Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 80

Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 80
Millj. kr 8000 7000 6000 5000 4000 Aöild Seðlabanka og útlanda aö afuröalánum innlánsstofnana Miiij.kr 8000 l.I'i Endurkaup Seðlabanka, ------gongisbundin----------- C'3 SDR lánsheimild i Seðlabanka ---------------- 1984 -------- .7.7] Endurkaup Seðlabanka i -----islenskum krónum------- 777 Erlend lán v/alurðarlána ------- 1985 --------------- JFMAM JJASOND J FMAMJ J ASOND 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 ■ 0 Seðlabanka á rikisstofnanir um 0,8 milljarða króna en hækkuöu um 0,3 milljarða króna næstu 12 mánuði á undan. Svo dregin sé upp heildar- mynd af lánaþróun i bankakerf- inu skal vikið að svonefndum innlendum liðum, en með þvi hugtaki er átt við kröfur banka- kerfisins (lán og endurlán) á inn- lenda aðila að frádregnum skuldum þess við opinþera sjóði o.þ.h., sem ekki eru til almennrar ráöstöfunar og þvi ekki taldar í peningamagni. Aukning þessara stæröar undangengna 12 mán- uði nam 43% i ágúst ’84, 42% i desember, 41% í apríl i ár og 43% nú i ágúst (bráðabirgða- tala). Hér hefur því ekki orðiö sú hjöðnun sem að er stefnt, heldur stöðugur vöxtur, sem að undan- förnu hefur verið 10—15% um- fram verðlagsbreytingar. Peningamagn og sparifé Peningamagn og sparifé að meðtöldum áætluðum áföllnum vöxtum jókst um 50% á 12 mán- uðum til ágústloka samanborið viö 32% næstu 12 mánuði á undan. Vegna hárra raunvaxta var búist viö mikilli aukningu peningamagns og sparifjár á árinu, en aukningin hefur veriö mun meiri en viö var búist. Nú er spáð að aukningin verði um 45% frá upphafi til loka þessa árs, og aö meðaltal peninga- magns og sparifjár aö meötöld- um áföllnum vöxtum svari til 30,7% af landsframleiðslu, samanboriö við 28,4% árið 1984. Tölurnar bera þess merki að peningalegur sparnaður sé í örum vexti i kjölfar hækkunar Tafla 3. Gengisbundin afurðalán. Staða 31/7 1985 millj. kr. Gengisbundin afurðalán inn- lánsst. 5921 Fjármögnun: Fé af innlendum gjaldeyrisreikningum 1318 SDR lánaheimild i Seðlabanka............ 670 Erlend lán v/afurðalána 3933 Fjármögnun alls...... 5921 raunvaxta og mikillar kynningar á kjörum innlána. Á hinn bóginn kann aukningin að hluta til að vera stundarfyrirbrigði, borið uppi af útlánaþenslunni. Aukin eftirspurn sem af þvi kann aö leiða kyndir undir verðbólgubál- inu og rýrir viðskiptajöfnuð við útlönd. Samsetning peningamagns og sparifjár hefur tekið miklum breytingum eftir að fram komu ýmis ný innlánsform hjá bönkum og sparisjóðum. Fé á nýju reikn- ingunum er í flestum tilvikum óbundið en inn á þá hefur m.a. flust fé af bundnum reikningum og almennum sparibókum. I ágúst í fyrra, þegar óbundnir sparireikningar komu fyrst fram, komu inn á þá 113 milljónir króna og á einu ári hafa inn- stæður þeirra aukist i 7,3 mill- jarða króna. I hagskýrslum eru þessar innstæður taldar meö peningamagni og almennu sparifé (M2) og hefur þaö aukist um 76% á tólf mánuðum til ágústloka, á meðan aukning bundins sparifjár hefur verið óveruleg, eða 1,6%. Innlánskjör þessara reikninga eru því betri sem féð er lengur óhreyft þannig að skyldleiki þeirra við bundnar innstæður er ótvíræður. Að þeim meðtöldum hefur bundiö sparifé aukist um 99% siðustu 12 mán- uði, en M2 að þeim frátöldum um 23%. Þetta dæmi sýnir að hér, ekki síður en í öðrum löndum, geta nýjungar i peningamálum raskað svo viðteknum mæli- 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.