Alþýðublaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 7
VIÐEYJARSTOFA I UPPRUNALEGT HORF Unnið að endurbét- um í sumar ycRr ifxrr fef nínsldsiöv'dlA I AlþýSuMaðið 14. júM 1969 7 Reykjavík. — G.G. Fyrir fáum árum náði ríkið eignarhaldi á Viðeyjarstofu og nokkurri landsspildu umhverf- is húsin, en áður hafði eigand- inn. Stefán Stephensen, gefið ríkinu kirkjuna í Viðey. Ætlun þeirra sem stóðu að kaupunum var fyrst og fremst sú, að láta fara fram viðgerð á húsunum og reyna að varðveita þessar sögufrægu byggingar í sem upp- haflegustu formi. Var þjóð- minjaverði falin umsjá með byggingunum og þeim fram- k.væmdum, ,sem nauðsynlegar væru. Alþýðublaðið náði tali af Þór Magnússyni, þjóðminja- verði, og forvitnaðist um hvað á döfinni væri í eyjunni. UNNIÐ AÐ ENDUR BÓTUM Á VIÐEYJAR- STOFU — Hvað líður framkvæmd- um í Viðey? Er ekki unnið þar eitthvað í sumar? — Jú, það er unnið af tölu- verðum krafti að endurbótum á Viðeyjarstofu. Það er hug- myndin hjá okkur að reyna að gera húsið fokhelt í sumar, — setja í það nýja glugga og svo þarf að taka veggina alla í gegn og múra þá upp að tölu- verðu leyti, þeir voru orðnir sprungnir víða, þetta er allt saman mikið verk. TÖLUVERÐAR 1 SKEMMDIR AF MANNAVÖLDUM — Er húsið illa farið yfir- leitt? — Já. það er það náttúrlega, þarna hafa eyðingaröfl bæði af náttúrunnar völdum og manna völdum leikið lausum hala, skemmdirnar eru (töluverðar, fyrir utan það, að búið var að færa húsið úr upphaflegu formi og breyta því dálítið, en hug- myndin er að reyna smám saman að færa það í upphaflegt horf. f sumar munum við ein- beita okkur að því, að klára það að utan, ég veit ekki hvort við komumst til þess að eiga við þakið núna, við höfum ekki fengið efni í það ennþá, en aðalatriði er að loka því að utan, ganga frá veggjum og gluggum í sumar. •— Hvað er mikil fjárveiting til þessara framkvæmda í ár? — Við höfum líklega 1.3 milljónir króna til að vinna fyrir í sumar, eina milljón, sem veitt var á fjárlögum, og svo var afgangur frá því í fyrra um þrjú hundruð þúsund? MARGRA ÁRA STARF — Hver gerirðu ráð fyrir að heildarkostnaðurinn verði við þessar endurbætur á húsun- um? — Ég veit það ekki, það er ómögulegt að gizka á það, en það verður talsvert mikið, þetta verður ekki unnið nema á mörgum árum og þarf að vinnast með mikilli gætni, við erum með arkitekt, sem er sér- lærður í viðgerðum gamalla bygginga, Þorstein Gunnars- son, hann fylgist með þessu fyrir okkar hönd og gerir tillög ur um, hvernig að þessu skuli staðið. En það sem gerir verk- ið svo erfitt og náttúrlega dýrt líka, það er að þetta er á þess- um stað, það er enginn vegur út í evjuna og erfitt um flutn- inga og ekkert vélknúið farar- tæki úti í eyjunni til þess að létta undir við aðdrætti. Þetta verður allt að vinnast bara með höndunum og vinnst þar af leiðandi miklu seinna. TEIKNAÐ AF FRÆGASTA ARKITEKT DANA Á ÞEIM TÍMA — Hvað er merkilegast við húsin í Viðey? — Það má segja að merki- legast fyrir okkur séu þessar sögulegu minningar, sem við húsin eru tengdar, þarna bjó Skúli fógeti og svo Stephen- senarnir eftir hann. Og svo er auðvitað húsið sem slíkt og byggingarnar mjög merkilegt frá sjónarmiði húsbyggingar- listarinnar, húsið er teiknað af frægasta arkitekt Dana fyrr og síðar, Nicolai Eigtved, sem teiknaði mörg mjög þekkt hús í Danmörku á átjándu öldinni. Þetta er eina húsið, sem hann t.eikaði og hér hefur verið reist, en það var að vísu ekki byggt í því formi, sem hann hugsaði sér, hann teiknaði þetta sem tveggja hæða hús, en svo hef- ur mönnum hérna sennilega þótt nóg að byggja eina hæð. Húsið hefur upphaflega verið afskaplega fínt og vandað, þetta er byggt í barokkstíl og: maður sér það inni á því sem eftir er af þessu gamla, hvað' þetta er feiknalega fallegt og gert af frábærri smekkvísi. Og það er meiningin á næstu árum. að koma þessu í upphaflegt horf, en það verður mikið verk. og dvrt. I MARGIR EIGENDUR — Hver á jörðina? — Ríkið keypti á sínum tíms stofuna og um 10 hektara. lands umhverfis, en Stefárí. Stephensen, sem átti þetta, var búinn að gefa ríkinu kirkjuna áður, og safnið gerði við hana fyrir nokkrum árum, svo að hún er í mjög góðu standi og sómir sér vel. Meginhlutann i jörðinni á hins vegar Stefán Stephensen, en Reykjavíkur- borg mun eiga austurendann, þar sem útgerðarstöðin var og eitthvert ' smáland vestast á eynni, og loks eru svo einhverj- ir einstakiingar, sem eiga smá- skika, en það er mjög lítið. —. Er nokkuð afráðið unr framtíðarnot húsanna og eyj- arinnar? — Nei, ekki mér vitanlega. Fyrst og fremst er verið að hugsa um að varðveita minja- gildi þessara húsa, en auðvitað verða þau ekki látin standa auð um alla framtíð, hugmynd- in er að nota þau á einhvern hátt, en um það verður tekin. ákvörðun síðar. — Húsin I Viðey eins og þau líta út í dag

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.