Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1985, Page 67

Frjáls verslun - 01.07.1985, Page 67
Þjóöhagslega hagkvæmt væri ef hægt væri að minnka sveiflurnar á markaðnum Keflavíkurflugvelli. Við þær framkvæmdir og aðrar á vegum fyrirtækisins hafa unnið í sumar um 125 manns og fyrirsjáanleg er allmikil fækkun á næstunni. Vegagerðin og ýmis laxeldisfyrir- tæki eru með útboð í gangi, en þar er ekki um mannfrek verkefni að ræða og gert ráð fyrir að þeim Ijúki á næstu mánuðum. Óvenju- mikið hefur verið um útboð hjá Vegagerðinni undanfarin misseri og koma sveiflur þessar mjög illa við verktaka. Talsvert hefur einn- ig verið um byggingarfram- kvæmdir á Reykjavíkursvæðinu og því næg vinna. Hagvirki hefur verið um 350 starfsmenn í sumar og er fjöldi þeirra í dag orðinn 270. Fer þeim enn fækkandi þar sem uppsagnir standa nú yfir. Verkefni Hagvirkis fjara út á næstu vikum og litil verkefni eru framundan á sviði jarðvinnu ef undan er skilið tilboð fyrirtækisins í framkvæmdir fyrir íslandslax sem samningar standa nú yfir um. Byggingar- framvkæmdir eru hins vegar tals- verðar og því lítill samdráttur hjá byggingaflokki fyrirtækisins. Verði framkvæmdir tengdar Varnarliðinu, Helguvík og ratsjár- stöðvar ekki boðnar út á almenn- um markaði eru litil verkefni fram- undan nema vegarkaflar sem Vegagerðin býður. Forráðamenn Hagvirkis leita því um þessar mundir eftir mark- aði fyrir vélar sínar erlendis. Bæði eru kannaðist sölumöguleikar og hugsanleg verkefni, m.a. i Fær- eyjum, Noregi og á Grænlandi. Samdrátturinn um milljaröur Að sögn forráðamanna nokk- urra verktakafyrirtækja sem rætt var við er ekki fyrirsjáanleg nein breyting í þá átt að menn skipu- leggi útboð sín og verkefni lengra fram i tímann. Þess vegna ríki þessi stöðuga óvissa sem geri alla áætlanagerö ómögulega. Samdráttur á sviði opinberra framkvæmda er talinn vera um einn milljarður króna á næstu einu til tveimur árum. Þegar því tímabili lýkur er aftur búist við all- miklum verkefnum og þvi er Ijóst að miklar sveiflur eru framundan. Verktakar eru þó jafnan reiöu- búnir einhverjum sveiflum, þeir segja að þetta sé erfið atvinnu- grein og samkeppni sé mikil. Erfitt er þó fyrir þá að ráðstafa stórvirk- um vélum og tækjum um tíma og finna þeim verkefni annars staðar en á Islandi. Ósk verktaka er því sú, sem þeir telja þjóðhagslega hagkvæmt, að jafna framkvæmd- um sem mest niður og haga út- boðum þannig að sveiflur verði sem minnstar milli ára og milli árstíma. Einkum snerta þessar sveiflur hina stærri verktaka. Þeir minni geta frekar gripið í einstök verk, t.d. stutta vegarkafla i heima- byggð sinni, sem þeir stóru geta naumast sinnt og þeir liða fyrir það að menn hugsa sjaldan stórt á islandi. Stóru verktakarnir benda líka á aö þegar samdráttur verður hjá þeim kemur hann líka niður á minni verktökum því þeir séu iðulega undirverktakar í viss- um verkþáttum. 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.