Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Síða 39

Frjáls verslun - 01.09.1968, Síða 39
FRJÁLS VERZLUN 39 BANKAMÁL ATHYGLISVERDAR NYJUNGAR i STARFSEMI ÚTVEGSBANKANS „Áherzla lögð á aukna og bœtta þjónustu," segir Reynir Jónasson skrifstoíustjóri. Útvegsbanki íslands hefur á síð- ustu mánuðum tekið upp þrjá nýja þætti í starfsemi sinni, sem vakið hafa athygli og átt miklum vin- sældum að fagna. Hér er um að ræða Launareikninga, Gíró-þjón- ustu og innlenda ferðatékka og eru tveir síðastnefndu þættirnir alger nýjung í íslenzkum bankamálum. F. V. hitti Reyni Jónasson skrif- stofustjóra Útvegsbankans að máli og varð hann góðfúslega við beiðni blaðsins um að skýra hina nýju starfsemi. F. V. Hvernig hefur innlendu ferðatékkunum verið tekið? Reynir: Alveg skínandi vel. Al- menningur virðist hafa kunnað vel að meta þá. Fólk þarf auðvit- að nokkurn tíma til að kynnast svona nýjungum og gera sér grein fyrir gildi þeirra. Erlendir ferðatékkar hafa alltaf verið tald- ir ómissandi við ferðalög erlendis, en einhvern veginn hefur mönnum aldrei dottið í hug að innlendir ferðatékkar ættu sama rétt á sér. Allir, sem ferðast um landið, vita, að það þarf mikla peninga til þeirra ferðalaga, og það er tals- verð áhætta að vera með stórar fjárfúlgur lausar. Nú, einnig er oft erfitt fyrir menn að selja ávísanir á hinum og þessum stöðum. Þarna leysa ferðatékkarnir vandann. Tékkarnir eru keyptir í bankan- um og þannig tryggt að innistæða er fyrir þeim. Þegar fólk svo þarf á lausafé að halda, getur það selt tékkann, hvar sem er, og losnar því við alla áhættu. Glatist ferða- tékki, endurgreiðir bankinn hann eftir 2—3 mánuði. Ferðatékkarnir hafa verið í umferð í rúma tvo mánuði og hafa selzt fyrir milljónir, sem sýnir, að hér var þörf nýjung á ferð. F. V.: Er einhver kostnaður við að fá ferðatékka? Reynir Jónasson. Reynir: Það er aðeins um 1%, sem er tæplega fyrir prentun- arkostnaði. Ef maður kaupir 10.000,00 kr. í ferðatékkum, greið- ir hann þá upphæð og kr. 100,00 í kostnað. Hér er aðeins um þjón- ustu að ræða, en ekki hagnaðar- sjónarmið. F. V.: Eru ferðatékkar tryggur gjaldmiðill? Reynir: Frágangur þeirra er þannig — eftir beztu erlendu fyrir- myndum —, að nærri því útilokað er að falsa þá. Hver maður skrif- ar nafn sitt eigin hendi á ferða- tékkann að bankastarfsmanni áhorfandi, þegar hann tekur við honum í bankanum gegn stað- greiðslu, eins og áður segir. Hann skrifar nafn sitt í annað skipti í viðurvist viðtakanda, þegar hann framselur hann. Viðtakandi geng- ur úr skugga um, að þar sé um sömu undirskrift að ræða. Ferða- tækkarnir eru síðan innleystir viðstöðulaust í Útvegsbankanum og útibúum hans um land allt. F. V.: Launareikningar eru önn- ur nýjung í starfsemi bankans. Reynir: Já, og hún á vaxandi vinsældum að fagna. Hér er um að ræða gerbreytingu á fyrirkomu- lagi og starfsháttum í sambandi við útborgun vinnulauna, sem hef- ur í för með sér mikla hagræð- ingu jafnt fyrir launþega og vinnu- veitendur. Breytingin er í því fólgin, að launin eru nú greidd inn á launareikning launþegans í banka í stað þess að telja þau í peningum í launaumslög. Fyrir- komulag þetta hefur rutt sér æ meir til rúms á undanförnum ár- um í nágrannalöndum okkar, sér- staklega á Norðurlöndum og t. d. fá nú um 400 þús. launþegar í Danmörku laun sín greidd á þenn- an hátt. F. V.: Hvernig hefur þessu ver- ið tekið hér og hverjir eru helztu kostir þessa fyrirkomulags? Reynir: Árangur af kynningar- herferð okkar undanfarna mán- uði hefur borið mjög góðan ár- angur og hafa þegar hundruð að-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.