Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 35
útgefenda um gott söluefni jukust og menn reyndu að verða við kallinu. Kröf- ur lesenda þróuðust einnig til sömu átt- ar og smám saman fóru íslenskir frétta- menn að fást við sakamál og misstig manna á hinni hálu braut lífsins af meira miskunnarleysi en áður hafði tíðkast. Það gefur auga leið að það er erfitt fyrir fréttamann að falla í forarpytt lág- kúrunnar þegar skrifað er um veðurfar á fjöllum eða fallþunga dilka. Aftur á móti er ekki nema á færi hæfustu manna að fjalla um viðkvæm sakamál þar sem mannlegar tilfinningar eru vegnar og metnar af köldu raunsæi. Og íslenskir fréttamenn féllu sumir hveijir í pyttina. Geirfinns- og Guðmundarmálin urðu prófsteinn á íslenska blaðamenn, próf- steinn sem aldrei hafði orðið á vegi þeirra fyrr. Síðdegisblöðin réðu ferðinni og aðrir miðlar fylgdu í humátt á eftir. Þessi harmsaga nokkurra ungmenna á villigötum varð smám saman að stór- pólitísku máli svo hrikti í stoðum ís- lenska stjómkerfisins. Um leið drógust inn í umræðuna blásaklausir einstakling- ar, m.a. fyrir tilverknað fjölmiðlanna og elsta íslenska fréttamiðilsins, Gróu á Leiti. Taugaveiklun greip um sig í röð- um ákæruvaldsmanna og lögreglu og öldufaldurinn reis hæst í ársbyrjun 1976 er íjórmenningamir voru hnepptir í varðhald og ein stærstu mistök ís- lenskrar réttarsögu urðu til. Þetta mikla sakamál hlaut að verða viðfangsefni blaða og ljósvakamiðla. Um það hver þeirra hlutur varð í sjálfri fram- vindu rannsóknarinnar geta menn enda- laust deilt. Því verður þó ekki á móti mælt að hafi einhver mistök átt sér stað í réttarfarinu, eru þau mistök fyrst og fremst á reikning þeirra manna sem þar störfuðu. Undan því munu þeir aldrei geta vikist. íslenskir blaðamenn - að minnsta kosti flestir - viðurkenna að í umfjöllun um þetta dapurlega sakamál, voru gerð fjölmörg mistök af þeirra hálfu. Þeir brugðust hins vegar ekki meintum sak- bomingum eða aðstandendum þeirra, heldur bmtu fyrst og fremst gegn siðar- eglum stéttarinnar um hlutlausa og ár- eiðanlega upplýsingamiðlun af gangi mála. En það er ætíð auðvelt að vera vitur eftir á. NÝSTÉTT BLAÐAMANNA Lúðvík Geirsson formaður Blaða- mannafélags íslands sagði í samtali við Tilkoma Dagblaðsins árið 1975, er síðar varð DV, breytti miklu í ís- lenskri blaðamennsku. Frjálsa verslun að í lok síðasta áratugar hefðu orðið kynslóðaskipti í íslenskri blaðamannastétt. Þá hefði komið fram á sjónarsviðið fólk, sem vildi gera blaða- mennsku að ævistarfi sínu, og þessi hópur væri harðasti kjaminn í Blaða- mannafélaginu núna. „Upp á síðkastið hafa menn kvartað undan ákveðinni og á stundum óréttlátri framgöngu blaðamanna. Hér kveður í sjálfu sér ekki við nýjan tón því menn hafa alltaf kvartað undan ágengni blaða- manna. Hitt er svo annað mál að þessi stétt hagar störfum sínum með allt öðr- um hætti en var fyrir 10-15 árum. Þá bar meira á pólitísku skítkasti á fréttasíðum blaðanna en nú hafa slSkir pennar fengið rúm í lesendadálkum og ef til vill leiður- um miðlanna." Lúðvík sagði mestu breytinguna vera fólgna í minnkandi tökum stjómmála- manna á fjölmiðlum, einkum ríkisfjöl- miðlunum. „Vitanlega kveinka stjóm- málamenn sér undan fréttum eins og af brennivínskaupum ráðherra. Menn skulu ekki halda að slík mál séu fyrst að koma upp núna. Brennivínskaup í stór- um stíl á kostnað skattborgara hafa við- gengist um áratugaskeið. Munurinn er hins vegar sá að nú segja fjölmiðlar frá slíkri ósvinnu. Því hafa sumir stjóm- málamenn ekki vanist ennþá. Sam- trygging þagnarinnar í íslenskri blaða- mennsku er ekki lengur fyrir hendi.“ Lúðvík sagði að menn hefðu fyrir löngu gert sér grein fyrir því að áræðn- ari fréttamennska hlyti að bjóða ýmsum hættum heim. Þess vegna hafi Blaða- mannafélagið hert sínar siðareglur og stigið það skref árið 1985 að gera þær aðgengilegar almenningi. „Aður fyrr voru siðareglumar okkar einkamál líkt og nú er hjá læknum og lögfræðingum. Blaðamenn vildu sýna ábyrgð og töldu nauðsynlegt að fá fram umræðu um þessi mál og að þeir þyrftu jafnframt að birta úrskurði siðanefndar Blaðamanna- félagsins þegar þeir misstigju sig. Þessi opnun umræðunnar hefur tvímælalaust haft siðbætandi áhrif á stéttina og bætt aga og ábyrgð íslenskra blaðamanna,“ sagði Lúðvík ennfremur. í gegnum tíðina hafa íslenskir blaða- menn oft verið gagnrýndir fyrir að byggja fréttir sínar á óstaðfestum heim- ildum. Mál hafa verið höfðuð til að fá blaðamenn til að gefa upp heimildar- menn en fyrir rétti hefur sú afstaða blaðamanna um heim allan verið virt að þeim beri ekki að gefa upp slík nöfn. Síðast reyndi á þetta í áfengiskaupamáli Magnúsar Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, og þar var viðkomandi fréttamaður, Amar Páll Hauksson hjá Ríkisútvarpinu, sýknaður af kröfu um að gefa upp heimildir fyrir upphaflegu frétt- inni. Lúðvík Geirsson sagði blaðamenn verða að meta gildi heimilda sinna mjög vel þegar ekki mætti, af einhverjum ástæðum, gefa þær upp. Vissulega kæmi oft upp sú staða að menn reyndu að misnota blaðamenn til að koma höggi á andstæðinga sína en smám saman lærðu blaðamenn að forðast slíkar gildr- ur. „Hér er hins vegar ekki aðeins við blaðamenn að sakast því upplýsinga- skylda stjómvalda er afar lítil hér á landi og engin lög til um þá hluti. Slíkt ástand kallar á það að meira beri á því að menn vísi til óstaðfestra heimilda, jafnvel í málum sem sjálfsagt er að upplýsa fyrir almenningi. Tveir ráðherrar höfðuðu t.d. mál á hendur blaðamönnum Þjóð- viljans og DV fyrir skömmu þar sem átti að dæma fréttir þeirra ómerkar þar sem heinfilda var ekki getið. Þótt viðkom- andi ráðhermm hafi ekki líkað „lekinn“ sem varð í þeirra ráðuneytum, var ekki 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.