Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 19
umfangsmikla verzlun í Eyjum, hafa staðið á bak við þá nýjung, þó að hann væri ekki skráður eig- andi bátsins. Það fór þó svo, að bátur þessi var ekki gerður út til fiskveiða, aðallega vegna ágalla, sem fram komu á vól hans. Hinn 3. febrúar 190G er í fyrsta sinn farið í róður frá Vestmannaeyjum á vélbát. Var það m/b Unnur, en formaður á bátn- um var liinn kunni sjósóknari og aflamaður Þor- steinn Jónsson í Laufási. Rejmslan af þessum bát varð slík, að vertíðina 1907 voru gerðir út frá Vest- mannaeyjum 22 vélbátar, en áraskipin nær horfin úr notkun á einu ári. Hélt vélbátunum áfram að fjölga næstu árin. Voru bátarnir árið 1930 orðnir 97 tals- ins, og brúttósmálestatala þeirra samtals um 1500 lestir. Markverð samvinna og til fyrirmyndar átti sér stað við uppbyggingu þessa flota. Algengast var að þrír til sex menn ættu livern bát í sameiningu og ekkert óalgengt að menn ættu 1/10 eða 1/12 hlut í bát, þannig að á tímabili mun meirihluti búandi manna í Eyjum hafa verið beinn þátttak- andi í útgerðinni. Til undantekninga heyrði lengi vel framan af, að einn aðili ætti heilan bát. Var þar aðeins um fjársterkustu einstaklingana að ræða. T. d. Gísla J. Johnsen, Gunnar Ólafsson og Gísla Magnússon, útgerðarmann. Reyndist þessi sam- vinna traustur grundvöliur við uppbyggingu báta- flotans og Vestmannaeyingum happadrjúg, enda byggð upp á miklu frjálsari og heilbrigðari grund- velli, en þau beinu samvinnufélög útgerðarmanna, sem síðar var stofnað til og öll urðu að hætta rekstri. Flest eftir tiltölulega skamman tíma. Lega Eyjanna og sérstaða þeirra á ýmsan liátt liefur oft knúið Vestmannaeyinga til sameiginlegs átaks og samstöðu um hagsmunamál sín og fram- faramál. Þegar árið 18G2 var stofnað Skipaábyrgðar- félag Vestmannaeyja. Lög félagsins voru samin af þáverandi sýslumanni Vestmannaeyja, Bjarna E. Magnússyni. Sjötta grein ]>eirra hljóðar svo: „Ef skaði kemur fyrir, sem félagið cr skylt að bæta þeim, er líður, á hann að borgast af ábyrgðarsjóðn- um, en skyldi liann ekki vera nógur til skaðabóta, á það, er vantar, að jafnast niður á öll þau skip, er í félaginu eru, að réttri tiltölu, samkvæmt virð- ingarupphæð þeirra.“ Er þarna um hreina sam- ábyrgð félagsmanna að ræða og helzt þetta ákvæði enn í lögum félagsins. Tryggingarfélag þetta mun vera elzta tryggingarfélag sinnar tegundar, sem enn starfar og verður 100 ára eftir tvö ár. Arið 1907, eftir að róðraskipin voru úr sögunni, var nafni félagsins breytt í Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja. Hefur félagið frá fyrstu tíð látið rnargt gott Til vinstri á myndinni sést Heimaklettur og Eiðið. Oiarlega íyrir miðju er Bjamarey, en milli hennar og Heimakletts sér til lands í Mýrdalsjökul. Friðarhöfn er neðst á miðri myndinni, en hafnarmannvirkin og fisk- vinnslustöðvarnar til hægri. FHJALS VERZLUN 1!)

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.