Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 3
Akureyri verði^ miðstöð tækni- menntunar á Islandi Vilja Landhelgisgæzluna til Akureyrar — Ætla að breyta veðráttu í bænum — Rætt við Bjarna Einarsson, bæjarstjóra, um Akureyri framtíðarinnar — Akureyri - framtíðarbær, - er megininntak þeirra fram- kvæmdaáætlana og aðalskipu- lags, sem nú er unnið að á vegum Akureyrarkaupstaðar. Við gerum okkur vonir um, að nýja skipulagið, sem Gestur Ólafsson arkitekt hefur haft umsjón með, verði fullgert á næsta ári. Við viljum, að 'það verði lifandi, og í því munum við taka ríkt tiilit til umhverf- is mannsins, og reyna að skapa honum eins góð skilyrði og frekast er unnt. Þannig mælti Bjarni Einars- son, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við F.V. — Hverjar eru spár um íbúafjölda í Akureyrarbæ framtíðarinnar? — Við lok þessa áratugar verða íbúar hér um 13 þúsund samkvæmt spánni, en 16 þús- und árið 1990. Þess skal þó getið, að í spánni eru gefnar tvær tölur, og í síðara tilvik- inu er hærri spáin 17477. Til þess að mæta þessum aukna mannfjölda þurfum við að færa bæinn út og reisa 5- 6000 manna bæ hér ofan við Mýrarveg og hugsanlega vinna að framkvæmdum samtímis úti í Glerárhverfi, sem hefur byggzt ört upp á síðustu ár- um. — Hvar verður miðkjarni bæjarins á komandi tímum? —- Hann verður í gamla mið- bænum. Við ætlum ekki að tapa honum, eins og mér virð- ist, að Reykvíkingar séu að gera varðandi sinn miðbæ. Að sjálfsögðu verða búðir með öllum helztu nauðsynjavörum dreifðar um bæinn, en í mið- bænum á að vera miðstöð verzlunar í framtíðinni. Flest- ir, sem hingað koma, taka fljótt eftir því, hversu auðvelt er að verzla á Akureyri. Hér eru allar vörutegundir á boð- stólum á tiltölulega mjög litlu svæði í gamla miðbæjarkjarn- anum. Hins vegar er við nokkurt vandamál að stríða á þessum slóðum, þar sem eru tvær hæð- Bjarni Einarsson, bœjarstjóri á Akureyri. ir í landslaginu, sem valda okkur talsverðum erfiðleikum í umferðarmálum, jafnt hvað bíla snertir sem og gangandi vegfarendur. Ræddar hafa verið hugmyndir um að setja upp fljótvirkar lyftur, til þess að flytja fólk upp og niður brekkuimar. Það er nokkuð sérstætt, að í verzlunarhúsi Amaro má ganga beint inn af götu inn á jarðhæðina, og svo líka beint inn á fimmtu hæð, ef komið er inn af brekkubrún- inni ofan Hafnarstrætis. Ég tel, að verzlun eins og Amaro eða kaupfélagið, sem nú er með nýtt sex hæða hús í bygg- ingu, eigi að kanna möguleika á að taka slík flutningatæki sem lyftur fyrir vegfarendur í notkun í húsakynnum sínum. — Eru einhver sérstök áform uppi í umhverfismál- um? — Reynir Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt hefur ver- ið okkur til ráðuneytis í þeim efnum, og er sitthvað á döf- inni. Til dæmis vil ég nefna, að athuganir hafa farið fram á því, hvort við getum breytt veðurlaginu í bænum með gróðursetningu skógar uppi í hlíðunum hér fyrir ofan. Það kemur kaldur loftstraumur niður hlíðarnar og stefnir á bæinn, en með því að koma upp nokkru gróðurlendi með tveggja metra háum trjám væri sennilega hægt að breyta stefnu þessa kalda lofts, þann- ig að það færi framhjá bæn- um. — Hver eru helztu vanda- mál við uppbyggingu bæjar- ins? — Hingað flytst margt fólk úr öðrum byggðarlögum, og því miður höfum við ekki haft nægilegt húsnæði á boðstól1 um fyrir það. Við megum gera ráð fyrir áframhaldandi að- flutningi, en hins vegar þarf líka skýrari stefnumótun um það, hvert hlutverk Akureyr- ar skuli vera. Eins og aðstæð- ur eru nú í landinu er auð- velt að ráða því, hvernig byggðaþróun verður, ef áætl- anirnar eru gerðar tímanlega. Við á Akureyri höfum mik- inn áhuga á. að bærinn okk- ar verði ^ miðstöð tæknimennt- unar á íslandi. Bæjarstjórnin FV 2 1972 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.