Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 22
Slík sjálfstjórn er erfiðasta verkefni, sem nokkurt þjóðfélag getur sett sér og fáum hefur tckizt að leysa. Af þessari ástæðu skiptir það ekki aðeins máli fyrir okkur Islendinga, hvernig tekst til um þá tilraun, sem hér er verið að gera undir svo sér- kennilegum og óvenjulegum kringumstæðum. Það hlýtur að skipta máli fyrir mannkynið allt, hvernig fer um tilraun þjóðar til að stjórna sér sjálfri í frelsi, og það ekki síður þó að sú þjóð sé fámennasta þjóð veraldar. Hvað er þá orðið okkar starf? Hvað er þá orðið okkar starf síðan við fengum heimastjórn 190.5, síðan við endurheimtum sjálf- stæðið 1918 og síðan við endurreistum lýðveldið 1944? Hvernig hefur tilraunin tekizt fram að þessu og hvað er útlitið framundan? Engmn fær dulizt, að árangurinn er á margan hátt glæsilegur. Fram- farir í verklegum efnum hafa orðið næsta ótrúlegar, almenn velmegun hefur aukizt svo mjög, að hún er á borð við það, sem bezt gerist í heiminum. Mennt- un og heilsugæzla eru að mörgu til fyrirmyndar og menning ])jóðarinnar að ýmsu leyti með glæsi- brag. Þrátt fyrir þetta held ég, að ekki sé hægt um það að villast, að einmitt í stjórn þeirra mála, sem vandasömust eru, og þar sem jafnframt ríður mest á, hvernig fer um tilraunina að byggja sjálf- stætt og frjálst þjóðfélag á íslandi, hafi árangur- inn orðið miklu síðri en skyldi. Ég á hér fvrst og fremst við stjórn efnahagsmálanna. Ég held meira að segja, að lítill vafi leiki á, að ef svo heldur áfram um þau mál, sem verið hefur hingað til, þá hljóti tilraunin að mistakast. Þetta er mikið sagt, en það er mælt af fullri alvöru á hátíðlegri stundu. Eg fæ ekki betur séð, en að svo framarlcga sem ekki verð- ur gagnger breyting á stjórn efnahagsmálanna í náinni framtíð, blasi ekki annað við en greiðslu- þrot út á við og upplausn inn á við. Alvarlegar framtíðarhorfur Framtíðarhorfurnar eru enn alvarlegri vegna þess, að mistökin í efnahagsmálunum stafa ekki af þekkingarskorti þeirra manna, sem mest hafa um þau fjallað, eins og margir virðast halda, heldur eiga þau sér djúpar rætur í íslenzku þjóðfélagi. Breytingar á þessum málum geta því ekki fengizt með neinum yfirborðs lagfæringum, og alls ekki með notkun neinna töframeðala. Lækning getur aðeins fengizt með djúptækum breytingum á flestum svið- um þjóðlífsins, breytingum, sem að sjálfsögðu ekki geta skeð á skömmum tíma. Fvrst skrefið til lækn- ingar er að leiðtogar okkar á ölhim sviðum þjóð- lífsins horfist æðrulaust í augu við vandamálin, að þeir sannfærist um, að hér er um ckkert minna að tefla en það, hvort okkur tekst að byggja þetta land sem sjálfstæð og frjáls þjóð, og að í saman- burði við það, skipta aðrir hlutir litlu máli. Ef þeir vísa leiðina, er varla hætta á öðru en íslenzka þjóðin fylgi á eftir. Efnahagsmálin í 15 ár Við skulum athuga nánar gang efnahagsmálanna á 15 ára æviferli íslenzka lýðveldisins. Á öllu þessu tímabili hefur íslenzka þjóðin sífellt verið að reyna að eyða meiru en hún hefur aflað. 1 þessu efni liafa einstaklingar, stéttasamtök, hvers konar félagssamtök önnur, bæjarfélög og ríki öll lagzt á eitt. Þessi viðleitni er í sjálfu sér bein afleiðing lýðræðisins. Það er ekki nema eðlilegt, að menn reyni að nota það vald, sem almennur kosningar- réttur fær þeim í hendur til þess að auka hlutdeild sína í tekjum þjóðarbúsins. Það er heldur ekki nema eðlilegt, að stjórnmálaflokkar og stjórnmála- menn verði tæki í þeirri viðleitni. Næsta skrefið er svo það, að vald ríkisins til að lcggja á skatta og inna af hendi greiðslur er notað til að hafa víðtæk áhrif á dreifingu og notkun þjóðarteknanna, að þær stofnanir þjóðfélagsins, sem mestu ráða um stjórn efnahagsmálanna, eins og t. d. bankarnir, eru sett undir eftirlit og jafnvel bcina stjórn ríkisvaldsins sjálfs, og að víðtæk opinber afskipti eru hafin af atvinnufyrirtækjunum, iafnvel þótt ekki komi til beinnar þjóðnýtingar. Eg efast ekki um, að eins og oft hefur verið bent á, feli síaukin ríkisafskipti af atvinnulífinu í sér hættu fyrir lýðræðið. Hitt er þó jafnvíst, að þau eru skilgetið afkvæmi þess. A sama hátt hljóta í frjálsu þjóðfélagi að mvndast stéttasamtök og margs konar önnur félagsleg sam- tök, sem vinna að því að ná meiru af þjóðartekj- unum í hlut meðlima sinna eða verja hlut þeirra fyrir öðrum samtökum, og það er heldur ekki nema eðlilegt að til forustu þeirra samtaka veliist einmitt þeir menn, sem mestum árangri teljast ná í þessum efnum. Skjntina þicðarteknanna Þannig leggjast allir á eitt. að ná sem mestum hluta af þjóðartekiunum til sín eða sinnar ráðstöf- unar. En þetta, sem allir leggjast á, þióðarfram- leiðslan siálf, hún tekur ekki neinum stökkbreyt- ingum. TTún vex eftir lögmálum, sem eru bessu óháð. Þann vöxt má örva með skvnsamlegri stiórn efnahagsmálanna. og torvelda með óskvnsamlegum aðgerðum. En óskir almennings og kröfur stiórn- máJamanna o.g stéttale'ðtoga ráða bar b’tlu um. Það er me’ra að segia ekki svo lítil hætta á, að siálfur handaganeurinn um skiptingn bióðnrteknanna verð' e’nmitt t'I be«< nð draga iir vexti framle'ðs]unnar. Þar sem ekki hefur komið til rie'n ákveðm stiórn efnahagsmálanna, er gæti haldið viðleitninni til 22 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.