Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 7
atvinnurekstri. Ég tel það líka
mikla nauðsyn, að sveitarfé-
lögin skipti sér af atvinnulíf-
inu, innan vissra takmarka þó.
— Hefur Akureyrarbær veitt
einhverja fyrirgreiðslu fram
yfir önnur sveitarfélög til að
laða hingað iðnfyrirtæki?
— Hér er það að sjálfsögðu
vegið og metið, hvaða fyrir-
greiðslu er hægt að veita í
einstökum tilfellum. Við bsnd-
um að sjálfsögðu á, að hér sé
góð þjónusta fyrir hendi, og
reynt er að úthluta iðnfyrir-
tækjum góðum lóðum. Aftur
á móti tel ég háskalegt, ef
sveitarfélögum ætti að lýðast
samkeppni að þessu leyti með
því að slá af opinberum gjöld-
um. Það er ríkisvaldsins að
veita fyrirtækjum ívilnanir
eftir því, hvar þau ákveða að
staðsetja starfsemi sína.
í Bretlandi hefur það tíðk-
azt t. d., að stjórnvöld veittu
40% af stofnkostnaði fyrir-
tækja, ef þau voru rétt stað-
sett samkvæmt landsskipu-
lags áætlunum. Aftur á móti
höfum við í sumum tilvikum
tekið á okkur ábyrgðir fyrir
iðnfyrirtæki, og þegar Sana-
verksmiðjan varð gjaldþrota,
breyttum við kröfum okkar á
hendur henni í hlutabréf. Þau
verða svo seld, um leið og þau
verða seljanleg. Með því að
kaupa hlut í fyrirtækjum við
stofnun þeirra og selja þau
síðari aftur, þegar reksturinn
er kominn á traustan grund-
völl, getur bæjarfélagið mjög
vel gegnt ákveðnu frumkvöð-
ulshlutverki.
— Hafa Akureyringar áhuga
á, að hér rísi stóriðja, eða bein-
ist hugur þeirra frekar að létt-
um iðnaði?
— Um þetta eru mjög skipt
sjónarmið í bænum. Ég er per-
sónulega þeirrar skoðunar, að
við eigum að sækjast eftir slík-
um iðnrekstri, að því tryggðu,
að hann spilli ekki umhverf-
inu fyrir okkur. í þessu sam-
bandi nefni ég sérstaklega
þungamálmabræðslu. En það
er ríkisvaldsins að taka af-
stöðu til staðsetningar slíks
fyrirtækis.
Amaro, Akureyri, er ein glœsilegasta verzlun landsins, með
fjölbreytt úrval af vörum.
BORÐIÐ
K.J.
NIÐURSUÐUVÖRUR.
K. JÓNSSON & Co. hí.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA — AKUREYRI
FV 2 1972
7