Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 34

Frjáls verslun - 01.02.1979, Síða 34
selur vörur — t.d. sjónvarpstæki. Fyrirtækiö fær t.d. 100 sjónvarps- tæki í sendingu og selur. Litið er svo á, aö fyrirtækið fjármagni kaupin með eigin fé. Gerum jafn- framt ráð fyrir því aó fyrirtækið selji sendinguna að fullu áður en það kaupir næstu sendingu. Verðlag hefur verið stöðugt um hríð, en nú hækka sjónvörp um 25%, þegar lokið er sölu síðustu sendingar og þanta á þá næstu. Hvað skal taka til bragðs? Of seint er að leggja á síðustu sendingu til þess að eiga fyrir næstu. Eigi að halda óbreytt- um rekstri, er Ijóst að um tvennt er að velja — eigendur geta bætt við úr eigin vasa til þess að viöhalda skertri eign sinni í rekstrinum eða tekið lán. Setjum nú svo að verðhækkunin verði ekki einstök í sinni röð, held- ur sé fyrsta merki síendurtekinna verðhækkana — verðbólga. Vænta mætti þess að óreyndu, að stjórnendur áttuðu sig smám saman að nýr kostnaðarliður er samfara þessari þróun — kostn- aðarliður, sem hægt er að bregð- ast við, aðlagast á ýmsan hátt með harla misjöfnum árangri. Sú virðist hins vegar raunin að stjórnendur, hvort sem er um fullkomna sam- keppni að ræða eða ófullkomna, átta sig ekki fyrr en verðbólgan hefur skert eign þeirra verulega. Segja má að stjórnendur séu furðulengi haldnir óraunhæfri trú á krónuna sem mælikvarða eignar á tveim mismunandi tímapunktum. Verðhækkun eða fjármögnun verðbólgunnar. Hverjar eru þá þær leiðir sem fyrirtæki nota og geta notað til að aðlagast þeim breyttu rekstrarskil- yrðum sem verðbólgan hefur í för með sér? Leggja ber áherzlu á að áhrif verðbólgunnar koma mjög misjafnlega við fyrirtæki eftir eðli rekstrar. Nefna má sem dæmi bjórgerð, sem þarf að geyma bjór sinn í 4 mánuöi áður en hann er söluhæfur, annars vegar bílasölu eða rakarastofu hins vegar. En snúum okkur þá aftur að leið- unum. Við gátum þess hér áðan, að ef stjórnendur sjónvarpsfyrirtækis- ins vissu hækkunina ekki fyrir, þá væri einungis einn kostur miðað við óbreytta starfsemi, að auka fjárbindinguna í rekstrinum, þ.e. taka lán, auka eigið fé eða hvort- tveggja. í því tilviki að stjórnendur fyrirtækisins gera sér grein fyrir þróuninni — að verðbólgan sé skollin á — geta þeir að öðru jöfnu látið þann viðbótarkostnað sem hlýzt af verðbólgunni ganga út í verðið, a.m.k. að því marki sem þeir gera sér grein fyrir þróun verðbólgunnar í framtíðinni. Sé raunveruleikinn skoöaður, þá virðist þar ýmislegt sem kemur í veg fyrir slíkt. A. Verðlagsákvæði og verðstöðv- un. Það þarf víst varla að minna á þetta atriði hér á landi, þar sem einhvers konar verðstöðvun hefur verið í gildi um árabil. Vert er þó að minna á að greinargóðar og tím- anlegar uþþlýsingar um rekstur, hafa hin síðari ár komið fyrirtækj- um aö gagni í viðskiptum sínum við verðlagsyfirvöld. B. Ónákvæmar og villandi upp- lýsingar og upplýsingaskortur. Verðbólgan hefur þau áhrif að grunnupplýsingakerfi fyrirtækis- ins — fjárhagsbókhaldið — gefur sífellt ónákvæmari og jafnvel mjög villandi upplýsingar. Skynsamleg ákvarðanataka í rekstri fyrirtækja byggir á réttum upplýsingum. Menn leitast við að nýta upplýs- ingakerfi, sem verðbólgan brýtur smám saman niður. Mjög að- gengilegt dæmi hins síðartalda er erindi sem Gunnar J. Friðriksson flutti á ráðstefnu viðskiptafræði- nema og birtist í 19. hefti Hagmála. I stuttu máli er þar sögð raunsönn saga af iðnfyrirtæki og afkomu þess á tímabilinu 1970-1976. Samkvæmt reikningsskilum fyrir- tækisins gekk rekstur fyrirtækisins meó ágætum. Þegar hins vegar árangur starfsins er metinn með tilliti til verðlagsþróunar, kemur í Ijós að kaupmáttur eiginfjárins, af- rakstur sex ára starfs, hefur ein- ungis aukizt um 6.7% eða 284.000 kr. á verðlagi ársins 1976 fyrir allt tímabilið. Þetta er útkoma rekstrar, sem talinn væri til fyrirmyndar, væri einungis miðað við hin hefð- bundnu reikningsskil. Fyrirtækið sem hér um ræðir festi ekki fé í fasteign. í grein Gunnars kemur fram viðbótardæmi, þar sem gert er ráð fyrir að fyrirtækið hefði átt þá fasteign, er það starfaði í og tekið lán á þeim kjörum sem þuð- ust 1970. Sé gengið út frá þessari forsendu verður afraksturinn ekki 6.7% heldur 310%. Hafa ber hinsvegar í huga, að með tilliti til verðbólguhagnaðar af fasteign- um, er tíð hinna ódýru lána liðin, þar sem allir fjárfestingalánasjóðir atvinnuveganna tengja nú útlán sín vísitölu eða gengi erlends gjaldmiðils. Hinsvegar ber að benda á, að veróbótakostnaður vegna lána er frádráttarbær. Þörf uþplýsinga varðandi rekst- urinn eykst til muna í verðbólgu miðað við stöðugt verðlag. Þörf veróur nýrrar tegundar upplýs- inga, einkum vegna þeirra sí- breytilegu aðstæöna er veröbólga skapar. Verstu vandkvæðin eru að stjórnandinn missir sjónar af arð- seminni sem markmiði og mæli- kvarða á árangur fyrirtækisins. Arösemi, eins og kennslubækur sýna hana útreiknaða, verður meiningarlaus, þar sem að tölur varðandi arðsemina, hagnaður, lánsfé og eiginfé tapa gildi sínu. Mestu skiptir að eiga fyrir næsta víxli. í þessu sambandi má benda á að samtök atvinnuveganna gætu gegnt þörfu hlutverki við almenna upplýsingastarfsemi um þróun einstakra kostnaöarliða og um vísitölur. Nefna má einnig þann möguleika að samtök atvinnuveg- anna gengust fyrir t.d. í samvinnu við endurskoðendafyrirtæki, að gera tilraun með núvirt reiknings- skil í sambandi við hefðbundin reikningsskil. C. Tilhneiging til að halda verði stöðugu. Geta má þess í sambandi við verðhækkanir söluvara í verð- bólgu, að á mörkuðum sem ekki teljast búa við fullkomna sam- keppni, er veruleg tilhneiging til að halda verðlagi stööugu. Ótti fyrir- tækja viö að hækka verð og sitja eitt uppi meö hærra verð, letur fyrirtækin þess að hækka og 82

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.