Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 9
FRJALS VERZLUN
9
Afgreiðsla og bókhaldsdeild Samvinnutrygginga.
semi og hugsjón Samvinnutrygg-
inga og sóttu fundi þessa um 5000
manns. — Á stjórnarfundi kom til
tals kaup á íslandsdeild norska líf-
tryggingafélagsins ANDVAKE.
Heildariðgjöld Samvinnutrygg-
inga námu á þessu ári 4.469.196
krónum, sem var 45% hækkun frá
árinu á undan.
Andvaka keypt. A árinu 1949
tókust samningar um kaup á And-
vöku. Það ár var í fyrsta sinn
greiddur tekjuafgangur af bruna-
og bifreiðatryggingum, samtals
192.682 krónur, og var það í fyrsta
skipti, sem tekjuafgangur var
greiddur af viðskiptum við trygg-
ingafélag hér á landi. — 29. des-
ember var lO.OOOasta brunatrygg-
ingaskírteinið gefið út og heildar-
iðgjöld á árinu jukust um 36.5%
frá árinu áður.
1950 var úthlutað tekjuafgangi
í öllum deildum, samtals 340.224
krónum. Á aðalfundi Samvinnu-
trygginga var samþykkt tillaga.
þar sem lýst var þeirri skoðun,
að fella ætti úr gildi „einkaað-
stöðu þá, sem Brunabótafélag ís-
lands hefur til brunatrygginga
húsa utan Reykjavíkur." — Þetta
fyrsta starfsár ANDVÖKU voru
gefin út 1730 ný líftryggingaskír-
teini.
Bókaútgáfa. Á árinu 1951 er um
þriðjungur allra bíla tryggður hjá
Samvinnutryggingum. Hafnar eru
útgáfur á bókinni „Öruggur akst-
ur“ og tímaritinu „Samvinnu-
TRYGGING", sem send eru ókeyp-
is til viðskiptamanna. Ný innbús-
trygging er tekin upp, sem nær
til tjóna af völdum bruna, vatns-
leiðsluskaða og innbrota og drátt-
arvélatryggingar.
VIÐURKENNIN G ARMERKI
1952 er hafin veiting viðurkenn-
ingarmerkja fyrir „5 ára öruggan
akstur“ og hljóta þau 124 bifreiða-
eigendur fyrsta árið. — Hluti af
tekjuafgangi er lagður í stofnsjóð
Samvinnutrygginga á nafn hvers
tryggingataka og nemur þessi upp-
hæð samtals um 1,7 milljón króna.
Útborgaður tekjuafgangur nemur
391.744 krónum og er þá úthlut-
aður tekjuafgangur til trygginga-
taka orðinn samtals rétt rúmar 2
milljónir króna. Þetta árið nema
heildariðgjöld um 14,6 milljónum
og er það 17,3% hækkun frá næsta
ári á undan.
Á aðalfundi Samvinnutrygginga
1953 er enn gerð samþykkt um af-
nám einkaréttar Brunabótafélags-
ins á brunatryggingum húsa utan
Reykjavíkur og það árið byrja
Samvinnutryggingar að taka
frjálsar ábyrgðartryggingar. Bygg'-
ing eigin skrifstofuhúss í Reykja-
vík er þá vel á veg komin.
Samþykkt er reglugerð fyrir
„Stofnsjóð Samvinnutrygginga
g/t“ og Samvinnutryggingar taka
upp víðtækt brunavarnaeftirlit til
að koma í veg fyrir eldsvoða í
verzlunum og atvinnufyrirtækj-
um.
Blaðadeilur. Á árinu 1954 urðu
miklar blaðadeilur um skipan
brunatrygginga húsa í Reykjavik
Þær eru boðnar út 25. febrúar og
gerðu Samvinnutryggingar hag-
stæðasta tilboðið — bjóða 47 %
lækkun — en þrátt fyrir áskorun
Fasteignaeigendafélags Reykjavík-
ur um að taka tilboði Samvinnu-
trygginga er því hafnað og
bæjarstjórn samþykkir að bærinn
taki sjálfur að sér tryggingarnar
án nokkurrar iðgjaldalækkunar.
Fyrsti fundur með umboðsmönn-
um er haldinn að Bifröst 2. og 3.
júlí 1954. Þann 17. desember er
Erlendur Einarsson ráðinn for-
stjóri S.Í.S.. Framkvæmdastjóri
Samvinnutrygginga í hans stað
er ráðinn Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Andvöku.
Stofnsjóður Samvinnutrygginga
er nú orðinn 2,8 milljónir króna
og heildariðgjaldaaukning frá ár-
inu á undan verður 28,4%.
Á áttunda aðalfundi Samvinnu-
trygginga, sem haldinn var að
Bifröst 24. júní 1955, er Erlendur
Einarsson kosinn stjórnarformað-
ur í stað Vilhjálms Þór, og á sama
ári flytjast Samvinnutryggingar í
eigið skrifstofuhúsnæði, í bygg-
ingu áfastri Sambandshúsinu.
Jafnframt er á þessu ári samið
við 84 sveitarstjórnir um bruna-
tryggingar húsa.
Skoðanakönnun. Að beiðni eins
tryggingafélagsins í Reykjavík
fer fram skoðanakönnun meðal
bílstjóra um afsláttarkerfi það,
sem Samvinnutryggingar inn-
leiddu, þegar Bifreiðadeildin tók
til starfa, og leiðir hún í Ijós, að
allur þorri bíleigenda vill halda í
það kerfi.
Gjafir. í tilefni tíu ára afmælis
Samvinnutrygginga 1956 er geíið
út sérstaklega vandað hefti af
„Samvinnu-TRYGGINGU“, — og
starfsmönnum fyrirtækisins eru