Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.02.1990, Blaðsíða 64
UPPLÝSINGAR ,Já, að einhverju leyti en ég vil einnig benda á þá staðreynd að mark- aðskannanir eru ekki meðal við öllum sjúkdómum. Fjölmiðlafyrirtæki not- ast nú þegar við markaðskannanir en forráðamenn þeirra eru núna famir að tala um að fá nákvæmari og víðtækari upplýsingar til þess að þeir geti farið til auglýsenda og lagt staðreyndirnar á borðið. Og einnig til að þeir geti framleitt efni sem fólk hefur áhuga á. Markaðskannanir svara samt aldrei öllum spurningum fólks. Það verður alltaf þörf fyrir fólk sem kann að not- færa sér tölfræðina sem fæst út úr þeim og kann að lesa úr þeim upplýs- ingar sem koma síðan að notum.“ ALLTAF HEIMAMENN Gallup fyrirtæki em til staðar í 46 ríkjum víðs vegar um heim. „Gallup er best lýst þannig að við séum mjög náinn vinahópur," segir Mathers. „Stefna okkar er sú að ráða alltaf heimamenn í viðkomandi löndum til þess að sjá um starfsemina. Gallup fyrirtækin eru sem sagt í eigu heima- manna á viðkomandi stað. í Bretlandi er Gallup í eigu fimm Breta og ég er einn af þeim,“ segir hann. Mathers má vera ánægður því á síðasta ári velti Gallup í Bretlandi nærri 5 millj- ónum punda og hann segir að ef allar áætlanir standist muni fyrirtækið velta 6 milljónum á næsta ári. „Það er skoðun okkar að enginn þekki land betur en fólkið sem á heima þar og þess vegna fáum við alltaf hæft fólk í viðkomandi löndum til að sjá um starf- Gallup vann að forkönnun fyrir ríkisstjórnina í Bretlandi áður en stóru ríkisfyrirtækin voru seld. Álit almennings var þrautkannað áður en ríkisstjórnin fór út í þá viðkvæmu sálma að selja eignir ríkisins. Einnig var kannað hvort almenningur hefði yfirleitt efni á að kaupa hlutabréf. semina fyrir okkur. “ Á vegum Gallup í Bretlandi eru 120 starfskraftar í fullu starfi svo og 50 símaspyrjendur í hlutastarfi og 500 spyrjendur sem ganga í hús. Það er þó töluverður munur á starfsaðferðum hér og í Bretlandi. Við kannanir hér er nær eingöngu notast við símann en í Bretlandi ganga spyrjendur á milli húsa þegar kannan- ir eru framkvæmdar. Mathers sagði ástæðuna vera þá að í Bretlandi væri ódýrara að láta fólk fara í hús en að láta það nota síma og auk þess væri sími ekki alveg jafn útbreiddur þar og hér. „Veðrið ræður ferðinni hér á landi. Það er ekki hægt að láta spyrj- endur ganga á milli húsa í þessu veðri hérna,“ sagði Mathers. „Önnur ástæða er sú að íslendingar virðast vera mjög vanir því að tala í síma. í Bandaríkjunum er sími einnig notaður mjög mikið við framkvæmd kannana. En þar er önnur ástæða sem ræður notkun símans. Sum svæði eru hrein- lega hættuleg og þess vegna er eina leiðin til að tryggja öryggi spyrjend- anna að nota símann. Þar, líkt og hér, er fólk einnig mjög vant því að nota símann og útbreiðsla símans er líka mjög almenn í Bandaríkjunum.“ FYLG8T MED PLÖTUSÖLU Gallup var stofnað fyrir rúmum fimmtíu árum. Mathers segir að margt hafi breyst síðan þá. „Fyrir- tækið var stofnað fyrir daga tölvu- tækninnar og þá þurfti auðvitað að vinna úr öllum upplýsingum á miklu seinvirkari hátt. Urtökin, sem voru tekin þá, voru miklu minni og kannan- ir fátíðari. Núna framkvæmum við kannanir um allt milli himins og jarðar. Þótt úrval kannana hafi aukist stór- kostlega er mesti munurinn fólginn í þeim möguleikum sem við höfum til að vinna úr þeim upplýsingum sem við söfnum. Við söfnum t.d. upplýs- ingum fyrir tónlistarvinsældalistana í Bretlandi og þeir eru settir saman með hátæknilegum aðferðum. Við látum örsmáar tölvur í verslanimar og þegar plata selst les tölvan pöntun- arnúmer tiltekinnar plötu. Móður- tölvan hjá okkur hringir síðan í allar verslanirnar á nóttunni og tekur við upplýsingum frá litlu tölvunum, þann- ig að við vitum á hverjum degi hvaða plötur eru söluhæstar." Að sögn Mathers er vitnað í skoð- r* 1 Viltu losna við textainnsláttinn? Æ lÉgk .AU S N sími: 687033 Við seljum RECOGNITA textales- | hugbúnaðinn fyrir PC tölvur ti'-'-i \ Veitum þjónustu HÖFUÐ, 1 VIO textaskonnun Skeifan 19.3. haað 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.