Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 40
leika meö Sinfóníuhljómsveit íslands og skáld og rit- höfunda til að lesa úr verkum sínum, bæði opinber- lega og þó sérstaklega í skólum. Hingað hafa komið fjölbreyttar sýningar og má í því sambandi minna á Ijósmyndasýninguna „Á leið til paradísar", sem haldin var á Kjarvalsstöðum í janúar s.l., en hana sóttu um 2500 manns. Eftir sem áður er það þó bókin, sem er einn mikil- vægasti miðill þýzkrar tungu og menningar einmitt hér á íslandi. Við höfum því beint athygli okkar að henni, einkum með bókagjöfum. Martin Behaim-fé- lagsskapurinn í Mannheim og Deutsche Forschungsgemeinschaft í Bonn hafa stutt mjög myndarlega þá viðleitni okkar. Með þeirra aðstoð höfum við getað afhent hér margar bókagjafir á síð- ustu árum, t.d. til Borgarbókasafnsins í Reykjavík, Amtsbókasafnsins á Akureyri, bæjarbókasafna í Kópavogi og í Vestmannaeyjum, Tónlistarskólans í Reykjavík og Stofnunar Árna Magnússonar. Auk þess getum við gefið um 300 bækur í verðlaun fyrir góðan árangur í þýzkunámi í skólum landsins á hverju ári. Því er svo við að bæta, að sendiráðið vill stuðla að eflingu og útbreiðslu íslenzkra mennta og menningar í Þýzkalandi, t.d. með heimsóknum íslenzkra skálda, með sýningum á listaverkum, efni í kvikmyndum og öðrum fjölmiðlum. Þar má sérstaklega nefna verk Halldórs Laxness. Þetta eiga að vera gagnkvæm skipti á sviði mennta og menningar í báöar áttir. F.V.: — Eru það einhverjar sérstakar endurminn- ingar, sem sendiherranum eru ofarlega í huga frá dvöl sinni hér á landi? Sendiherra: — Þessi fjögur ár, sem ég hef nú starfað á íslandi, hafa verið mjög ánægjuleg og það væri vel þess virði að vera lengur í þessu fróölega landi. Efst í huga mér er vinsemd, áreiðanleiki og hjálpfýsi íslendinga. í því sambandi rifjast upp smá- atvik, sem kann að virðast lítilmótlegt, en lýsir þó betur þessum eiginleikum, sem ég var að nefna. Á sl. sumri var ég á ferð um landið með tignum gesti frá Þýzkalandi og var feröinni heitið austur að Geysi. Viðdvöl var höfð við Kerið í Grímsnesi en mér varð það á að skella bílhurðunum í lás með lyklana í kveikjulásnum. Ég var algjörlega hjálparlaus og orðið skapi næst að brjóta rúöu í bílnum. Þá vildi það mér til láns, að íslendingur átti leið framhjá, og þegar hann sá, hvernig komið var fyrir okkur, flýtti hann sér til hjálpar og gat af ráðsnilld sinni opnað bílinn á tiltölu- lega einfaldan hátt. F.V.: — Má spyrja, hvaða aðferðum hafi verið beitt? Sendiherra: — Hann notaði hárspennu konunnar sinnar. Með bros á vör frammi fyrir þýzkum stíl. Margskonar aðgerðir stjórnvalda hafa orðið til að auðvelda þýzkunám á islandi síðari ár. 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.