Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 31
FRJALS VERZLUN 31 FRAMLEIÐSLA HOFNAR VINDLAVERKSMIÐJURNAR Vindlaframleiðsla breyttist úr heimilisiðnaði í verksmiðjuiðnað. Útflutningsforstjóri HOFNAR- vindlaverksmiðjunnar í Hollandi, W. de Gruijter, hefur að undan- förnu verið á löngu ferðalagi um ýmis Evrópulönd til að kynnast viðskiptavinum fyrirtækisins, og er hann nú staddur hér á landi í fyrsta sinn til að ræða við um- boðsfyrirtæki þess hér, J. P. Guð- jónsson hf., svo og forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis- ins og fleiri aðila. HOFNAR-fyrirtækið, sem hét f upphafi Heesterbeek & Co., og hefur aðsetur í smáborginni Valk- enswaard, er eitt hið elzta í þess- ari grein í Hollandi, stofnað um 1880. Verksmiðja þess framleiðir einungis vindla, og er ekki í tengslum við nein önnur fyrirtæki innan tóbaksiðnaðarins. Þegar HOFNAR hóf starfsemi sína, var vindlaframleiðsla ein- ungis heimilisiðnaður í Hollandi. Vindlagerðarmenn unnu heima hjá sér fyrir hina ýmsu vindla- kaupmenn, sem sáu þeim fyrir hráefnum og komu framleiðslu þeirra síðan í verð. En HOFNAR- fyrirtækið breytti þessu. Það stofnaði fyrstu raunverulegu vindlaverksmiðjuna; vindlagerð- armenn komu þar til vinnu sinn- ar eins og í hverja aðra verk- smiðju. Um þessar mundir var heldur ekki um það að ræða, að vindl- arnir væru framleiddir undir sér- stöku vörumerki eða heiti. Breyt- ing varð þó á því á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá gaf HOFNAR-verksmiðjan vindlateg- und nafn í fyrsta sinn, og nafnið var tímanna tákn. Það var „Vre- den“, sem þýðir ,,friður“. Árið 1924 var fleiri tegundanöfnum svo bætt við, og voru hin fyrstu „Patent", „Subliem“, og „Bouqu- et“. 5 árum síðar eða þar um bil var svo tekið upp heildarnafn GEGARANDEERD AOO°/oTABP,K fyrir framleiðslu fyrirtækisins — ,,HOFNAR“ — en einstakar teg- undir eru síðan seldar undir nöfn- um eins og „Hofnoritas“, „Con- chitas“, „Splendid“, „Half-time“, „Ambassador“ og fleiri. Eru slík tegundanöfn nú alls 20. HOFNAR-vindlar eru gerðir að mestu úr tóbaki frá Indónesíu, sem hefur mjög sérkennilegan, þægilegan keim, sem ekki er að finna í öðru tóbaki, en auk þess er nokkru af tóbaki frá Kamerún, Brazilíu og Kúbu blandað í sum- ar tegundir. HOFNAR auglýsir, að það noti 100% tóbak í vindla sína. Stafar þetta af því, að það er mjög al- gengt hjá ýmsum framleiðendum, að þeir kurla smæsta tóbakslauf- ið, en blanda síðan sellulóse-efn- um í mylsnuna og mynda úr henni stærra „lauf“, sem svo er notað í „innvið“ vindlanna. Ó- kunnugir geta ekki gert greinar- mun á raunverulegu tóbakslaufi og slíku „gerfilaufi“, en þessi að- ferð hefur aldrei verið viðhöfð hjá HOFNAR. Vindlagerð var handavinna lengstum framan af, eins og fyrr segir, en fyrsta vindlagerðarvélin var tekin í notkun hjá HOFNAR árið 1931, og vafði hún „kjarna“ vindlanna, sem kallast „pop“ á hollenzku. Yzta laufið varð eftir sem áður að vefja með höndun- um, því að vélar voru ekki nógu fíngerðar til þess. En fjórum árum síðar, árið 1935, voru komnar vél- ar, sem gátu einnig unnið þetta verk, og árið 1951 var smíðuð vél, sem gat vafið og framleitt vindil að öllu leyti í einni framleiðslu- lotu. Þetta hefur allt orðið til þess, að nú framleiða 650 starfs- menn HOFNAR-verksmiðjanna margfalt fleiri vindla en 1300 manns gátu framleitt fyrir styrj- öldina. HOFNAR-vindlar eru seldir til rúmlega 30 landa, mest í Evrópu. Beztu viðskiptavinir fyrirtækis- ins eru Norðurlöndin öll — og er ísland með sérstaklega háa hlut- fallstölu miðað við fólksfjölda — England, írland, Vestur- og Aust- ur-Þýzkaland, Sviss, Frakkland og Kanada.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.