Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 51

Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 51
flytja inn með hagkvæmari kjörum vörur frá Þýzkalandi og öðrum Evrópulöndum. Sp.: — Hvernig er útflutningur okkar til Vestur-Þýzkalands aðal- lega samsettur og hvaða upp- hæðir er um að tefla? Hvernig háttar til með innflutninginn og hvaða inniendir aðilar eru mest áberandi í viðskiptum við Vestur- Þýzkaland? Svar: — Fyrir 1970 var útflutn- ingur okkar til Vestur-Þýzkalands næstum eingöngu sjávarafurðir, en síðan álverksmiðjan tók til starfa, hefur ál verið helsta út- flutningsvaran þangað. Af sjávar- afurðum er flutt út mest ísfiskur, fiskimjöl og lýsi og söltuð ufsaflök. Útflutningur á freðfiski og frystri rækju hefur einnig farið vaxandi síðustu árin. Ennfremur hefur orðið áberandi aukning í sölu ís- lenskra ullarvara til Vestur-Þýzka- lands, eftir að innflutningstollurinn þar hefur verið felldur niður. Innflutningurinn frá Vestur— Þýzkalandi er mjög fjölbreytilegur, en stærstu flokkarnir eru raf- magnsvélar og ýmsar aðrar vélar og tæki og bifreiðar. Meðal stærstu innflytjenda eru Samband ísl. samvinnufélaga, Heildverzlun- in Hekla, Bræðurnir Ormsson, Baader umboðið, Ræsir og Smith & Norland. Sp.: — Hvaða áhrif hafa gengis- breytingar á Vesturlöndum haft á viðskipti okkar við Vestur-Þýzka- land og eru líkur til, að styrkur marksins muni leiða til verulegs samdráttar í innkaupum þaðan frá því sem nú er? Svar: — Hækkun þýzka marks- ins hefur haft ótrúlega lítil áhrif á innflutning þaðan, en reikna má meó því, að hún hafi heldur örvað útflutning þangað. Þjóðverjar hafa getað haldið hlut sínum á íslenska markaöinum, þrátt fyrir hækkun marksins og tel ég ekki líklegt, að á því verði nein veruleg breyting. Hins vegar er ekki fráleitt að ætla, að vörukaupin frá Þýzkalandi hefðu aukist meira en ella, hefðu engar gengisbreytingar oröið. Sp.: — Hvaða kjara njótum við á vestur-þýzka markaðnum fyrir helztu útflutningsafurðir okkar varðandi tolla og kvóta? Svar: — Eftir að samrfingur ís- lands við Efnahagsbandalagið, sem gerður var 1972, tók að fullu gildi 1. júlí 1976 má segja, að við höfum frjálsan aðgang án tolla að þýzka markaðnum fyrir iðnaðar- vörur okkar og flestar sjávarafurð- ir. Tollur á áli, sem var 7%, hverfur alveg um næstu áramót, en tollur á ísuðum þorski, ufsa og ýsu, sem var 15%, verður áfram 3,7% og á karfa, sem var 10% verður áfram 2%. Síldarlagmeti og saltsíld falla ennþá undir toll. Samt sem áður er ekki hægt að segja annað en að þessi aðstaða sé mjög góð fyrir útflutning okkar. Sp.: — Eru einhverjir möguleik- ar lítt eða ekki notaðir af okkar hálfu í viðskiptum við Vestur— Þjóðverja miðað við ákvæði samningsins við Efnahagsbanda- lagið? Svar: — Þessari spurningu er erfitt að svara. Eflaust má selja meira af ýmsum vörum til Þýzka- lands en gert er, en yfirleitt hefur sala á framleiðslu okkar gengið vel undanfarið og hafa því útflytjendur ekki lagt sig sérstaklega fram um að leita nýrra markaða. Þó má benda á, að eftir að 20% tollur á frystri rækju hefur verið afnuminn, hefur sívaxandi magn verið flutt til Vestur-Þýzkalands. Sp.: — Oft hefur verið rætt um aukinn útflutning á unnum sjávar- afurðum á neytendamarkaði í Evrópu í stað þess að einblína á Bandaríkjamarkað. Eru litlar horf- ur á, að okkur takist að byggja upp jafntraustan markað fyrir þessar afurðir okkar t.d. í Vestur-Þýzka- landi og gert hefur verið vestan- hafs? Svar: — Bandaríski markaöurinn er okkur ómetanlegur og á hann meiri þátt í þeirri velmegun, sem hér hefur verið undanfarandi ár heldur en flestir gera sér grein fyr- ir. Það er þó alltaf álitamál, hversu langt eigi að ganga í að selja helstu útflutningsvöru okkar að mestu á einn markað og hvort ekki sé meira öryggi í því að selja hana á fleiri markaði til þess að dreifa áhættunni af verðlækkunum eða markaöstruflunum. Eftir að 15% tollur af íslenzkum freðfiski var alveg felldur niður í Efnahags- bandalagslöndunum, hefur sala hans aukist mjög mikið sérstak- lega til Bretlands og er ekki vafi á því, að það muni einnig hafa áhrif til þess að styrkja freðfiskmarkað- inn í Bandaríkjunum. Aukin sala á freðfiski til Vestur-Þýzkalands, held ég, að muni einnig hafa sömu áhrif, en ég tel ekki, að hægt sé að tala um, að vestur-þýzki markaö- urinn geti nokkurn tíma komiö í staðinn fyrir bandaríska markaó- inn eða haft sömu þýðingu fyrir okkur. Evrópu-markaðurinn getur þó haft vaxandi þýðingu fyrirokkur, ef farið yrði inn á þá braut að fram- leiða hér á landi tilbúna fiskrétti eins og Sölumiðstöö hraðfrysti- húsanna og SÍS framleiða í verk- smiðjum sínum í Bandaríkjunum. Innflutningur á slíkum réttum frá Islandi er tollfrjáls til bandalagsins og neyzla slíkra rétta fer sívaxandi. Er hér eflaust um mjög verðugt iðnþróunarverkefni að ræða, sem freðfiskframleiðendur þyrftu að athuga gaumgæfilega. Sp.: — Hafa Vestur-Þjóðverjar átt þátt í fjármögnun stórfram- kvæmda hér á landi með lánum til íslenzka ríkisins eða verktaka? Svar: — Jú, síðustu 10 árin hafa opinberir aðilar tekið lán í Þýzka- landi samtals að upphæð 135 millj. þýzkra marka, sem er jafnviröi 23,6 milljarða kr. á núverandi gengi. Stærsta lánið var tekiö 1977, 50 millj. þýzk mörk, til Framkvæmda- sjóðs og Kröflu. 1974 var tekið 17 millj. þýzkra marka lán vegna Sig- ölduvirkjunar og tvö lán 1969, að upphæð 26 millj. þýzk mörk, vegna Búrfellsvirkjunar. 1969 var líka tekið 25 millj. þýzka marka lán vegna opinberra framkvæmda og Framkvæmdasjóðs. Svo var árið 1971 tekið 5 millj. þýzkra marka lán vegna stækkunar Áburðarverk- smiöjunnar. Sp.: — Fyrir nokkru tók sérstak- ur viðskiptafulltrúi til starfa við ís- lenzka sendiráðið í París. Er fyrir- hugað, að störf hans beinist að einhverju leyti að markaðnum í nágrannalöndum Frakklands eins og Vestur-Þýzkalandi? Svar: — Sveini Björnssyni, við- skiptafulltrúa, er ætlaö að greiöa fyrir sölu á íslenzkum afurðum til Evrópu og er því starfsemi hans alls ekki bundin við Frakkland ein- göngu þó hann hafi aösetur í Par- ís. Hins vegar er gert ráö fyrir því, að hann leggi mest kapp á að efla útflutning til Frakklands í byrjun, en væntanlega fær hann einnig tíma til þess seinna að sinna markaðsmálum í öðrum löndum Vestur-Evrópu. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.