Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 34

Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 34
V estu r-Þýzkala nd: Næstfjölmennasta A Við stofnun sambandslýðveldisins 1949 voru þeir 12,9 milljónir. Flóttafólk og erlendir verkamenn eiga stóran þátt í aukningunni. Úr sprengjurústum í iðnaðarstórveldi. V-Þjóðverjum voru á ótrúlega stuttum tíma búin beztu lífskjör eftir eyðileggingu styrjaldar- innar. Sambandslýðveldið Þýzkaland er í hjarta Evrópu. Hamborg, — hlið Vestur-Þýzkalands að umheim- inum — er álíka langt frá nyrzta odda Noregs og syðsta tanga Sikileyjar. Þeir, sem vildu leggja leið sína umhverfis V— Þýzkaland, sem er 248,577 ferkílómetrar að flatar- máli, þyrftu að fara meðfram 4244 kílómetra langri landamæralínu og er þar með talin strandlengjan meðfram Norðursjó og Eystrasalti. Lengst eru landamærin við Austur-Þýzkaland, 1381 kílómetri og eiga þau sögu sína aö rekja til skiptingar Þýzkalands í hernámssvæði eftir heimsstyrjöldina síðari og sigurinn yfir nazistum. Landamæri V-- Þýzkalands við Holland, Belgíu, Luxemborg og Frakkland í vestri, Sviss og Austurríki í suðri og við Danmörk í norðri eru opin öllum til yfirferðar en landamærin við Austur-Þýzkaland eru af hálfu stjórnar þess lands rækilega lokuð og óvíða er landamæravarzla jafn öflug og þar. Rúmar 60 milljónir íbúa Fyrir rúmri öld, eða 1871 voru 20,4 milljónir manna í þeim hluta Þýzkalands, sem sambandslýðveldið nær nú yfir. Um þessar mundir eru íbúar sama svæðis 60 milljónir rúmar. Þetta þýðir raunverulega að innan landamæra sambandslýðveldisins býr næstum sami fjöldi manna og innan landamæra þýzka ríkisins árið 1937. Vestur-Þýzkaland er næststærsta land í Evrópu að fólksfjölda, á eftir Sovétríkjunum. Þéttbýlið í V-Þýzkalandi er áberandi og til að bregöa upp skýrari mynd af því má nefna annars konar samanburð. Árið 1871 bjuggu 82 að meðaltali á hverjum ferkílómetra lands. Nú er þessi tala um 247. Af Evrópulöndum eru aðeins Bretland, Belgía og Holland þéttbýlli. Síðan sambandslýðveldiö var stofnað árið 1949 jókst fólksfjöldi úr 12,9 milljónum í 62,1 milljón 1973 en hefur síöan dalað örlítið. Þessi aukning á ekki aðallega rætur að rekja til fæðinga umfram dauðsföll heldur á aðflutningur fólks mestan þátt í þessari þró- un. Á undanförnum áratugum hafa útlagarfrá ýmsum löndum, flóttamenn frá Austur-Evrópu og verkafólk frá Austur- og Suðaustur-Evrópu setzt aö í V-Þýzka- landi. Flóttamenn frá Austur-Þýzkalandi skipa þarna áberandi sess en auk þess hafa innflytjendur frá Evrópu og löndum utan álfunnar verið fleiri í V-- Þýzkalandi en útflytjendur þaðan til annarra landa fjær og nær. 34

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.