Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1979, Page 52
Ferðamenn Irá Vestur-Þýzka- landi hafa í stöðugt vaxandi mæli lagt leið sína til (slands undanfar- in ár. Eru þeir nú næstfjölmenn- astir af erlendum ferðamönnum, — aðeins Bandaríkjamenn eru ofar á blaði. Það segir þó ekki alla sögu vegna þess að Þjóðverjarnir hafa yfirleitt miklu lengri viðdvöl en bandaríska ferðafólkið og verja hér meiri erlendum gjaldeyri, þó að ekki sé hægt að sýna með tölulegum upplýsingum hve miklu hver þýzkur ferðamaður eyðir hérlendis. Af 75.700 erlendum feröamönn- um, sem komu hingað til lands í fyrra voru 11.841 Vestur-Þjóðverji og hafði þeim fjölga ðum 4,6% milli ára. Hins vegar voru farþegar á skemmtiferðaskipum, sem ekki eru taldir með í heildartölu ferða- manna, 10.467 og þar af voru Þjóðverjar um 60%. Til að sýna aukninguna í heimsóknum Þjóö- verja 1973 voru þeir um 8000 tals- ins af 74.019 erlendum ferða- mönnum samanlagt. Þrem árum síðar, 1976, voru erlendir ferða- menn samtals 70.180 en Þjóöverj- ar 10.100 þar af, eða um 70%. Þýzkaland — framtíðar markaður íslenzkra ferða málafyrirtækja Jöfn aukning í heimsóknum þýzkra ferða manna til íslands. Voru í fyrra nærri 12.000 af 75.700 erlendum ferðamönnum, sem hingað komu. Mikilvægasti markaður Ferða- skrifstofunnar. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur um árabil gert mikil viðskipti á þýzkum ferðamálamarkaði. Við inntum Kjartan Lárusson forstjóra hennar eftir því, hversu þýöingarmikil þau væru fyrir stofnunina. Hann sagði þetta tvímælalaust mikilvægasta markað hennar sem stæói, og það sem meira væri, Þýzkaland væri framtíðarmarkaður umfram mörg önnur lönd. Ástæðan væri reyndar þríþætt. í fyrsta lagi hefðu Þjóð- verjar meiri peninga milli hand- anna á líðandi stund en margar aðrar þjóöir. í öðru lagi væru þeir duglegirferöamenn og hefðu farið víða og röðin myndi fyrr eða síðar koma að íslandi. Þá bæri að nefna eðlislægan áhuga þýzku þjóðar- innar á Norðurlöndum, sem (s- lendingar nytu að sjálfsögðu góðs af. í þriöja lagi væri efnahagur Þjóðverja alltaf að blómgast og horfur á að sízt muni draga úr 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.