Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 12
haldnir í svipuðum tilgangi (árin 1950 og 51), en árangur þeirra orðið lítill eða enginn. Nú var málum liins vegar svo komið, að líkur þóttu til þess að viðhorf Austur-Evrópuþjóðanna og þá sérstaklega Sovétríkjanna til samstarfs við lýðrœðisríkin í vestri hefðu breytzt nokkuð í þá átt að vilja auka viðskipti við þau og bæta sambúð- ina. Var því ástæða til að ætla, að nokkurs árangurs mætti vænta af nýjum fundi, þar sem lögð skyldi sérstök áherzla á hina viðskiptalegu sambúð milli austurs og vesturs. Samkvæmt dagskrá fundarins, var til þess ætlazt, að þar færu fram tvíhliða viðræður milli einstakra landa vesturs og austurs, og áttu sendinefndir hvers lands að undirbúa og leggja fram lista yfir þær vörur, sem þau óskuðu að selja eða kaupa. Þegar þetta fundarboð barst íslenzku ríkisstjórn- inni, stóðu sakir þannig, að við höfðum gert við- skiptasamning við Tékkóslóvakíu, Pólland, Austur- Þýzkaland og Ungverjaland, og viðskipti við þessi lönd voru orðin allstór liður utanríkisverzlunar- innar. Hins vegar höfðum við engan samning við Sovétríkin, og öll viðskipti við þau höfðu legið niðri um nokkur ár. Endumýjun Rússlandsviðskipta Islenzka ríkisstjórnin ákvað nú að nota þetta tækifæri til að reyna að koma aftur á viðskiptum við Sovétríkin. Löndunarbannið í Bretlandi stóð þá sem hæst og miklir erfiðleikar voru á því að finna markaði fyrir hina ört vaxandi freðfiskfram- Ieiðslu. Ennfremur var það Ijóst, að slíkt tækifæri sem þarna gafst til að ræða við önnur Austur- Evrópuríki, og þá engu síður þau, sem við þegar höfðum gengið frá samningum við, mátti ekki láta ónotað. Varð því að ráði, að Þórhalli Asgeirssyni ráðuneytisstjóra var falið að sækja þennan fund af íslands hálfu. Vegna þess að þetta var fyrsti fundur Efnahags- nefndarinnar, sem ísland tók þátt í, og þeir fundir, sem ísland hefir árlega tekið þátt í síðan, liafa verið með mjög líku sniði, vil ég greina nokkru nánar frá því, sem þarna gerðist. í setningarræðu sinni lagði framkvæmdastjóri nefndarinnar áherzlu á þá staðreynd, að ennþá væru viðskiptin milli austurs og vesturs tiltölulega lítil, hefðu jafnvel farið minnkandi undanfarin ár og hvatti fundarmenn eindregið til að ræða við- skiptamálin í einlægni og bróðerni og að forðast pólitískan ágreining. Fulltrúar frá 24 Evrópuríkjum, cða öllum nema Spáni, írlandi og Júgóslavíu, voru þarna mættir. Einnig áttu Bandaríkin áheyrnarfulltrúa á fund- inum, og síðan hafa þau ávallt tekið þátt í fundum nefndarinnar. Fulltrúar allra þátttökuríkjanna gáfu skýrslur um þróun viðskiptanna í vestur- og austurátt. Vestur-Evrópufulltrúarnir höfðu yfirleitt svipaða sögu að segja af þessum viðskiptum. 011 virtust þau ríki hafa áhuga á að auka þau, en bentu hins vegar á ýmsa annmarka, sem stæðu í vegi fyrir raunveru- legri þróun, svo sem: 1) Minna vöruúrval til útflutnings austan frá, og hærra verð á þeirri vöru, sem þaðan fengist. 2) Með afnámi innflutningshafta og minnkandi íhlutun stjórnarvalda Vestur-Evrópuríkjanna kæmi í ljós, að kaupsýslumenn þaðan sýndu lítinn áhuga á vörukaupum austan frá. 3) í þriðja lagi bentu þeir á hinn mikla mun, sem væri á verzlunarháttúm Austur-Evrópu- ríkjanna og þeirra fyrir vestan tjaldið. Fulltrúar Austur-Evrópuríkjanna höfðu mikinn álniga á auknum viðskiptum við vestrið og lýstu ánægju sinni yfir fundarboðuninni. Þeir vildu ekki viðurkenna að ólíkir verzlunarhættir þyrftu að hindra eðlileg viðskipti, en bentu hins vegar á, að skilningur og velvilji vesturríkjanna væri nauð- synlegur, ef eitthvað ætti að vinnast. Sundurliðaðar skýrslur, sem sérfræðingar Efna- hagsnefndarinnar gáfu á fundinum, sýndu að við- skiptin milli austurs og vesturs voru nú margfalt minni en þau höfðu verið fyrir stríð. Allir, sem þarna töluðu, voru sammála um að sjálfsagt væri að reyna að auka viðskiptin aftur, en menn greindi mjög á um leiðir til þess. Að loknum liinum almennu umræðum hófust við- ræður milli fulltrúa einstakra landa austurs og vesturs, hinar svokölluðu tvíhliða viðræður. Fram- kvæindarstjóri nefndarinnar hafði áður margtekið fram, að tilgangurinn með þessum viðræðum væri að athuga alla möguleika fyrir auknum viðskipt- um og að undirbúa samninga um þau, en ekki að semja, enda mundu raunverulegar samningsvið- ræður taka miklu lengri tíma en þarna var áætl- aður til þessara viðræðna. Skrifstofa nefndarinnar útbjó nokkurs konar stundatöflu, sem sýndi hve- nær og hvar fulltrúar hinna einstöku ríkja skyldu ræðast við. íslenzki fulltrúinn átti þarna viðræður við Sovét- ríkin, Pólland, Rúmeníu og Búlgaríu. Þar sem svo 12 PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.