Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 69
anlandsdeild Ferðaskrifstofunnar Úr- vals sem þá var verið að setja á lagg- irnar. Þar starfaði hann í nokkur ár en hætti síðan um tíma á meðan hann vann hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands og síðar sem framkvæmdastjóri Sambands Fiskvinnslustöðva sem þá var innan vébanda Vinnuveitenda- sambandsins. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að taka þeim tækifærum sem bjóðast. Það eykur víðsýni og byggir upp reynslu," segir Knútur en ítrekar þó að störf að ferðaþjónustu bjóði upp á meiri fjölbreytni en önnur störf. „Þar er jafnan mikið að gerast og and- rúmsloftið bæði líflegt og spennandi. “ Hann bætir við að ekki hafi liðið á löngu þar til hann var genginn til liðs við Ferðaskrifstofuna Úrval aftur. í millitíðinni staldraði hann um þriggja mánaða skeið við í söludeild Flug- leiða. Árið 1987 tók Knútur við starfi framkvæmdastjóra Úrvals og gegndi því starfi þar til ferðaskrifstofurnar Úrval og Útsýn voru sameinaðar í lok síðasta árs. Þá tók hann við núverandi starfi sem framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar. Þegar hann er beðinn um að skil- greina starfssvið framkvæmdastjóra vefst honum í fyrstu tunga um tönn en segir síðan: „Það er ákaflega erfitt að skilgreina starf framkvæmdastjóra svo vel sé. Síðstu mánuðir eru varla marktækir hvað það varðar. Stór hluti þess tíma hefur farið í ýmiss konar áætlunar- gerð sem óneitanlega fylgir því þegar tvö fyrirtæki eru sameinuð. Á þessu tímabili hef ég setið marga fundi þar sem farið hefur verið yfir stöðu mála; fortíðin skoðuð og gerðar áætlanir um framtíðina. Þá hefur drjúgur tími farið í ýmis stór og smá mál sem fylgja slíkri sameiningu," segir hann. - Er starf framkvæmdastjóra eril- samt starf? ,Já, ég get ekki neitað því,“ segir hann. „Ég mæti í vinnuna klukkan átta á morgnanna og er sjaldnast kominn heim fyrr en á bilinu 6 - 8 á kvöldin. Starf framkvæmdastjóra er auðvitað stjómunarstarf en þó koma hin ýmsu mál inn á borð til mín. Ég eyði miklum tíma í símanum og e.t.v. er það sá þáttur sem er hvað tíma- Hlaupagikkurinn Knútur Óskarsson á þoninu sem hóf göngu sína árið 1984. frekastur. Það virðist nefnilega vera lenska að fólk sem á ólík erindi við Úrval-Útsýn virðist allfaf vilja tala beint við framkvæmdastjóra í stað þess að bera erindið upp við aðra starfsmenn sem oftar en ekki geta leyst málið.“ - Það getur þá stundum verið erfitt að ná í þig? ,Já, það getur verið erfitt þegar mikið er um fundi og síminn þagnar ekki,“ segir hann og hristir höfuðið. „En ég reyni samt að sinna þeim skilaboðum sem koma inn á borð til mín og þekki það sjálfur hversu pirr- andi það er að ná ekki sambandi við þá aðila sem ég þarf að ná í.“ Knútur neitað því aðspurður að hann sé þessi dæmigerði, einangraði m.a. heiðurinn af Reykjavíkurmara- yfirmaður sem lokar sig af inni á skrif- stofu án tengsla við hinn almenna starfsmann. „Ég vona að minnsta kosti að starfsfólkið hafi ekki þá mynd af mér,“ segir hann brosandi. „Ég er svo heppinn að með mér vinnur mjög hæft og gott starfsfólk og sameigin- lega reynum við að vinna í þágu fyrir- tækisins. Sjálfur er ég aðeins einn hlekkur í þeirri keðju.“ Við tölum um starfið og erilsaman vinnudag framkvæmdastjórans Knúts Óskarssonar og það fer ekki á milli mála að hann hefur mikinn áhuga á starfi sínu. En lífið er ekki bara salt- fiskur. Skyldi önnum kafinn athafna- maður nokkum tímann hafa tíma til þess að sinna áhugamálum sínum og 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.