Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 30
Framh. ai bls. 20 lnngt um líður, í samræmi við ábendingar mínar. Ég ætla að enda þessar línur með því að taka upp niðurlagsorðin úr grein minni í Fjármálatíð- indum: ,,Þó það sé óviðlcomandi skipulagi bankamál- anna, þá er nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstaj- anir, sem að haldi lcoma til að jyrirbyggja skyndi- áhlaup stjórnmálajlolckanna um, yjirráð í bönkun- um, einkum Seðlabankanum. Slíkt mœtti ej til vill hindra að einhverju leyti með því að ákveða helztu yrundvallaratriði í starjsemi Seðlabankans í stjórn- arskrá landsins. En að sjálfsögðu eru til jleiri leiðir, sem jara mœtti til að hindra slíkan skœruhernað". Vestmannaeyjar skipsins og yfirtók ríkissjóður það á miðju ári 1926 með skuldbindingu um að sjá Vestmannaeyingum eftirleiðis fyrir gæzluskipi á vetrarvertíð, ekki lak- ara skipi en Þór var. Töpuðu Vestmannaeyingar öllu stofnframlagi sínu við þetta og einnig því, sem þeir höfðu lagt rekstri skipsins til. Mun þó enginn Vestmannaeyingur hafa séð eftir þessum fjármun- um, svo vel sem skipið reyndist og svo happadrjúgt, sem það varð meðan það var gert út frá Eyjum. Ég hefi hér rakið tvo þætti úr athafnasögu Vest- mannaeyinga, sem hvor um sig getur talizt merkis- atburður þjóðfélagslega séð. Annað úr athafnasögu þessa byggðarlags, sem frekar varðar einvörðungu fólkið, sem þar býr, verður ekki rakið hér. Kaup- staðurinn hefur vaxið ört, sérstaklega síðasta ára- tuginn. Bátaflotinn hefur stækkað mjög og aukizt að tölu. Hafnarskilyrði eru góð og aðsókn aðkomu- báta til útgerðar frá Eyjum á vetrarvertíð fer ár- lega vaxandi. Munu um 140 bátar verða gerðir út frá Vestmannaeyjum nú í vetur. Fjögur afkasta- mikil fiskiðjuver eru þar og það fimmta í byggingu. Veittu þessi fiskiðjuver móttöku nær 60 þúsund tonnum af hráefni árið 1959. Er útflutningsverð- mæti sjávarafurða frá Vestmannaeyjum því ótrú- lega mikið, miðað við íbúatölu staðarins. Vegna legu Eyjanna og sérstöðu á margan hátt, liafa Vestmannaeyingar orðið að vera sjálfum sér nógir í mörgum tilfellum. Bæði í sambandi við at- vinnurekstur sinn og rekstur kaujjstaðarins. Vest- mannaeyjahöfn er eina höfnin á landinu, utan Beykjavíkur, sem á dýpkunarskip. Ennfremur hef- ur kaupstaðurinn komið sér upp fullkominni mal- bikunarstöð, og ger;. Vestmannaeyingai sér vonir um að innan fárra ára verði allir vegir þar mal- bikaðir. Ibúatala kaupstaðarins fer vaxandi og var 1. des. sl. um 4.600 manns. Velmegun er þar almenn, enda atvinna mikil og atvinnuhorfur góðar. Afkoma bátaútvegsins og fiskiðjuveranna hefur einnig verið góð undanfarin ár. Bera þau hundruð einbýlishúsa, sem hér hafa vcrið byggð á undanförnum árum, öllu þessu ljósan vott. Að sjálfsögðu eiga Vest- mannaeyingar við mörg vandamál að glíma og mörg verkefni eru þar framundan, sem leysa verð- ur, þegar á næstu árum. En svo er og mun alltaf verða um staði, þar sem gróska er í athafnalífinu. 30 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.