Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 42
42 FRJÁL5 VERZLUN HÓTEL „SUMARGISTIHÚS LANGT FRÁ ÞVf AD VERA FULLBÓKUD j SUMAR" — segir KQNRÁÐ GUÐMUMDSSON hótelstjori — Eru samtök hóteleigenda á móti því, að byggð verði fleiri hótel í landinu, vegna hugsanlegrar samkeppni? Nei, en við teljum þó sjálfsagt, að ef um einhverja sérstaka fyr- irgreiðslu verði að ræða varðandi fjármagnsútvegun til hótelbygg- inga, þá verði kannað, hvort þeir. er eiga og/eða reka hótel í dag, hafi hug á stækkun og þeir fyrst og fremst njóti fyrirgreiðslu. — Hafa erlendir hótelgestir lát- ið í Ijós gagnrýni á rekstur hótela og veitingastaða á ís- landi, með tilliti til reglna um lokunartíma og vínveit- ingar? Ekki hef ég orðið var við mikl- ar kvartanir vegna lokunartíma. Það er nú einu sinni svo, að þeir erlendir ferðamenn, er hingað koma, eru í flestum tilfellum ao leita einhvers, er þeir hafa ekki heima hjá sér, og þá held ég, að lokunartími vínveitingahúsa sé ekki ofarlega í huga þeirra. Aftur á móti finnst flestum mjög hjákát- legt að geta ekki fengið sér drykk á miðvikudögum og verða aðra daga vikunnar að gera sér að góðu að láta aðra ákveða hvenær hanr. má, eða að öðrum kosti, eins og oft kemur fyrir, biðja hótelið að senda bíl í þær verzlanir, sem þess- ar veigar selja. — Eru samtök veitingamanna og gistihúsaeigenda andvíg því, að hótelum og veitinga- stöðum séu gefnar einkunn- ir eða að þessir staðir séu flokkaðir eftir gæðum? Þetta hefur mikið verið rætt og nú síðast í vetur á almennum fundi veitingamanna, þar sem veitingamenn alls staðar að af landinu voru samankomnir. Þar komu fram þær óskir, að þegar búið væri að setja ákveðnar regl- ur um flokkun, þá yrði veitinga- mönnum gefinn kostur á að kynna sér þær, áður en flokkun færi fram, og gætu þeir þá t. d. bætt sinn húsakost o. fl. til að komast í betri flokk. — Teljið þér, að nægjaulegt rúm verði á sumargistihús- unum fyrir innlent ferðafólk í sumar? Eftir síðustu upplýsingum þá eru sumargistihús langt frá því að vera fullbókuð í sumar og virðist ekki vera um fleiri pantanir að ræða vegna erlendra ferðamanr.a en t. d. síðastliðið sumar, og veit- inga- og hótelmenn binda miklar vonir við að fjöldi íslendinga auk- ist að mun frá því, sem verið heí- ur. Þetta á einnig í mörgum tilfell- um við hótel, er ekki flokkast und- ir sumargistihús. K. EINARSSON & BJÖRNSSON 50 ÁRA Miðvikudaginn 7. maí átti leik- fanga- og búsáhaldaverzlunin K. Einarsson & Björnsson hf., Lauga- vegi 25, fimmtíu ára afmæli. Fyr- irtækið var stofnað 7. maí 1919 og voru stofnendur kaupmennirn- ir Kristinn Einarsson og Hjalti Björnsson. Árið 1923 yfirtók Krist- inn Einarsson fyrirtækið, og árið 1945 var það gert að hlutafélagi. K. Einarsson & Björnsson var fyrstu 28 árin rekið í leiguhús- næði í Bankastræti 11, en síðustu 22 árin hefur verzlunin verið að Laugavegi 25. Fyrir jólin 1962 flutti hún í ný og glæsileg húsa- kynni, sem byggð voru við hlið- ina á gömlu verzluninni, og hef- ur K. Einarsson & Björnsson tvær hæðir í nýja húsinu fyrir rekstur- inn, á bezta stað við Laugaveginr.. Fyrirtækið hefur ávallt leit.azt við að hafa á boðstólum fjölbreytt og gott úrval af leikföngum, gjafa- vörum og búsáhöldum. Stóran hluta af vörunum hefur fyrirtæl'- ið flutt sjálft inn beint erlendis frá, og þannig kappkostað að r.á sem hagstæðustum innkaupum á hverjum tíma. Kristinn Einarsson hefur haft stjórn verzlunarinnar með hönd- um öll þessi fimmtíu ár, og síð- ustu árin hefur sonur hans, Rud- olf, verið framkvæmdastjóri ásamt honum, en verzlunin hefur ávalit haft góðum starfskröftum á að skipa.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.