Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 11

Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 11
IFRETTUM Gldbus býður verulega rýmri greiðslukjör á bílum Sú merka nýjung hef- ur verið tekinn upp hjá Globus hf., sem flytur inn Citroen bílana frönsku, að væntanlegir kaupendur geta greitt nýju bílana með því aö greiöa 30% af kaup- verði við samning og fá afganginn lánaðan til tveggja ára á skulda- bréfi. Globus hf. innleiöir þessa nýjung i bílavið- skiptum á markaðinn í samvinnu viö Fjárfest- ingarfélag íslands. Sem dæmi um þessi nýju viðskipti má taka dæmi af Citroen Axel sem kostar 280 þúsund krónur. Væntanlegur kaupandi greiðir 30%, eöa tæplega 90 þúsund krónur. Síöan greiðir hann tæplega 9.800 krónur á mánuði í tvö ár samkvæmt verðtryggöu skuldabréfi, sem ekki ber vexti. Ef tekið er mið af verðlagi í dag væri fjármagnskostnaður á mánuði í kringum 1.800 krónur, þannig aö raun- veruleg mánaðar- greiðsla kaupenda væri í þessu tilviki 11.600 krónur. í raun má segja aö þetta sé fyrsta skref- ið i þá átt að gera bíla- viðskipti „eðlileg" hér á landi, en til þessa hefur í raun veriö gríðarlega erfitt fyrir fólk að kaupa sér nýjan bíl. Erlendis er þessi viöskiptamáti mikiö tíðkaður. Oft er reyndar um minni út- borgun aö ræða og síð- an greiðslur á lengri tíma, en þetta framtak er mjög lofsamlegt og ætti að koma mörgum til góða á þeim erfiðu tímum, sem við lifum á. Vasa st í of m örgu ÞÆR yfirlýsingar Al- berts Guðmundssonar, að hann hyggist sitja bæöi sem þingmaður og ráðherra, ásamt því aö halda sæti sínu í borgar- stjórn nái hann kjöri í komandi sveitarstjórn- arkosningum, hafa vakið nokkra athygii. Á flest- um bæjum hefði það þótt kappnóg að sitja sem þingmaöur og sinna ráðherradömi. Svo virð- ist, sem margir pólitík- usar geti alls ekki hugsaö sér að láta neinn spón úr aski sínum. Full- yrða má, að sama hversu atorkusamur við- komandi maður er, þá geti hann ekki sinnt þremur jafn veigamikl- um verkefnum. skipaafgneiðsla jeszimsenhf Bjóðum eftirtalda þjónustu: - frágangur innflutningsskjala - frágangur útflutningsskjala - bankaþjónusta og ferftir í toll - umsjón meft endursendingum tollafgreiddra og ótollafqr. vara - verðútrelkningar - pökkun og umsjón búslóða til flutnings - transit vöruafgreiðsla - telexþjónusta - vélritunar og Ijósritunarþjónusta - erlendar bréfaskriftlr, viftskiptabréf. Öll almenn flutningsmiðlun. TollhÚSÍnU Tryggvagötu 19, Reykjavík. Símar 14025 — 13025. 11 L

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.