Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 50

Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 50
50 FRJÁLS VERZLUN frá ritstjórn HVAR ER GRÓÐI VERZLUNARINNAR ? Vissir stjórnmálamenn tala ávallt um óhóf- legan verzlunargróða, ríku kaupmennina og grósserana. Það er fastur kapítuli í hverri þeirra ræðu, hvernig sem á stendur. Og það endurtók sig í vantraustsumræðunum á dögun- um. Og á hverju hefur svo verzlunin grætt nú s.l. ár, spyrja menn. Álagningin hefur verið skert samtímis því, sem kostnaður hefur auk- izt. Tvennar gengisfellingar nema um 50%, en hins vegar er óheimilt að selja vöruna á end- urkaupsverði. Jafnframt hefur þrengzt um rekstrarlán. Allt þetta hlýtur að sniða verzlun- inni svo þröngan stakk, að hún fær naumast undir risið um sinn og alls ekki til langframa. Þannig lítur dæmið út frá sjónarhóli Frjálsr- ar verzlunar. Hins vegar væri vitaskuld fróð- legt að sjá, hvernig forsvarsmenn KRON eða SlS settu það upp. Og þó. Auðvitað fer Lúðvík Jósefsson vísvitandi með ósannindi, er hann talar um gróða verzlunarinnar á þessum síð- ustu tímum. Einungis í því skyni að ala á öfund og illindum. Frjáls verzlun hlýtur að fordæma slík vinnu- brögð. Það er hagur sérhvers Islendings, að heilbrigðir verzlunarhættir fái að þróazt í land- inu. Sleggjudómar og rangfærslur eru sízt fall- in til að stuðla að því, að svo verði. ATVINNUVEGIRNIR RETTI UR KUTNUM Nokkuð er nú iiðið frá gengisfellingunni. Óneitanlega kom það illa við menn, hversu mikil hún var. Þó virðist sem allur almenning- ur sætti sig við hana. Engum dylst, að þjóðar- búið hefur orðið fyrir skakkaföllum. Svo virðist einnig, að flestir utan Alþingis geri sér ljóst, að ekkert þjóðfélag getur borið helmingslækkun á útflutningstekjum, án þess að það snerti hvern einasta mann i landinu. Kakan, sem var til skipta, hefur minnkað. Það er allt og sumt. Þess vegna veltur mikið á, að vinnufriður haldist. Atvinnuvegirnir hafa verið reknir með tapi s.l. ár, en nú verða þeir að rétta úr kútnum. Hinir lægstlaunuðu búa við rý'rust kjörin, er réttilega bent á. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að þeirra hagur verður á enga lund betri, heldur þvert á móti á alla lund verri, ef áhrif gengislækkunarinnar verða eyðilögð. Þessi einföldu sannindi eru lýðum ljós. Þess vegna eru menn nú kviðnir yfir því, sem fram- undan er. Ekki sízt þar sem Alþýðubandalags- menn eru nú að byrja nýja refskák innan verkalýðsfélaganna til að reyna að koma í veg fyrir, að Björn Jónsson verði forseti ASl. Enn sem fyrr á að tefla hinum lægst launuðu fram, fórna þeim.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.