Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 27
Tengsialeysið vandamálið Það má líta á þetta vandamál frá tveim hliðum. Annars vegar frá hliö byggðarlaganna, sem lítil eða engin samgöngutengsl hafa, hins vegar frá hlið flutningsaöilans, sem ef til vill hefur lítil eða engin tengsl inn í umhverfi þeirra staða, sem hann flytur fólk og vörur til. Svo nefnt sé dæmi, þá er flogið til Sauðárkróks flesta daga vik- unnar. Þetta flug er í tengslum við áætlunarbifreið til Siglufjarðar, en það eru einu tengslin sem þessar samgöngur hafa inn í umhverfi Sauöárkróks. Þeir sem búa í klukkustundarfjarlægð í hina átt- ina verða bara að bjarga sér ein- hvern veginn. Staðreyndin er sú, að í dag heyrir það til undantekninga ef samræmi er milli samgöngugreina einhvers staðar á landinu. Þetta er verkefni fyrir snjalla skipuleggj- endur og sjálfsagt geta þeir not- fært sér tölvutækni til að finna leiðir. Ég vonast til þess aö þeir aðilar sem með samgöngur fara, verði fúsir til samvinnu við þessa menn. Ríkisrekstur — Það hefur stundum verið minnst á þjóönýtingu og ríkis- rekstur í samgöngum og er líklega ekki úr vegi að minnast ofurlítiö á slíkt. Ef fyrst eru teknir skipaflutning- arnir, þá er Skipaútgerð ríkisins ríkisfyrirtæki, sem öllum er aug- Ijóst, og ég tel sjálfsagt að efla þann rekstur eftir megni. Ég teldi heldur ekki óeðlilegt, að Eim- skipafélag íslands, sem er lang- stærsta flutningafélag landsins, einkum í flutningum til og frá landinu, yrði rekið í meiri snertingu við stjórnvöld landsins en nú er. Hvernig því yrði háttað er ekki séð í dag. Þar kæmi margt til greina, en nú eru engar tillögur um slíkt í undirbúningi. Hvað landflutninga snertir, tel ég þeim þannig háttað, að ekkert sé óeðlilegt að einstaklingar ann- ist þá. Þetta minnir ef til vill helst á smábátaútgerö og hingað til hef ég ekki talið þörf á að þjóðnýta trillur og tel raunar að engum Al- þýðubandalagsmanni hafi dottið það í hug. Hvaö flugið varðar er auðvitað starfsemi Flugleiða efst. Hún er tvenns konar. Annars vegar þetta hefðbundna flug innanlands, sem er auðvitað bráðnauðsynlegt að skipuleggja á sem skynsamleg- astan og félagslegastan hátt, þannig að sjónarmið heildarinnar verði þar efst á blaði. Aftur á móti eru Flugleiðir svo með flug í öðrum heimsálfum, sem aðeins er fyrir ævintýramenn að standa í. Ég held ekki að neinum detti í hug að ríkið fari að standa í slíku. Þeir flutningar, sem sérstaklega varða okkur íslendinga eru innan- landsflutningar, svo og flutningar til og frá landinu. Þá verður að skipuleggja með hagsmuni heild- arinnar og innanlandsþarfir í huga. Hins vegar er útgerð Flug- leiða í öðrum heimsálfum gífurlega erfitt verkefni og áhættusamt, ein- faldlega vegna þess hve smáir þeir eru í samkeppni viö ógnarstóra risa. Ég held það sé óheppilegt að blanda þessu tvennu of mikiö saman. Ef illa tækist til erlendis, gæti orðið hætta á að það tæki með sér innanlandsflugið og aðra þjónustu við íslendinga í fallinu. Svo og ber að minnast þess aö í þessu tvennu er um gjörólík við- horf að ræða. Hins vegar skal þess getið að engin áform eru uppi um frekari afskipti, hvað þá yfirtöku ríkis á flugrekstri. Vegirnir upp úr snjó — Það bíða okkar gífurlega stór verkefni í vegamálum og ég tel að fyrsta verkefnið veröi að koma vegunum upp úr snjó. Snjórinn er stærsti farartálminn og snjó- mokstur kostar sennilega um 1.200 milljónir á þessu nýbyrjaða ári. Það þarf að byggja aðalleiðir það vel upp, að snjó festi ekki á þeim í stórum stíl, nema í allra verstu veðrum. Þetta er stærsta verkefniö. Svo fylgja önnur mikil á eftir, svo sem að komast yfir ýmsar miklar hindr- anir, sem eru á aðalleiðum, en þær verða ekki taldar upp hér.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.