Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 27
MIKIL GROSKA I
VÖRIJFLUTIMIIMGLM
Þeir Pétur og Valdimar Jóns-
synir hófu vöruflutninga með
bifreiðum milli Reykjavíkur og
Akureyrar árið 1942 og áttu í
fyrstu einn bíl, sem þeir óku
sjálfir. Nú reka þeir fjóra bíla
í flutningum á þessari leið og
hafa fjóra bílstjóra í fastri
vinnu auk skrifstofumanns og
bílstjóra á sendiferðabifreið,
sem er í förum innanbæjar á
Akureyri.
Það er Vöruflutningamiðstöð-
in í Reykjavík, sem annast af-
greiðslu fyrir Pétur og Valdi-
mar syðra. Fragtin sem bílar
þeirra flytja, er aðallega búð-
arvörur af ýmsu tagi og bú-
slóðir. svo eitthvað sé nefnt.
Hafa vöruflutningar með bif-
reiðum þeirra farið mjög vax-
andi, enda flutningsgjöld hag-
stæð. Lágmarksgjald er krónur
40 fyrir 1—5 kg., fyrir 6—14
kg. 45 kr., og 14—20 kg. 50 kr.
og þannig stighækkandi. Ef
flutningur er mikill um sig, er
gjaldið ákveðið eftir rúmmáli.
Vegaskattur, sem lagður var
á díselbíla í fyrra, hefur kom-
ið illa við flutningabílafyrir-
tækin. Pétur og Valdimar
verða að greiða 3 krónur i
skatt fyrir hvern kílómetra,
sem stærsti bíllinn þeirra ek-
ur samkvæmt mæli. Bíllinn fer
á að gizka 6 ferðir milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur fram og
til baka á mánuði að sumar-
lagi. Hækkun hefur ekki feng-
izt á flutningsgjöldum þrátt
fyrir hækkaðan verkstæðis-
kostnað að undanförnu.
Á þremur stærstu bílunum,
sem Pétur og Valdimar hafa í
ferðum, er hægt að flytja 11—
12 tonn í einu en á þeim
minnsta 8—9 tonn. Mikill hluti
af flutningum þeirra er fram-
leiðsla frá Coca Cola-verk-
smiðjunni í Reykjavík, því að
þeir eru dreifingaraðilar fyrir
hana á Akureyri. Auk þess eru
þeir með umboð fyrir Sælgæt-
isgerðina Opal.
Það hefur valdið Pétri og
Valdimar miklum erfiðleikum,
að hámarksþungi hefur verið
settur fyrir umferð um þjóð-
vegi á vorin, og í fyrravor
borgaði það sig hreinlega ekki
fyrir þá að aka á milli í heil-
an mánuð vegan þessara tak-
markana.
Flutningar á vetrum ganga
nú orðið miklu betur en fyrir
fáeinum árum, því að veginum
Pétur og Valdimar.
er haldið opnum á þriðjudög-
um og föstudögum. Áður var
það algengt, að bílarnir væru
að brjótast í gegn á 40—50
tímum og eitt sinn var flutn-
ingabíll Péturs og Valdimars
eina viku á leiðinni norður um
vetur. Að sumarlagi er leiðin
ekin á tólf tímum á þessum
stóru bílum.
Pétur og Valdimar telja, að
flutningabílana þurfi helzt að
endurnýja á fjögurra ára
fresti. Þeir hafa hug á að
auka bílakostinn fljótlega. Nýj-
asti bíll þeirra, Mercedes Benz,
sem keyptur var í fyrrasumar,
kostaði 2,8 milljónir.
Aðsetur Péturs og Valdimars
á Akureyri er á Skipagötu 16,
og er þar skrifstofa og pakk-
hús.
Samvinnuverzlun og þjónusta á Svalbarðseyri,
Grenivik, við Vaglaskóg og við Goðafoss.
Ferðamenn á Norðurlandi!
Verzlanir okkar við Vaglaskóg (gömlu Fnjósk-
árbrúna) og Goðafoss (á Fossbóli) bjóða allar
venjulegar vörur í ferðalagið.
Kaupfélag Svalbarðseyrar
FV 2 1972
27