Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Page 8

Frjáls verslun - 01.02.1979, Page 8
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók í lok nóvem- bermánaðar á síðasta ári við starfi fram- kvæmdastjóra SÁÁ, samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, en það eru landssamtök með um átta þúsund meðlimi. Hefur Vilhjálmur yfirumsjón með öllum rekstri samtakanna, þ. á m. skrifstofu í Reykja- vík, sjúkrastöð SÁÁ í Reykjadal í Mosfellssveit og endurhæfingar- og fræðsluheimili SÁÁ að Sogni í Ölfusi. Einnig er rekin fræðslu- og leið- beiningarstarfsemi í Reykjavík í samvinnu við áfengisvarnardeild Reykjavíkurborgar, þarsem haldin hafa veriö námskeið fyrir aðstandendur áfengissjúklinga. — SÁÁ hefur nú verið starfrækt í rúmlega eitt ár, eöa frá því í október 1977. Tilgangur félagsins er m.a. að útrýma vanþekkingu og fordómum á áfengisvandamálinu og bjóða upp á fræðslu, endurhæfingu og aðrar fyrirbyggj- andi aðgerðir. Til þess að ná þessu markmiði sameina samtökin fólk úr öllum áttum, ekki að- eins áfengissjúklinga, enda er félagið ekki bindindisfélag sem slíkt, sagði Vilhjálmur. — Á síðasta ári fengu um 1200 áfengissjúk- lingar meðferö hjá SÁÁ, en fyrst eru þeir til meðferðar í viku til tíu daga í Reykjadal, en dveljast síðan um fjögurra vikna skeið að Sogni, bætti Vilhjálmur við. SÁÁ hefur einnig verið að byggja upþ starf- semi úti á landi með fræðslu í skólum og al- mennum fræðslu- og leiöbeiningafundum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fæddur 26. apríl 1946 í Reykjavík. Hann varö stúdent frá Verzl- unarskóla Islands og lauk lögfræöiprófi frá Háskóla íslands 1974. Hann starfaði um fjög- urra ára skeiö sem framkvæmdastjóri Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar til hann varð framkvæmdastjóri SÁÁ. áfangar Hákon Björnsson hefur verið ráðinn við- skiptalegur framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn, og tekur hann viö starfinu í byrjun marz. Hákon er fæddur í Neskaupstað 26. nóvem- ber 1948. Stúdentsprófi lauk hann frá Mennta- skólanum á Akureyri 1968 og prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1973. Að námi loknu starfaði Hákon hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins í lánadeild, en réðist síðan til Dósagerðarinnar í Kópavogi 1974, og varð fjármálalegur framkvæmdastjóri þess fyrirtækis í nóvemþer 1977. Kísiliðjan við Mývatn, sem Hákon hefur nú störf hjá hefur verið starfrækt frá því 1968, en þar fer fram vinnsla og framleiösla kísilgúrs til útflutnings. Á síðasta ári var framleiðsla Kísiliðjunnar 21 þúsund tonn, sem er í meðallagi. Gert hafði verið ráð fyrir 23 þúsund tonna framleiðslu, en áætlanir um framleiðslu drógust aftur úr vegna erfiðleika, sem fyrirtækið átti viö að etja af völdum jarðhræringa, sem ollu skemmdum á þróm. Byggð var ný þró á s.l. sumri og var þyrjað að vinna úr henni í nóvember sl. Útflutningur Kísiliðjunnar við Mývatn nam á sl. ári 20.388 tonnum, sem eingöngu var flutt út til ýmissa Evrópulanda. Áætlaö er, að framleiðsla hjá Kísiliðjunni nemi um 24 þúsund tonnum á þessu ári.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.