Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 73

Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 73
tækja sem stjórna daglegum rekstri og taka ákvarðanir um fjárfestingar og aðrar ákvarðanir varðandi reksturinn. Tveir fuli- trúar frá hverju fyrirtæki verða að sækja námskeiðin. Nám- skeiðin byggjast ekki á eigin- legri kennslu á kenningum með tilbúnum dæmum sem síðan er hugsanlegt að heimfæra á við- komandi fyrirtæki. Þau eru skipulögð þannig að þegar þátt- takendur hafa skráð sig fer einn af þremur ráðgjöfum eða kenn- urum námskeiðsins í heimsókn, metur hvort fyrirtækið er hæft til þátttöku, hafi t.d. fjárhagslegt bolmagn til að koma á nýjungum og hvort eining og fullur vilji sé meðal þátttakenda. Síðan kem- ur að fyrri hluta námskeiðsins. Stendur hann yfir i einn dag og þar fer fram frekari kynning á vinnuaðferðum, ytri aðstæður fyrirtækisins eru skoðaðar, markmið og stefnumótun. Siðan líða þrjár vikur og á þvi timabili fer fram skoðun og greining á rekstri fyrirtækisins og rekstrar- ráðgjafinn kemur i heimsókn. Síðari hluti námskeiðsins stend- ur í þrjá daga og hefur farið fram í Borgarnesi. Þar setja menn fram óskastöðuna, hvernig hægt væri aö hafa fyrirtækið ef engar hindranir væru í veginum, en smám saman koma menn niður á jörðina og setja fram raunhæf- ar óskir. Er þá samin fram- kvæmdaáætlun og nokkru eftir að þessum þriðja hluta lýkur fer rekstrarráögjafinn í heimsókn til fyrirtækisins til að kanna hvernig framkvæmdaáætluninni hefur verið fylgt eftir. Fyrir alls konar fyrirtæki — Hvaöa þættir eru helst teknirtil athugunar? — Helstu þættirnir fjalla um vöruþróun, endurnýjun, fram- leiðsluaðferðir og tæki, vinnutil- högun, markaðssetning og sala, stjórnskipulag, fjármagnsstjórn- un og fleira. — Henta þessi námskeið öll- um stærðum og gerðum fyrir- tækja? — Ekki kannski öllum stærö- um. Við teljum að þau komi varla að gagni nema fyrirtækið hafi fimm eða fleiri starfsmenn i vinnu. En þau henta hins vegar öllum geröum og hér hafa veriö fulltrúar frá prentsmiðju, sæl- gætisframleiðendum, vél- og blikksmiðjum, trésmiðju bakari og þjónustufyrirtækjum. Námskeiðin eru aðallega miö- uð við framleiðslufyrirtæki en það er ekkert því til fyrirstöðu að félagasamtök og þjónustufyrir- tæki sem vilja endurmeta stöð- una sendi menn sína á slikt námskeið. Esther segir að aðalmunurinn á þessum námskeiðum og öðrum hefðbundnum sé sá að þarna séu hin einstöku fyrirtæki skoðuð ofan í kjölinn, vandamál þeirra skilgreind og reynt að finna raunhæfa lausn sem starfsmenn geta fylgt eftir og siðan halda ráðgjafarnir áfram í smátíma að vera í sambandi við fyrirtækin til að ýta undir að framkvæmdaáætluninni sé framfylgt. — Það er lika nýtt að þetta er ekki eiginleg kennsla, heldur sjálfsskoðun og rekstrarráðgjaf- arnir sem kenna á námskeiöun- um skipta með sér þátttakend- um og vinna sameiginlega að þvi að finna leið til þróunar og end- urnýjunar i fyrirtækinu. Og til þess að geta sinnt þátttakend- unum almennilega höfum við aðeins tekið 18 til 25 manns í allt á hvert námskeiö en tveir til þrir koma frá hverju fyrirtæki. — En þurfa menn aö hafa einhver sérstök vandamál til að sækja þessi námskeiö? Má alltaf gera betur — Ekki endilega, þvi það má alltaf gera betur og þarna geta menn komið með það markmið eitt að fyrirtæki þeirra nái betri fótfestu, veiti betri þjónustu eða stefni aö einhverjum úrbótum sem við gætum aðstoðað við að ná eftir svona námskeið. Þannig er hægt aö athuga hvort sem er fyrirtækið i heild stórt eða smátt, einstaka þætti þess og ákveða raunhæfar end- urbætur sem leiða munu til bættrar afkomu. Og til að svo megi verða þurfa þátttakendur og ráðgjafar að vinna saman i fullum trúnaði. Siðan höfum við reynt að taka inn ýmsa aðra þætti þegar menn hafa setið daglangt yfir vanda- málum og úrlausnum i Borgar- nesi. Til dæmis höfum við fengið utanaðkomandi menn i heim- sókn til að spjalla við þátttak- endur um ýmsa þætti, t.d. aug- lýsingar og þarna gefa menn sér líka tíma til að ræða almennilega saman, sem þeir fá kannski aldrei tima til að gera i önn dags- ins. 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.