Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 22
Nýr kaupendahópur „Besti sölutíminn á notuðum bíl er á vorin, þá fer salan upp og nær hámarki í júlí og þá helst salan stöðug fram á haust. Verðið lækkar þá aftur og er í lágmarki á veturna, enda er eftirspurnin þá mun minni. En framboð og eftirspurn ráða verðinu að verulegu leyti. Verðsveiflurnar á bílamarkaðnum eru bundnar árstíðunum og svo má ekki gleyma verð- bólgunni sem hækkar verðið stöðugt." Þannig komst Halldór Snorrason í Aðal-bílasölunni að oröi um besta sölutíma notaðra bíla. Hann sagði að bestu sölubílarnir væru bílar eins og til dæmis Volvo, Honda, Toyota, Mazda og Saab. Einnig amerískir bílar, sem eru þeir bílar er ungir menn sækjast mjög eftir. Hann sagði að amerískir bílar, árgerðir frá 1969-1974, væru að verða eftirsóttir um allan heim og þá ekki síst spyrnubílar sem mikiö væri búið að vinna við og lagfæra. Þá hefur Lada unnið mjög á og selst vel að sögn Halldórs. „Annars eru yngri árgerðir almennt vinsælar, þá ekki síst í fyrrnefndum tegundum sem auðvelt er að selja, enda eru þeir góð fjárfesting", sagði Halldór. 60 þúsund umskráningar árlega Um ástæður hinna gróskumiklu bílaviðskipta hér- lendis sagði Halldór að margt kæmi til. Algengt er að menn kaupi nýja bíla til að tryggja sig gegn veró- bólgunni til dæmis þegar gengisfelling er í aðsigi eöa stórkostlegar verðhækkanir. Stundum komast menn að raun um aö bíllinn sem keyptur var í þessu skyni er ekki það sem eigandann dreymdi um og þess vegna er hann seldur, þá einatt mjög lítið ekinn. „Það virðist oft sem lítil fyrirhyggja sé hjá mörgum í kaupum á nýjum bílum", sagði Halldór. Um stærð markaðarins tiltók Halldór að nýlega hefði komið fram að árlega væru um 60 þúsund um- skráningar hérlendis á hverju ári. „Ef við reiknum meö aö bílasölurnar séu opnar 20 daga í mánuði, er ekki fjarri lagi að meðalsalan sé um 3 bílar á dag á venjulegri bílasölu. Salan getur farið allt upp í 12 bíla á dag yfir sumartímann og svo aftur niður í einn til tvo, eða jafnvel engan, á veturna. Sölulaunin eru 2% af verði hvers bíls, þannig að þarna er um stórar upp- hæðir að ræða‘‘, sagði Halldór. „Velta bílasölu getur farið í milljarð á ári og þarf ekki feikilega stóra sölu til þess." „Bíllinn er „Ástæða aukinna bílaviðskipta er fyrst og fremst sú, að geta manna til þess að standa í stærri fjár- festingum svo sem kaupum á húsum og íbúðum fer dalandi. Þess vegna færa menn sig niður á næsta áhuga- og getusvið með fjárfestingar sínar. Segja má að bíllinn sé orðinn nokkurs konar vaxtaaukalán sem menn binda allt sitt lausafé í“, sagði Haukur R. Hauksson í bílasölunni Braut. Haukur sagði að bílamarkaðurinn skiptist í öilum meginatriðum í tvennt. í efri „klassa" væri hinn dæmigerði efnamaður og þar bæri Volvo af í sölu, einnig millistærðir amerískra bíla eins og Chevrolet Malibu o.fl. Hins vegar væru svo ungir menn sem gjarnan hafa nýlokið húsbyggingu og þeir kaupa aðallega árgerðir 1974-76. „Segja má að japönsku bilarnir séu ríkjandi á markaðnum", sagði Haukur. „Þar á ég við millistærðir eins og Mözdu 616 og Toy- otu Garina. Dæmigert verð á slíkum bíl er á bilinu 17 hundruð þúsund til 3 milljónir. Ég gæti trúað því að japanskir bílar væru orðnir allt að 60% markaðarins og þess má geta að nú eru miklar kröfur gerðar um útlit og litaval. Þar kemur meðal annars til að konan er orðin hinn ráðandi aðili í bílakaupunum." „Bflasölumar verða færri og stærri með vaxandi kröfum um inni- Halldór í Aðalbílasölunni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.