Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 19
legur hluti af verkefnum prentsmiðjunnar, því að hún prentar þrjú vikublöð, sem gef- in eru út á Akureyri. Ef auk- inn ríkisstyrkur til blaðanna hefur tilætluð áhrif, gera þeir Svavar og Haraldur sér vonir um, að blöð þessi stækki um helming. Ennfremur er til at- hugunar, að þeir taki að sér prentun á vikublaðinu Degi, sem ræður yfir eigin blaða- pressu. Er hún aðeins notuð í um það bil 2% tíma á viku. Ef af samningum um prentun á Degi yrði að ræða, myndi Prentsmiðja Björns Jónssonar taka við rekstri þessarar blaða- pressu einnig, og prenta í henni öll blöðin fjögur. Af öðrum áformum þeirra Skjaldborgarmanna má nefna, að þeir eiga von á nýrri prent- vél til litprentunar, og mun það verulega auka tækifæri þeirra til að keppa á hinum almenna markaði í bókaprent- un og gerð alls kyns bæklinga og upplýsingarita, sem gefin eru út hérlendis í vaxandi mæli. Svavar Ottesen og Haraldur Ágústsson, eigendur Prentsmiðju Björns Jónssonar. * Frystihus Utgerðarfélags Akureyringa hf.i í öðru sæti að framleiðslu- magni á landinu Endurnýjun togaraflota Akureyringa hafin Útgerðarfélag Akureyringa h.f. er mikið og blómlegt fyrir- tæki, sem gerir nú út fimm togara, — þar af einn skut- togara, — og rekur frystihús, saltfiskverkun og skreiðar- verkun. Árið 1970 var reksturshagn- aður hjá útgerðarfélaginu 9 milljónir króna, og hafa hlut- hafar fengið greiddan 10% arð af hlutabréfum sínum síðustu tvö árin. Árin 1970 og 1971 var frystihús félagsins annað í röð- inni af frystihúsum á landinu hvað framleiðslumagn snertir. Árið 1971 nam framleiðsla þess á freðfiski til útflutnings 3185 tonnum, að verðmæti á annað hundrað milljónir. Útgerðarfélagið var stofnað 1945, og eru hluthafar í því yfir 700. Bæjarsjóður Akureyr- ar á um helming hlutafjárins. Nú fyrir skömmu keypti fé- lagið notaðan skuttogara frá Frakklandi, sem er 461 brúttó- rúmlest á stærð. Er þetta skip smíðað í Póllandi árið 1967. Þá hefur Útgerðarfélag Akureyringa gengið inn í samninga, sem ríkið gerði við Slippstöðina á Akureyri um smíði á tveimur 1000 brl. skut- togurum, og er gert ráð fyrir, að sá fyrri verði afhentur fyrri hluta árs 1974. Þessi smíða- áætlun er 9-12 mánuðum á eft- ir upphaflegum áætlunum, og hefur félagið því gert ráðstaf- anir til að brúa ákveðið bil, sem við þetta myndast í endur- nýjunaráætlun þess, með því að sækja um að fá einn af fjór- um togurum, sem verið er að smíða fyrir íslendinga á Spáni. Af hálfu Ú.A. hefur þannig verið gengið frá samningimi við Slippstöðina, að félagið er reiðubúið að greiða allt að 5% hærra verð fyrir skipin, sem smíðuð verða á Akureyri, en sambærileg skip erlendis frá. Verði kostnaðarmunur meiri FV 2 1972 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.