Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 21
Sólbakur, hinn nýi skuttogari O.A. við bryggju á Akureyri. mun bæjarsjóður Akureyrar greiða það, sem fram yfir 5% fer. Samkvæmt upplýsingum Gísla Konráðssonar, forstjóra Ú.A., er talið, að mjög erfitt verði að manna gömlu togar- ana, þegar ný og betri skip bætast í skipastólinn. Verður það að mörgu leyti óheppilegt, ef nauðsynlegt reynist að leggja gömlu skipunum vegna manneklu, því að miðað við stofnkostnað nýrra skipa verð- ur hráefnisöflunin ódýrari á þeim gömlu. Nú hefur verið framkvæmd svonefnd 20 ára klössun á öll- um eldri skipum Ú.A., og mega þau þá vera áfram í notkun í fjögur ár. Mjög mikið vafa- mál er, hvort það borgar sig að kosta upp á 24 ára klössun á skipin, og er það ákvörðunar- atriði, sem útgerðin stendur frammi fyrir innan tíðar. Útgerðarfélag Akureyringa er í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Þegar eru hafnar endur- bætur á frystihúsinu sam- kvæmt nýjum kröfum, sem matvælaeftirlit Bandaríkjanna gerir um slíkar framleiðslu- stöðvar fyrir bandarískan markað. Unnið hefur verið af kappi að lagfæringum við lóð- ina umhverfis húsakost félags- ins, en það, sem helzt á vantar, er ný fiskmóttaka. Þegar út- gerðin hóf starfsemi sína var byggð sérstök bryggja fyrir togarana, og mun verða stefnt að því í framtíðinni að koma upp tækjabúnaði til að losa skipin þannig, að aflinn fari beint inn í hús frá skipsfjöl. Skreiðarverkun hefur verið sáralítil hjá Ú.A., og aðeins verið um að ræða fisk, sem frystihúsið hefur ekki get,að tekið á móti vegna anna, eða af því að hann hefur ekki lent í nógu góðum gæðaflokki. Hjá Ú.A. liggja aðeins litlar óseld- ar birgðir af Afríkuskreið. Hjá Útgerðarfélagi Akureyr- ar starfa jafnaðarlega rúmlega 400 manns meirihluta ársins, eða þegar togararnir landa heima. Árið 1970 greiddi fé- lagið samtals rúmar 100 millj. í vinnulaun. Forstjórar Útgerðarfélags Akureyringa eru tveir, þeir Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson. Akrasmjörlíki; Ársframleiðslan úr 142 tonnum upp I 360 tonn með tilkomu sjónvarpsauglýsinga „Allir krakkar, allir krakk- ar, Akrakaramellur“. — Hver kannast ekki við þessi orð úr sjónvarpsauglýsingu, sem olli talsverðu umtali, þegar hún birtist áhorfendum í fyrsta sinn? Fólki varð líka ljóst, að einhver skyldleiki var milli þessa góðgætis og Akrasmjör- líkisins, sem mikil herferð var hafin fyrir í auglýsingatímum sjónvarpsins. En flestum brást bogalistin, þegar talið beind- ist að átthögum þessarar fram- leiðslu, og vildu menn almennt kenna hana við Akranes. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Akra-vörurnar eru bún- ar til í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, og eru engan veginn nýjar af nálinni. Smjörlíkis- gerð Akureyrar, sem framleið- ir þær, er orðin 50 ára gömul. Eigendur smjörlíkisgerðar- innar, þeir Ágúst Berg og Valdimar Jónsson efnafræð- ingur, tjáðu FV, að framleiðsl- an á smjörlíki hjá þeim hefði aukizt gífurlega, eftir að sjón- varpsauglýsingarnar tóku að birtast. Árið 1969 voru fram- leidd 142 tonn af Akrasmjör- líki, en ári seinna 360 tonn. Auglýsingakostnaður hækkaði úr 10 þús. kr. upp í 398 þús. 1970. Hið hefðbundna markaðs- svæði Smjörlíkisgerðar Akur- eyrar er á Akureyri, á Siglu- firði og í Þingeyjarsýslum. Nú síðustu árin er höfuðborgar- svæðið líka inni í myndinni, og hefur John Lindsay & Co. umboð fyrir Akra-vörur í Reykjavík. Hafa samningar tekizt við Ölgerðina Egil Skallagrímsson um flutning á varningnum suður, sem fer þannig fram, að ölbilarnir, sem aka norður, taka smjörlíki og sælgæti til baka. FV 2 1972 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.