Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 18
innlent Á síðasta ári var cif verðmæti innflutnings á lyfjum tíl landsins 2,1 milljarðar króna. Heildarvelta lyfjabúða var um 4,4 milljarðar á síðasta ári með söluskatti, en um 80% af þeirra sölu eru lyf, og um 20% er önnur sala þ. á m. á hjúkr- unargögnum, hreiniætisvörum og snyrtivörum. 19% af heildarverð- mæti lyfjasölu er framleitt hér innanlands, en hefur farið minnk- andi. Mest af þeim lyfjum, sem við flytjum inn eru frá sex Evrópu- löndum. Stærsti hlutinn kemur frá Danmörku, beint eða í gegnum milliliði 31,9%, 18,9% frá Stóra- Bretlandi, 17,1% frá Sviss, 8,9% frá Svíþjóð, 8,2% frá Vestur Þýzkalandi og 7,6% frá Hollandi. Tiltölulega lítið er flutt inn frá öðr- um löndum, t.d. aðeins um 1,4% frá Bandaríkjunum. Þaö var áriö 1760, sem Bjarni Pálsson, landlasknir, byrjaði lyfja- afgreiöslu hér á landi aö Nesi viö Seltjörn, en fyrsti lærði lyfjafræð- ingurinn sem tók til starfa hér var Björn Jónsson. Nú eru á öllu land- inu starfrækt 38 apótek, þar af 17 á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem þjóna um 120 þúsund manns. Lyf eru nauðsynlegur þáttur í lífi nútímafólks. Daglega bjarga lyf Iffi þúsunda manna í heiminum og hjálpa öðrum til að halda heils- unni. En hvernig fer lyfjaverzlun okkar íslendinga fram? Blaðið birtir í eftirfarandi grein ýmsar upplýsingar um lyfjaverzlun okkar byggða á viðtölum við ýmsa aðila, sem þessum málum eru gagn- kunnugir, þ. á m. Almar Grímsson, deildarstjóra lyfjamáladeildar heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis- ins, Reyni Eyjólfsson, starfsmann lyfjaverðlagsnefndar og Lyfjaeftir- lits ríkisins, Steinar Berg Björns- son, framkvæmdastjóra Phar- maco hf. og Werner Rasmusson, lyfsala í Ingólfsapóteki. Sýklalyf og hjartalyf stærstu lyfja- flokkarnir Um eitt hundrað erlendar verk- smiðjur selja lyf til íslands, en stærstu aðilarnir í innflutningi hér eru: G. Ólafsson hf., Lyfjaverzlun ríkisins, Pharmaco hf. og Stefán I fy - : ! : - . * • Jp. N» „Með stefnumörkun - —------------------------ 19% af heildarverðmæti lyfjasölu framleitt innanlands og hefur farið minnkandi Thorarensen hf. Aðrir innflytjend- ur lyfja hér á landi eru: Ásgeir Sig- urðsson hf. Farmasía hf., H. Ólafsson & Bernhöft, Hermes hf. og Lyf s.f. Ýmsir aðrir aðilar hér á landi eru umboðsmenn eða um- bjóðendur sérlyfjaframleiðenda, en flytja ekki inn lyf sjálfir. Þær reglur gilda um lyfjageröir og innflytjendur lyfja, að þær hafi í þjónustu sinni lyfjafræðing og húsnæði uppfylli ákveðin ströng skilyrði t.d. varðandi geymslu lyfj- anna. Lyfjaheildsalar hafa í samráði við ráðuneytið komið upp árs- fjórðungslegri samantekt á heild- sölu einstakra lyfja. í einu slíku yfirliti, sem gert var á síðasta ári kemur fram, að stærstu lyfjaflokk- arnir eru hjartalyf og sýklalyf, eða rúmlega þriðjungur af heildsölu- verðmæti. Eru hjartalyf 18,9% af heildsölu í þessu ársfjórðungsyfir- liti, en sýklalyf 16,9%. Stór flokkur er einnig tauga- og geðlyf 15,6%, meltingarfæralyf 11,8%, gigtarlyf 6,4%, blóðlyf 4% og getnaðar- varnarlyf 2,8%, svo einhver dæmi séu tekin, en aðallyfjaflokkar eru þrettán. Innkaup — hagkvæm eða óhag- kvæm? Eins og komið hefur fram er mest keypt af lyfjum frá Danmörku, beint eða í gegnum milliliði. (s- lendingar hafa verið tengdir Dön- um ákveðnum böndum frá fornu fari, lyfjalögin frá 1963 voru að mestu byggð á danskri lyfjalög- gjöf, ný lyfjalög tóku reyndar gildi 1. janúar s.l., lyfjafræðingar sækja flestir menntun til Danmerkur, danskir lyfsalar voru hér margir o.s.frv. En er óhagkvæmara fyrir ís- lendinga að kaupa inn lyf í gegn- um milliliði í Danmörku, en kaupa þau beint frá framleiðenda? ísland er lítiö markaðssvæði og í sumum tilfellum getur verið hent- 18

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.