Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 40
40 FRJALS VERZLUN ila haft samband við okkur og margir stofnað reikning. Launa- reikningar auðvelda einstakling- um að hafa dagleg útgjöld sín í röð og reglu. Þeir auðvelda þeim einnig allt yfirlit um fjárhag og afkomu og geta auk þess örvað menn til sparnaðar í því skyni að eignast eigulega muni. Að því er snertir atvinnufyrirtækið sjálft, auðvelda launareikningar alla starfshætti á skrifstofum þeirra í sambandi við launagreiðslur. í þessu er augljós vinnuhagræðing, sem hlýtur að vera báðum aðilurr. mjög í hag, jafnframt því sem fyrirtækið bætir samkeppnisað- stöðu sína og tryggir rekstrar- grundvöll. Þeir, sem fyrirtæki reka, vita, hve tímafrekt er að senda eftir peningum á hverjum útborgunardegi, og telja og end- urtelja í launaumslögin og hafa eftirlit með kvittunum allra laun- þega. Þar við bætist svo masið við að geyma umslög þeirra, sem fjar- verandi kunna að vera á útborg- unardegi. Allt þetta er úr sögunni, ef launareikningar eru notaðir, auk þess sem engin hætta er á, að laun glatist eða sé stolið, áður en þau komast í réttar hendur. F. V.: Og þá komum við að þriðju nýjunginni, Gíró-þjónust- unni. Hvað er Gíró-þjónusta? Reynir: Gíró-þjónusta er ein- falt kerfi til að flytja peninga milli einstaklinga eða einstakl- inga og fyrirtækja án teljandi fyrirhafnar. Við getum þessu til skýringar tekið dæmi um mann. sem biður launagreiðanda sinn um að leggja launin eða hluta af þeim inn á Gíró-reikning. Síðan fyllir viðkomandi út beiðni hjá bankanum um, að hann annist úr reikningi þessum allar fastar greiðslur, t. d. rafmagn, síma, skatta, húsaleigu, afborganir, tryggingargjöld o. s. frv. Þannig losnar viðkomandi við öll hlaup og útilokar öll óþægindi og auka- kostnað, sem hlotizt geta, ef af einhverjum ástæðum dráttur verð- ur á greiðslum. í stuttu máli; við- komandi lætur bankann vinna fyrir sig jafnframt því, sem bank- inn greiðir vexti af innistæðunni. Öllum mönnum stendur Gíró- þjónustan til boða, en hún er alls- herj arinnheimtufyrirkomulag fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki. Síð- an getur viðskiptavinurinn auðvit- að tekið út peninga til daglegra útgjalda, og lagt afganginn inn á almenna sparisjóðsbók og þannig myndað varasjóð með hærri vöxt- um. Gíró-þjónustan er því ein- falt og öruggt kerfi til flutninga á fjármunum. Því fleiri sem nota gírókerfi, því auðveldara verður það í framkvæmd, því þá gerist þetta með einfaldri millifærslu milli viðskiptavina á milli reikn- inga. Gíróhafi getur t. d. fengið yfirlit yfir hreyfingar á reikning- um, hvenær sem hann óskar, og þannig fengið gott yfirlit yfir fjár- reiður sínar. Þeir sem hafa slíka reikninga í bankanum að stað- aldri, mega vænta meiri fyrir- greiðslu en aðrir. F. V.: Hvað þýðir þetta í raun og veru? Reynir: Við skulum taka til dæmis ungan mann, sem hefur haft slíkan reikning í bankanum og sýnt að hann er áreiðanlegur viðskiptavinur. Þegar að því kem- ur, að þessi ungi maður gengur í hjónaband og fer að byggja upp sína framtíð, má hann að öllu jöfnu eiga von á góðri fyrir- greiðslu hjá bankanum í sam- bandi við lán og annað slíkt. F. V.: Hvernig geta fyrirtæki notfært sér gíróþjónustuna? Reynir: Gírókerfi þykir full- komnasta innheimtu- og greiðslu- kerfi, sem þekkist, og ekki sízt fyrir fyrirtæki, sem geta bókstaf- lega látið allar sínar greiðslur fara í gegnum Gíróreikning. — Það má taka það fram, að þetta gæti spar- að mannahald hjá fyrirtækjum. F. V.: Oft er talað um það, að bankarnir driti niður útibúum út um allt og kosti til þess stórfé. Hvað viljið þér segja um þetta? Reynir: Mikill fjöldi íbúa Stór- Reykjavíkur býr nú í úthverfum borgarinnar og sú þróun, að fólk flytjist úr miðborginni heldur hraðbyri áfram. Krafa þessara viðskiptavina er að geta haft fullkomna bankaþjónustu eins ná- lægt sér og unnt er. Þessa þjón- ustukröfu uppfyllir bankinn með því að setja á stofn útibú í hinum mörgu úthverfum. Kostnaður við starfsmannahald eykst ekki mikið, því að starfsmenn í smærri úti- búum okkar eru fáir. F. V.: Er eitthvað á döfinni hjá ykkur? Reynir: Já, með viðbótarhús- næði að Laugavegi 105 og stofnun útibúsins í Kópavogi og væntan- legs útibús að Grensásvegi 12 var farið út í það að hafa alhliða bankaviðskipti í öllum okkar úti- búum. Útibúið að Grensásvegi 12 Aðalbankinn í hjarta borgarinnar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.