Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 39

Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 39
Karlheinz Krug, sendífulltrui flutningsafurð. Sambandslýðveldið stuðlaði að ítar- legri forkönnun á þessu sviöi á sl. ári en þá voru veitt af opinberu fé 600.000 mörk til hennar. Fjögur þýzk fyrirtæki hafa bundizt samtökum um þátttöku í hluta- fjárframlagi í nýstofnuðu rannsóknafyrirtæki hér á landi, Jarðefnarannsóknum hf. Þetta er stærsta þýzk-íslenzka samstarfsverkefnið eins og er. F.V.: — Er algengt að íslenzkir kaupsýslumenn leiti til sendiráðsins vegna upplýsinga um viðskipta- sambönd í Þýzkalandi? Krug: — Þaö er stöðugur straumur fyrirspurna til sendiráðsins frá kaupsýslumönnum, sem annað hvort vilja flytja út vörur héðan til Þýzkalands eöa flytja inn vörur þaðan. Að meirihluta til eru þetta að sjálfsögðu fyrirspurnir um þýzka framleiðendur og útflytjendur, því að við erum hér sem sendimenn Sambandslýðveldisins Þýzkalands og höfum það verkefni að vinna aö þessum málum fyrir hönd aðila í okkar eigin landi. Eðlilegast er að fyrirspurnir ís- lenzkra útflytjenda um markaðsmöguleika í Þýzka- landi séu sendar beint til íslenzka sendiráðsins í Bonn. Að sjálfsögöu veitum við einnig ráðgjöf fyrir íslenzka útflytjendur, sem snúa sér til okkar, um al- menna möguleika á þýzkum markaði. En til úrlausnar á sérstökum vandamálum vísum við venjulega á hlut- aðeigandi samtök í Þýzkalandi, t.d. iðnaðar- og verzlunarráö eöa önnur hagsmunasamtök, sem þar eru. F.V.: — Menningartengsl hafa lengi verið náin milli fslands og Þýzkalands. Hefur einhver breyting orðið á þeim að undanförnu? Hvað um þýzkukunn- áttu íslendinga til dæmis? Sendiherra:— Tengsl (slands við þýzka menningu standa á aldagömlum merg. Grundvöllurinn, sem þau byggjast á um þessar mundir, er traustur. Fyrst ber að nefna þýzkunám á íslandi, sem við viljum efla. Þýzk tunga er nú jafnrétthá frönsku, spænsku, rússnesku og öðrum málum sem skylduvalgrein í íslenzkum menntaskólum sem þriðja mál. Yfirgnæfandi meiri- hluti menntaskólanema velur þýzku. Það mun ráðast af því að þýzkan er tiltölulega auðlærð fyrir (slendinga en að öðru leyti af hagkvæmu gildi þýzkukunnátt- unnar. Við erum mjög ánægöir með þessa stöðu mála sem vonlegt er og gerum okkur far um að efla þýzku- kennsluna í íslenzkum skólum, þar með einnig á há- skólastiginu og gera hana enn meira aðlaðandi. í þessu augnamiði höfum við gripið til nokkurra ráðstafana: í fyrsta lagi er um að ræða styrki, sem veittir eru íslenzkum þýzkukennurum til framhalds- menntunar í Þýzkalandi. Þá ber að nefna námskeiö fyrir þýzkukennara, sem haldin hafa veriö hérlendis. Þau hafa farið fram reglulega síðan 1975 og hafa komið að miklu gagni. Goethe-stofnunin styrkir þau. Þýzkur farkennari hefur dvalizt hér í sex vikur í senn og verið til ráðuneytis um þýzkukennsluna í skólum hérlendis í samvinnu við samtök þýzkukennara hér. Þetta verkefni hefur verið unnið síðustu fjögur árin og ætlunin er að halda því áfram. Svo skal ennfremur nefna styrki til stúdenta fyrir þýzkunám og verðlaun fyrir framúrskarandi árangur íslenzkra nemenda í þýzkunámi. F.V.: — Hvað annað hefur verið gert af þýzkri hálfu til að treysta menningarsamskipti landanna? Sendiherra: — Sambandslýðveldið Þýzkaland hefur kostað kapps um að efla og dýpka samskiptin á sviði menntamála og vísinda. Að því er varðar sam- skiptin á vísindasviðinu ber að nefna styrki frá þýzku akademísku skiptastofnuninni DAAD, sem íslenzkum stúdentum og vísindamönnum standa til boða ár hvert. Ennfremur styrki frá Alexander von Hum- boldt-stofnuninni handa íslenzkum vísindamönnum og ferðastyrki vegna Þýzkalandsferða. Þá hafa gisti- prófessorar verið fengnir til fyrirlestrahalds við Há- skóla íslands. Um menntamálasamskiptin almennt er það að segja, að við höfum leitazt við að fá aukinn flutning þýzks dagskrárefnis í útvarpi og sjónvarpi hér á ís- landi. Einnig ber að nefna heimsóknir og gestaleiki þýzkra listamanna. Núna í janúarlok voru t.d. haldnir píanótónleikar Alfons og Aloys Kontarsky í Reykjavík, samleikur á tvö píanó og fjórhent. I marz á þessu ári kemur hinn þekkti þýzki kvikmyndaleikstjóri Werner Herzog til Reykjavíkur til að sýna hér eina af myndum sínum og skiptast á upplýsingum við íslenzka leik- stjóra. Þann 17. marz er svo einnig gert ráð fyrir að leikarinn Wolfgang Haller komi hingað með eins manns gestaleik, ,,lch bin nicht Stiller" eftir Max Frisch, sem sýndur verður í Iðnó. Þá hefur sendiráðið haft milligöngu um að fá hingað þýzkaeinleikara til að 39

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.