið við nágrannalönd- in, þá er greinilegur munur á því, hvað' hús eru höfð heitari hér, en annars staðar, og á það við bæði um íbúðarhús og verzlanir. Um hita í íbúðarhúsum má segja, að það sé einkamál hvers og eins, hversu mikill hann er hafður. Sömuleiðis má segja, að það snerti ekki viðskiptavininn, þó að vefnaðarvöru- eða skó- verzlun sé hituð lítið eitt meira upp, en góðu hófi gegnir. En þegar um er að' ræða verzlanir, sem selja matvöru, þá fer hitastigið í búðinni að verða þýðingarmikið atriði, bæði fyrir við- skiptavininn ogkaupmanninn. Þá hefur það mjög mikið að segja, hvort hitastigið er t. d. 15 eða 25 stig. Það á við um nær allar matvörur, að þær spillast í heitum geymslum. Sumar spillast að útliti, aðrar að bragði eða lykt, og enn aðrar gereyðileggjast af gerjun eða rotnun. Allt er þetta til leiðinda og tjóns, bæði fyrir þann, sem kaupir, og þann sem selur. Kaupandinn verður óánægður með viðskiptin, skilar vörunni aftur eða fleygir henni, og kaupir næst aðra vöru ann- ars stað'ar. Kaupinaðurinn verður fyrir tjóni af vörurýrnun og töpuðum viðskiptum. Um mat- vöruverzlanir má óhikað fullyrða, að því heitari sem búðirnar eni, því meiri vörurýrnun og því jleiri óánœgðir viðskiptavinir. Margar matvörur eru þannig, að þær eyði- leggjast á fáum klukkustundum, séu þær geymd- ar við stofuhita. Má þar til nefna allar vörur, sem koma úr frysti, soðin matvæli, er seljast í lausri vigt, eins og álegg, salöt o. fl. og kjötmeti og fiskmeti alls konar, ósoðið, sem ekki er rot- varið, eins og t. d. fars og hakkað kjöt. Þetta er kaupmönnum hér orðið ljóst, svo að yfirleitt geyma þeir ekki svona vörur án kælingar, nema örstutta stund. Breytingarnar, sem á þessum matvælum verða, ef þau standa í hlýju til lengd- ar, eru svo áberandi og eyðileggjandi, að eftir þeim er strax tekið. Þarna eru engar umbúðir sem hylja gallana. Oðru máli gegnir með þær matvörur, sem seldar eru í umbúðum, því að á umbúðunum er sjaldnast hægt að' sjá, hvort var- an er skemmd eða ekki, og venjulega eru umbúð- irnar ekki opnaðar fyrr en vörunnar á að neyta. Bæði kaupandinn og kaupmaðurinn ætla því, að allt sé í lagi, ef ekki sér á umbúðunum. Þetta getur brugðizt hrapalega, einkum ef um svokall- aðar niðurlagðar vörur er að ræða, sem geymdar hafa verið við of mikinn hita. Það er því miður mjög algengt að kaupmenn gera ekki greinarmun á niðurlögðum vörum og nið'ursoðnum. En á þessum vörum er mjög mik- ill munur, og þeim hæfir alls ekki sams konar geymsla. Niðursoðnar eru þær vörur nefndar, sem hafa veiáð steriliseraðar við suðu eftir að þær hafa verið settar í gerilþéttar umbúðir. Slíkar vörur eru niðursoðnir ávextir, niðursoðið grænmeti, fiskbollur, fiskbúðingur, síld í olíu eða tómat- sósu og ýmislegt fleira fisk- og kjötmeti, sem soðið er niður í dósir eða glös. Þessar vörur geymast mjög lengi, eð'a meðan umbúðimar eklvi bila. Þær sakar ekki, þó að þær séu geymd- ar við stofuhita um nokkurn tíma, en sjálfsagt er þó að hafa þær í kaldri geymslu, eigi þær að geymast mjög lengi. Ohætt er að hafa þær í búðarhillunum undir öllum venjulegum kring- umstæðum, þangað til þær seljast. Niðurlagðar eru þær vörur nefndar, sem ekki eru soðnar í dósunum eða glösunum, eftir að þessum umbúðum hefur verið lokað. Þær eru því ekki sterilar, heldur eru þær rotvarðar með ýmsum efnum, s. s. salti, ediki, sykri eða kryddi, og stundum hafa þær líka verið reyktar. Þessar vörur hafa því takmarkað geymsluþol og verða því ætíð að' geymast á köldum stað. Er það allt- af tekið skýrt fram á umbúðum slíkra vara, að þær skuli geymast þannig, og er sjálfsagt að FRJÁLS VEItZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.