Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 24
Akureyri ■ bær ferða- mannsins Akureyringar gera sér vonÍT um, að í nágrenni þeirra rísi miðstöð vetraríþrótta á kom- andi árum. Þegar hefur verið gert myndarlegt átak í þessa átt í Hlíðarfjalli, ofan bæjar- ins, og er þar fullkominn lyftu- útbúnaður, ágætar skíðabrekk- ur og góð aðstaða í skíðahóteli til afþreyingar og dvalar. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli er þriggja hæða bygging, og á efstu hæð eru gistiherbergi, ýmist tveggja eða þriggja manna, og svefnskálar ásamt snyrtiherbergjum. Á miðhæð eru borðsalir og setustofur en í kjallara gufubaðstofa, gisti- herbergi og snyrtiherbergi. í skíðahótelinu er rekin skíða- leiga, þannig að gestir geta komið þangað án þess að hafa mej5 sér útbúnað að heiman. Árið 1966 útnefndi ÍSÍ Ak- ureyri miðstöð vetraríþrótta á Islandi, og varð sú ákvörðun til þess að hvetja framámenn í íþróttamálum nyrðra til að koma upp skíðalyftu. Lyftan er 1020 metra löng og hæðar- munur milli endastöðva 200 metrar. Getur hún flutt 500 menn á klukkustund, en ferðin tekur 8 mínútur. Þá eru í Hlíð- arfjalli ennfremur tvær tog- brautir í notkun. Þegar hafa allmargir útlend- ingar sótt skíðalandið í Hlíðar- fjalli heim, en hins vegar hef- ur tíðarfar ekki ávallt verið nógu hagstætt, og í vetur hef- ur þar verið fremur lítill snjór það sem af er. Gera forráða- menn ferðamála á Akureyri sér vonir um, að í framtíð- inni verði hægt að stunda skíðaferðir allt árið upp á jök- ul, sem er inni á fjöllum ofan við Akureyrarbæ. í því sam- bandi þarf að ráðast í fjár- frekar framkvæmdir til að sjá ferðafólki fyrir flutningi í lyftu upp á hæstu brún. Akureyri er mikilvæg mið- stöð í ferðamennsku að sum- arlagi, enda fer þar um tals- verður hluti þeirra erlendu ferðamanna, sem leið sína leggja til Islands. Á leiðinni Akureyri—Mývatn einni munu Akureyri er mikilvœg miðstöð ferðamennsku. Frá Skíðahótelinu Gestir á Hótel Varðborg koma sér fyrir. 24 FV 2 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.