Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.02.1960, Blaðsíða 17
Guðlaugur Gíslason, alþingismaður: Vestmannaeyjar Með lögum, sem út voru gefin hinn 22. nóv. 1918, öðluðust Vestmannaeyjar kaupstaðarréttindi. Að vísu höfðu Vestmannaeyjar áður, með tilskipun frá 17. nóv. 1780, fengið þessi réttindi, en voru aftur teknar úr tölu kaupstaða árið 1807. Astæðan fyrir því, að ekki kom til kaupstaðarstofnunar sam- kvæmt þessari tilskipun, mun hafa verið sú, fyrst og fremst, að einmitt um þessar mundir voru hér hin mestu harðindaár. Samkvæmt lögunum frá 1918, var kosið í fyrsta sinn til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjuin hinn 16. jan. 1919. Kaupstaður- inn er því til þess að gera ungur, eða aðeins rúm- lega 40 ára. Saga Vestmannaeyja að fornu og nýju cr hins vegar að mörgu leyti sérstæð. Segja má, að allt frá því að Eyjarnar fyrst byggð- ust, liafi fiskveiðar verið höfuðatvinnuvegur þeirra, sem hér hafa búið, enda eru í kringum Vest- mannaeyjar einhver beztu og fjölbreyttustu fiski- mið hér við land. Búskapur, bæði nautgripa- og sauðfjárrækt, hefur að vísu verið stundaður frá fyrstu tíð, en aldrei getað talizt atvinnuvegur út af fyrir sig, en öllu frekar hlunnindi þeirra, sem jarð- irnar sitja. Vestmannaeyjum hefur um langan ald- ur verið skipt niður í 48 jarðir, og helzt sú skipan að nafninu til enn. Iíelztu hlunnindi þessara jarða, voru ítök þeirra til eggjatöku og fuglaveiða á Heimaey og eyjunum í kringum hana. Var þetta fyrr á tímum mikið búsílag fyrir þá, sem réttinda þessara nutu, enda stundað af miklu kappi og nytjað til hins ýtrasta þann tíma árs, sem lög heimiluðu að veiðarnar væru stundaðar. Má segja, að afkoma manna væri nokkuð undir því komin hvernig „útnytjar“ þessar, eins og það var nefnt, nýttust. Allt fram að árinu 1927 liöfðu vart aðrir aðstöðu til að stunda búskap en jarðabændur, þ. e. a. s. þeir, sem byggingu höfðu fyrir einhverri af hinurn 48 jörðum. En það ár varð á þessu sú breyt- ing, að bændur gáfu eftir afnotarétt sinn af ákveðn- um hluta al' lendum sínum á Ileimaey, og v.ar því landi úthlutað til þeirra, sem engin jarðarafnot höfðu. Ilóst þá ræktun hér í stórum stíl, sem varð til þess að Vestmannaeyingar voru um nokkurra ára bil sjálfum sér nógir um framleiðslu mjólkur, enda í ekkert hús að venda í þessum efnum, eins og samgöngum var þá háttað við Eyjar. Eins og ég gat um fyrr, hafa fiskveiðarnir frá fyrstu tíð verið höfuðatvinnuvegur Vestmannaey- inga. Meðan útgerð konungs og einokunarkaup- manna enn hélzt, áttu Vestmannaeyingar sjálfir engin skip, en voru skyldaðir til að róa á skipum konungs og kaupmanna. Mun ekki ofsagt, að á fá- um stöðum á landinu hafi íbúar eins byggðarlags, verið eins miskunnarlaust ofurseldir hinu erlenda valdi og duttlungum þess eins og íbúar Vestmanna- eyja voru á þessum tíma. Vestmannaeyingar kunna því vissulega ekki síður en aðrir landsmcnn, að meta hvers virði athafnafrelsið er. Vestmannaeyiar — myndin var tekin 1905 FR.TÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.