Alþýðublaðið - 25.07.1969, Blaðsíða 10
10 Alþýðublaðið 25. júlí 1969
Híamingjan
er
íjyerful
SuSan
cylShe
18.
Helen tók æðaslátt móður sinnar. Hannf var hrað-
ur en ekki ógnvekjandi hraður og þegar hún horfði
á hana skildi hún, að þetta áfall var frekar vegna
móðursýki en hjartveiki. IVIamma hennar ætlaði að
koma í veg fyrir, að Gilda færi og hún hafði æst sig
upp af fúsum vilja. Helen sá, að Gilda starði á hana
og hún skildi, að systir hentrar lék sinn slægvitra
leik sem fyrr. Hún ætlaði alls ekkert að fara. Þetta
atriði var leikð til heiðurs fyrir Pétur og hann var
eins og vax í höndunum á tveim samvizkulausum
konum.
Nú leit hann í augun á Gildu. — Segðu henni,
að þú farir hvergi! Ætlarðu að ráða henni bana?
Gilda gekk að rúminu og tók um lífvana fingur
móður sinnar. — Ég heiti þér því.
Frú Drake andvarpaði og sofnaði á stundinni.
— Þú þarft að fá hjúkrunarkonu. Pétur vildi
gera allt, sem hann gat gert. — Ég skal reyna að
ná í hjúkrunarkonu og annað það, sem móðir þírr
þarfnast. Það er nóg til á óðalsetrinu.
Já, auðvitað var það arfurinn! Nú vissi Helen,
hvers vegna þær höfðu sett þennan leik á svið.
Gilda og frú Drake ætluðu ekki að láta Helen í friði
núna, þegar Pétur hafði erft allt þetta.
Aftur hafði hún beðið ósigur og nú myndi hún
aldrei losna við systur sína.
Helen komst að því sér til sárrar skapraunar, að
allir í bænum voru mótsnúnir henni eftir að Pétur
erfði óðalið. Helen vissi, að það var Ethel Ruthley,
sem stóð á bak við þetta allt. Aðeins ein gat lækkað
í henni rostann og það var bróðir hennar.
Seint um kvöldið læddist hún yfir til dýralækn-
isins. Lloyd virtist undrandi yfir að sjá hana og
hann flýtti sér að loka að baki hennar. Elskan mín,
hvað hefur komið fyrir?
— Systir þín hefur rógborið mig út um all-
[ an bæ. Þú verður að fá hana til að hætta að segja
þessar lygasögur um lát Farrels. Ég var alls ekki í
skóginum daginn, sem hann datt af baki og hvern-
ig hefði 'Srrati þá átt að gera hestinn, sem Farrel
reið á fælinn?
Lloyd andvarpaði með slíkum létti, að Helen leit
undrandi á hann.
— Þær slúðursögur, sagði hann og hló við. —
Það trúir þeim enginn — fólki finnst bara gaman
að tala. Ég hélt, að þú ættir við... Hann beit sér
á vör eins og hann væri að leita að réttum orðun-
um og svo sagði hanrn — Það er skárra að leyfa
Ethel að segja furðulegustu lygasögur, sem auðvelt
er að hrekja, en að nokkur viti sannleikann um
dauða Filips Farrell. '
— Sannleikann? endurtók Helen. — Hvað áttu
við, Lloyd?
— Það er erfitt fyri mig að segja þetta, Helen.
en það er bezt að þú fáir að vita það. Ég, var kallað-
ur á vettvang sem dýralæknir, þegar hesturinn fæld
ist eftir að Farrell datt af baki og reif sig á gadda-
vír. Þá sá, ég, að ístaðið var brostið. ístaðið, sem
Pétur bjó til.
Helen skildi hvorki upp né niður, en hann hélt
áfram máli sínu: — Nýtt leður brestur ekki fyrir-
varalaust, Helen, ekki það leður, sem Pétur notar
— og hann var einkaerfingi Farrells.
Helen starði skelfingu lostin á hann. —Held-
urðu, að Pétur hafi...
— Auðvitað held ég ekki, að Pétur hafi viljandi
búið til gallað ístað. Þótt ég kunni ekki vel við
hann, þekki ég hann of vel til að hafa hann grunað-
ari um þetta. Kannski var það þessi brottför Gildu
frá Rilminster, sem olli því að hann var viðutan.
Kannski hefur hnífurinn runnið til í hönd hans og
gert leðrið þynnra á þýðingarmiklum stað.
— Var það brostið ístað ,sem orsakaði dauða
Filips Farrel... tautaði Helen hræðslulega. — Ég
hef aldrei vitað til þess, að Pétur ynni verk sitt
illa. Ö, Lloyd! Það væri voðalegt fyrir hann, ef þetta
fréttist. Heldurðu... heldurðu, að lögreglanr geri
eitthvað?
— Líkskoðunin er á morgun og þá fáum við að
vita, hvað lögreglan heldur. Frá mér fær enginn að
vita um þetta. Ég óttaðist aðeins slúðurkerlingamar
— þú veizt, hvernig fólk er hérna í Rilminster.
Hvort hún vissi!
Hvað ætti ég að gera án þín, lloyd? sagði hún
fegin og þakklát. — Þú ert svo góður við mig. Ég
skal alltaf muna þér þetta! Hvað á ég að segja Pétri?
— Við skulum bæði þegja, sagði Lloyd ákveðinn.
— Ég skal annast þetta.
15. kafli.
Einhvern veginn tókst Helen að halda áfram að
berjast og henni tókst líka að virðast róleg þar sem
hún stóð við hiðina á Pétri í réttarsalnum.
Fyrst gaf hestasveinninn skýrslu og sagðist hafa
riðið rétt fyrir aftan húsbónda sinn, þegar hestur-
inn hefði prjónað. Óðalseigandinn var látinn, begar
hestasveinninn kom til hans.
•
Síðan sagði lögreglu þjónn, að það hefði verið
gert boð fyrir hann og að hann hefði séð Farrell
borinn heim að óðalinu.
Síðan átti Lloyd að gefa skýrslu. Hann reis á
fætur glæsilegur að sjá. Andlit hans var alvarlegt
en röddin ákveðin þegar hann sagði:
—> Eftir meiðslum hestsins að dæma, hefur
hann festst í kanínuholu og snúist á fæti. Síðan
hefur hann prjónað af sársauka og kastað knapan
um af hestinum. Mín skoðun er sú, að maður sern
fór jafnsjaldan á hestbak og Farrel hefði átt að
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
:
I
I
i:
I
I
Smáauglýsingar
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast vlðgeirðir og viðhald á tréverki
húseigna yðar, ásamt breytinigum á nýju og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véllairlok
— Geymslulok á VoliksWagen í allfiestixm litum.
Sklptum á einum degi með dagsfyrirvaæa fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25,
Símar 19099 og 20988.
GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS
eg góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787.
BIFREIÐA STJÓRAR
Gerum við allár tegundir bifreiða. — Sérgrein:
hemlaviðgerðir, hem’lavarahlutir.
Hemlastillinig h.f., Súðavogi 14, Sími 30135.
BÓLSTRUN — SÍMI 83513.
Hef fluitt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bóistruö
húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28,
sími 83513.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf-
ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, innan og utan
borgarinnar.
*
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
MATUR OG BENSÍN
aHan sólarhringinn.
Veitingaskáiinn, Gelthálsl.