Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 76
I OÐRU UOSI „Ég tel mig ekki vera fínan forstjóra og vona að aðrir séu á sömu skoðun“. Axel Gíslason, forstjóri VÍS á skrifstofunni. hennar höndum - enda fullt samkomu- lag okkar á milli hvað það varðar. Hins vegar fengum við okkur stærra hús fyrir skömmu og þá varð að sam- komulagi innan fjölskyldunnar að allir sameinuðust um að taka þátt í heimil- isstörfunum." - Telur þú þig vera góðan pabba? „í seinni tíð hef ég áttað mig á mik- ilvægi þess að eyða tíma með dætrum mínum en því miður hef ég að sumu leyti misst af þeirri ánægju að fylgjast með uppvexti þeirra. Nei, ég tel mig ekki slæman föður en víst er að ég gæti verð betri pabbi. Ég fylgist t.d. með námi þeirra og áhugamálum og þær stundir sem við förum saman á skíði eru ómetanlegar. Hins vegar sér koman mín meira um umönnun þeirra og þarfir. Nú eru þær 11 og 12 ára og framundan er mikið þroska- tímabil í ]ffi þeirra sem ég hlakka til að fá að fylgjast með - enda ákaflega stoltur af þeim.“ Axel bætir við að eftir að dætur þeirra komust á legg hafí eiginkona hans ákveðið að hefja nám í Öldunar- deild Menntaskólans við Hamrahlíð en síðan fært sig yfir í Fjölbrautar- skólann í Garðabæ þar sem hún stefn- ir að því að ljúka námi. „Hún hefur afskaplega gaman af þessu námi og sjálfur er ég mjög ánægður yfir því að hún skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Nú er ég með þrjá nemendur á heimilinu," segir hann brosandi. Aðspurður segir Axel þau hjón sjaldan fara út að skemmta sér og talar um að þau fari aldrei á hefð- bundna dansleiki. „Við höfum aftur á móti mjög gaman af að fara f leikhús eða bíó - en gerum þó allt of lífið af því. Það sjáum við best þegar við látum verða af því að fara. Þess utan hittum við stundum vini og ættingja í heima- húsum og gerum okkur glaðan dag með góðu fólki. Annars má segja að við séu frekar heimakær - enda líður okkur best heima á milli þess sem við sinnum áhugamálunum sem ég hef þegar nefnt. “ Eins og komið hefur fram hefur Axel þegar lýst þeirri skoðun sinni að beint samhengi sé á milli þess að líða vel í starfi og stunda heilbrigt líf. Hann viðurkennir fúslega að hann sé í erfiðu og krefjandi starfi sem reynir á stund- um mjög á hann. Engu að síður segist hann alla tíð hafa sóst eftir slíkum störfum eins og marka má af starfs- ferli hans til þessa. Hann getur þess að lokum að lífs- skoðanir hans hafi óneitanlega mótast að nokkru leyti þegar hann sem strák- ur var í sveit hjá góðu fólki. „Þá sá ég að hægt er að leysa vandasömustu verk ef fólk vinnur sameiginlega að settu markmiði. Þess vegna trúi ég því að við, í þessu litla samfélagi, getum einnig leyst all- an vanda með sameiginlegu átaki. Ég hef einnig séð að það er sannarlega ekkert samasemmerki á milli peninga og lífsgæða. Því hef ég kynnst hjá mörgu góðu fólki sem búið hefur við kröpp kjör og því kynntist ég á skóla- árunum þegar við hjónin höfðum úr litlu að moða en vorum samt mjög ánægð með hlutskipti okkar.“ - Nú ert þú forstjóri í öflugu fyrir- tæki sem óneitanlega er eftirsóknar- verð staða. Fellur þú inn í hina dæm- igerðu ímynd sem fólk hefur af for- stjóra? „Ég get ekki séð að ég hafi breyst mikið við það eitt að taka við þessu starfi,“ svarar Axel. „Að minnsta kosti tel ég mig ekki vera fínan for- stjóra og vona að aðrir séu á sömu skoðun. Við höfum öll skyldum að gegna bæði gagnvart vinnunni, sjálf- um okkur og fjölskyldum okkar - hvaða starfi sem við gegnum. Ef okk- ur tekst að skapa jafnræði á milli þessara þátta án þess að einn þeirra yfirtaki annan - þá er vel. Að minnsta kosti reyni ég feta hinn gullna meðal- veg,“ sagði Axel Gíslason, forstjóri, áhugamaður um heilbrigt lífemi og síðast en ekki síst fjölskyldumaður, að lokum. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.