Frjáls verslun - 01.07.1985, Qupperneq 62
í NÝJUM STÖÐUM
Slippfélagið í Reykjavík er
á ákveðnum tímamótum
Texti: Karl Birgisson Mynd: Loftur Ásgeirsson
Hilmar Hilmisson heitir ný-
ráöinn framkvæmdastjóri
Slippfélagsins í Reykjavík.
Ráðning hans í þessa ábyrgöar-
stööu hjá elsta hlutafélagi
borgarinnar vakti nokkra at-
hygli, enda maðurinn ungur,
rétt tæplega hálffertugur.
Hann er fæddur árið 1951 og
varð stúdent frá Verslunarskóla
íslands vorið 1973. Þaðan lá
leiöin í viðskiptadeild Háskól-
ans og lauk hann prófi þaöan
áriö 1977. Löggiltur endur-
skoöandi varð Hilmir ári seinna,
1978. Hann starfaöi hjá endur-
skoöunarskrifstofu Björns E.
Árnasonar frá 1974-1981, en
flutti sig þá um set til Hagvangs
hf., þar sem hann starfaði sem
endurskoöandi og rekstrarráð-
gjafi. Því starfi gegndi hann þar
til hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Slippfélagsins
frá og með 1 .júlí sl.
Frjáls Verslun innti Hilmi eftir
þvi hververkefni biðu hans helst
i nýja starfinu.
„Starf framkvæmdastjóra fé-
lagsins felst fyrst og fremst i því
að sjá um daglegan reksturfyrir-
tækisins og hafa yfirumsjón með
honum. Hér standa einnig fyrir
dyrum breytingar á rekstrarfyrir-
komulagi og endurskipulagning
á fyrirtækinu sem heild. Breyta
þarf starfsemi óarðbærra deilda
svo þær séu reknar meö hagn-
aði og breyta aðstööunni til hins
betra. Segja má að á döfinni sé
allsherjarendurskipulagning,
bæði stjórnunarlega og fjár-
hagslega.“
„Hefur þá gengiö illa
hjá Slippfélaginu und-
anfarin ár?“
tækinu við risa sem blundað hef-
ur um stundarsakir. Slippfélagið
var og er öflugt fyrirtæki, en hef-
ur orðið eftir í breytingum og um-
róti siðustu ára, en nú á sem
sagt að snúa við blaðinu og til
þess þarf að breyta starfsregl-
um og aðstöðu."
Margþætt starfsemi
Starfsemi Slippfélagsins er
margþætt. Fyrst er auðvitað að
nefna slippvinnuna i gamla
slippnum í Reykjavikurhöfn. Sú
aðstaða er farin að láta á sjá, að
sögn Hilmis, og borið hefur á að
íslensk skip sæki slíka þjónustu
til útlanda, einkum kaupskipa-
flotinn. Þvi er nauðsynlegt að
bæta aðstöðuna hér, tæknilega
og þjónustulega.
Að auki rekur fyrirtækiö máln-
ingarverksmiðju í Reykjavík. Á
málningarmarkaðnum er fyrir-
„Það má kannski líkja fyrir-
Hilmir Hilmisson, framkvæmdastjóri Slippfélagsins.
62