Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 37

Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 37
 F.V.: — Hafa verið gerðir einhverjir tvíhliða samningar milli ríkjanna nýiega og eru fleiri slíkir í undirbúningi? Sendiherra: — Árið 1978 var gengið frá tvíhliða samningi milli Islands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum, sem gerir m.a. ráö fyrir upplýsingamiðlun milli tollgæzlu- yfirvalda. Aðrir samningar eru ekki í undirbúningi eins og er. FV.: — Hvert stefnir í stórum dráttum í viðskiptum landanna nú og hverjar eru framtíðarhorfur í þeim efnum? Krug: — Sambandslýðveldið Þýzkaland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum íslands um pessar mundir. Miðað við tölur frá árinu 1977 er Sambands- lýðveldið Þýzkaland í þriðja sæti hvað útflutnings- magn til Islands snertir og í fjóröa sæti varðandi kaup á íslenzkum útflutningsvörum. Hlutur Sambandslýð- veldisins Þýzkalands í heildarinnflutningi til íslands var um 10% þetta ár eða 12,35 milljarðar króna, en 7% af útflutningi héðan eða 7,1 milljarður íslenzkra króna. Hallinn í þessum viðskiptum fyrir l’sland er því 5,25 milljarðar króna. Þróunin fyrra misseri ársins 1978 bendir til veru- legrar aukningar viðskiptanna, bæði að því er varðar íslenzkar útflutningsvörur, sem námu að verðmæti 5,5 milljarðar króna miðað við 2,9 milljarða á fyrra árshelmingi 1977. Sama gildir um innflutning. Hann var 9,1 milljarður á fyrra árshelmingi árið 1978 á móti 5,5 milljörðum á fyrra árshelmingi 1977. Þess verður að gæta, að bæði verðhækkanir og gengisfall ís- lenzku krónunnarskekkja þennan samanburð. I heild má segja, að viðskipti milli landanna hafi þróazt á jákvæðan hátt. Þar er um töluverða aukningu að ræða frá ári til árs, sem að öllum líkindum mun halda áfram á þessu ári. F.V.: — Eru horfur á að unnt verði að auka sölu á íslenzkum útflutningsvörum á Þýzkalandsmarkaði og hvaða vörutegundir koma þá heizt til greina? Krug: — Markaðurinn í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi er stór og móttækilegur fyrir vörum, en það er vandasamur markaður, sem þarf að gaum- gæfa vandlega. Með viðeigandi undirbúningsvinnu ætti að mínum dómi að vera hægt aö auka íslenzkan útflutning á ferskfiski og hvers konar fiskafurðum. Tízkuvörur og ull koma þarna líka sterklega til greina. Ennfremur eru möguleikar á útflutningi á dilkakjöti, þó að þeir séu að vísu takmarkaðir. Efnileg byrjun í þessa átt varð þó á sl. ári á kaupstefnu og sýningu sem kölluð er ,,Græna vikan" í Berlín og í Frankfurt am Main í desember sl., þegar kynntir voru íslenzkir sérréttir og efnt til tízkusýninga í veitingasölum stórs hótels. I þessu sambandi er einnig rétt að minnast á ferðamálasamskipti og þær tekjur, sem af þeim leiðir. Island hefur að undanförnu fengið vaxandi orð á sig í Sambandslýðveldinu Þýzkaland sem forvitnilegt ferðamannaland, þótt ekki verði sagt að það sé ódýrt. Aukið framboð á IT-ferðum í Sambandslýðveldinu gæti mjög orðið til þess að minnka eða jafna hallann, sem verið hefur í viðskiptum íslendinga við Sam- bandslýðveldió Þýzkaland. Af sendiráðsins hálfu hefur einnig verið fylgzt sérstaklega með viðleitni ís- lenzkra aöila til að breikka atvinnugrundvöll efna- hagslífsins með stofnun nýrra atvinnutækifæra utan fiskiðnaðar og vefjaiðnaðar. Þar ber fyrst og fremst að nefna nýtingu á hráefnum, sem eiga uppruna sinn í eldgosum eins og vikur, hraunsalla og stuðlaberg, — bæði sem hráefni í byggingarefnaiðnaði og sem út-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.