Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 21
Jónas H. Haralz, ráSuneytísstjóri: An stefnubreytinga7~: Greiðsluþrof og óðaverðbólga innanlands Hinn 1. des. sl. flutti Jnnas Haralz ráðuneytisstjóri útvarps- ræðu á vegum Stúdentaráðs Háskólans, sem fjallaði um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ræða þessi vakti mjög mikla athygli og er uú sérstök ástæða til að kynna sér hana á ný með tilliti til efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Frjáls Verzlun fékk leyfi höfundar til að birta ræðuna. í dag minnumst við þess merka áfanga í sjálf- stæðisbaráttu okkar, sem náð var fyrir 41 ári. Það er eðlilegt, að við skoðum þá baráttu og þann áfanga fyrst og fremst í ljósi eigin sögu okkar, íhugum þau rök, sem endurheimt sjálfstæðisins frá öndverðu hafði byggzt á og minnumst þeirra forustumanna, sem leiddu málstað okkar til sigurs. En hversu hollt sem það er að rifja upp þann þátt málsins, er okkur einnig hollt að rifja það upp, að sjálfstæðisbarátta okkar byggist ekki aðeins á rök- um sögu sjálfra okkar heldur jafnframt og ekki síður á í'ökunt alþjóðlegrar þróunar. Ég kann ekki að nefna tölu þeirra þjóðlanda, sem brotizt liafa úr viðjum gamalla heimsvelda og nýlenduvelda frá því að Bandaríki Norður-Ameríku hófu frelsis- stríð sitt árið 177G, en þau eru orðin býsna mörg. Þau voru ekki fá, sem bættust í hópinn einmitt í lok fyrri heimsstyrjaldar á árunum 1918 og 1919. Enn bættust mörg við í lok síðari heimsstyrjaldar- innar, um sama leyti og íslendingar endurreistu lýðveldið, og nú má segja að loks hilli undir loka- þátt þessarar þróunar með skiptingu hinna gömlu nýlenduvelda Afríku í ný þjóðríki. Sjálfstæðisbar- átta íslendinga og þeir áfangar, sem í henni hafa náðst, eiga sér hliðstæður um heim allan, og saga þeirrar baráttu og minningin um forustumenn henn- ar á ekki að verða okkur síður kær, þótt á hana sé litið í ljósi mannkynssögunnar og að við skiljum liversu örlög okkar litla lands eru nátengd örlög- um þeirrar stóru veraldar, sem umhverfis okkur er. Einsdæmi íslendinga En um eitt er þó stofnun sjálf.stæðs ríkis á ís- landi einsdæmi. Engin þjóð jafnfámenn hefur gert tilraun til að byggja sjálfstætt ríki, og það í stóru landi og erfiðu til byggðar, snauðu af flestum nátt- úruauðæfum. Var ekki von, að erlendir menn frá grónum þjóðríkjum væru vantrúaðir á slíkt ævin- týri, og að sú vantrú hvarflaði jafnvel að íslend- ingum sjálfum. Þannig er bygging sjálfstæðs ríkis á íslandi í senn hliðstæða og endurtekning þess, sem skeð hefur og er að ske um víða veröld, og jafnframt einstæður atburður. A sama hátt speglar þjóðfélag okkar allar hræringar hins stóra heims í kringum okkur, í umhverfi, sem á hvergi sinn líka. Var það ekki einmitt þetta sem fólst í hinni sterku þjóðerniskennd og ættjarðarást aldamóta- kynslóðarinnar? Var það ekki einmitt þetta, sem fólst í þeirri tilfinningu þeirrar kvnslóðar, sem okk- ur yngri kynslóðum stundum finnst dálítið barna- leg, að það að vera íslendingur væri eitthvað alveg sérstakt og sérstaklega merkilegt; og verður fsland nútímans, vandamál þess og viðhorf skilið með nokkrum öðrum hætti en að hafa sífellt í huga þetta, sem er svo augljóst að það er stundum erfitt að festa á því sýn, að hér er verið að gera tilraun til að byggja minnsta ríki heimsins, stjórna fá- mennasta þjóðfélagi veraldar. Frjálst lýðræðisríki Sú tilraun væri ekki athyglisverð, ef stjórna ætti þessu þjóðfélagi með einræði og hervaldi. Af slíku hefur heimurinn séð nóg. En tilraunin til að byggja sjálfstætt ríki á íslandi er jafnframt tilraun til að byggja frjálst lýðræðisríki. Samhliða þeirri þróun, er færði okkur vald yfir okkar eigin málum úr höndum erlendrar þjóðar, hefur einnig orðið sú þróun innanlands, senr fært hefur valdið frá fá- mennum hóp til þjóðarinnar allrar. Kosningarrétt- ur varð almennur og stjórnmálasamtök, stéttasam- tök og önnur félagasamtök uxu smátt og smátt, og náðu áhrifum á stjórn þeirra mála, er áður voru eingöngu í höndum lítils hóps embættismanna og atvinnurekenda. Tilraunin til að byggja sjálfstætt ríki á fslandi er því tilraun til sjálfstjórnar í víð- tækasta skilningi. Við skulum gera okkur ljóst, að það er ekki lítið, sem hér hefur verið færzt í fang. FR.TÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.