Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1969, Blaðsíða 19
FRJALS VERZLUN 19 NÆTURKLÚBBAR I 10ND0N Að Kaupmannahöfn einni und- anskilinni nýtur engin borg jafn- mikilla vinsælda hjá íslenzkum ferðamönnum og London. London er heimsborg, sem á síðari árum hefur orðið æ frægari fyrir fjöl- breytt skemmtanalíf. íslendingar munu sem áður leggja leið sína til London, og vegna kaupsýslu- manna og almennra ferðamanna, sem heimsækja höfuðborg Bret- lands eða koma þar aðeins við ú ferð sinni til sólarlanda, minnumsv, við hér lítillega á tvo af nætur- klúbbum borgarinnar og gerum grein fyrir, hvað þeir hafa upp á að bjóða. MURRAY’S CABARET CLUB, Beak Street. Þessi frægi staður er elztur næt- urklúbbanna í London. Stofnandi hans var brautryðjandi á sviði kabarettsins í Englandi og sýning- arnar, sem hefjast klukkan 22,15 og 1 eftir miðnætti, eru hinar stór- brotnustu í Evrópu. Þar koma m. a. fram 45 laglegustu dansmeyjar Englands. Klúbburinn er opinn öll kvöld nema sunnudagskvöld, kl. 20 til 4 að morgni. Matur er fram borinn og hefðbundinn morg- unverður frá kl. 1, þar til klúbbn- um er lokað. Þess er ekki krafizt að gestirnir borði kvöldverð í klúbbnum. Aðgangseyrir er £ 1- 10-0. Karlmenn, sem þangað fara án dömu, þurfa ekki að kvíða því að verða af dansinum. EDMUNDO ROS’ CLUB Þetta er klúbbur með yfirbragði hinnar rómönsku Ameríku. Þar er borinn fram franskur matur, en ekki er til þess ætlazt, að allir gestir kaupi kvöldverð. Tvær hljómsveitir sjá um að leika fyrir dansi, önnur leikur eingöngu suð- ur-ameríska dansa, en hin öll vin- sælustu dægurlögin. í klúbbi Ed- mundo Ros’ koma fram frægustu skemmtikraftar, sem völ er á hverju sinni í öllum heimshornum. Klúbburinn er opinn til kl. 3.30 að morgni. í klúbbnum eru ávallt mjög fallegar dansdömur.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.