Alþýðublaðið - 30.07.1969, Side 3

Alþýðublaðið - 30.07.1969, Side 3
Alþýðublaðið 30. júlí 1969 3 Hvert ætlarðu um helgina? □ Nú fer verzlunarmaimahelgiíi í hönd, en þá nær sumarumferðin vanalega hámarki úti á þjóðvegum. Fóik streymir tugþúsundum saman úr þétbýlinu og út í sveitirnar. Á nokkrum stöðum eru skipulögð hátíðahöld, og þangað fara væntanlega flestir. Við skruppum út í gær og spurðum nokkrar ungar mann- eskjur, sem við hittum á förnum vegi, hvert förinni væri heitið um helgina. Spurningin var á þessa leið: Hvert hefur þú hugsað þér að fara um verzlunar- mannahelgina? Stefán Stefánsson: — Ég ætla í Húsafellsskóg, — Fórstu þangað í fyrri? — Nei, ég fór í Þórsmörk. Kristján Thorarensen: — Ég fer í Húsafell með Stef- áni. □ Gríski skipakóngurinn Aristoteles Onassis gaf Jacqie, konu sinni, 40 karata demant í gær, en hún varð þá 40 éra að aldri. Önnur gjöf, sem hún fékk voru eyrnalokkar úr gulli og eðalsteinum. Þeir voru þann- ig gerðir, að í gullkeðju hanga tveir rúbínar sem eiga að tákna jörð og mána, en milli þeirra var örsmátt líkan af tunglfar- inu Apollo 11, | Húsafellsméfið um verzlunarmannahelgina: Viljum fremur 20000 góða gesti en 2000 slæma Stefán Ingólfsson: — Ætli maður fari ekki eitt- hvað, en það verður ekki langt Maður hefur ekki of góða reynslu af veðrinu Gyða Brynjólfsdóttir; / — Ég verð í bænum Karl Jensson : ’ — Ég verð að vinna um Verzl unarmannahelgina — Hvað vinnur þú? — Ég er barþjónn á Hótel Loftleiðum Einar Orn Einarsson: — Ég ætla mér að fara í Húsafell — ég fór þangað líka í fyrra Guðfinna Helgadóttir: — Ég ætla í Húsafell með þremur vinkonum mínum. Bergþór Bergþórsson: — Ég ætla út á land ,en ekki þangað sem fólkið flykkist. Ætii ég f ari ekki vestur í Bj arkalund og síðan norður. Reykjavik — HEH. □ Húsafellsmótið hefst á laug- ardag. Þar verður mjög fjöl- breytt dagskrá sem miðuð er við hæfi fólks á öllum aldri. Þær breytingar hafa orðið á dagskrá mótsins að prófessor Jón Helgason mun ekki flytja aðalræðuna þar sem hann sér sér ekki fært að koma til íslands á þessum tíma, en í hans stað mun Bjarni M. Gíslason, sem einnig er búsettur í Danmörku, tala á mótinu. Þá var ráðgert, að rússneskir dansarar skemmtu á mótinu í Húsafellsskógi, en af því verður ekki, þar sem þeir lentu í bílslysi einhversstaðar í Evrópu fyrir nokkrum dögum. RÚSSNESKU DANSAR- ARNIR í BÍLSLYSI í stað rússnesku dansaranna mun hollenzkur fjöllistartrúður skemmta mótsgestum, en hann heitir Carl Ohlds og leikur m.a. á klarinettu sög og fleiri verk- færi. Samvinna hefur tekizt milii UMSB, sem stendr fyrir mótinu í Húsafellsskógi um helg ina, og Loftleiða um ferðalag Ohlds hingað til lands. Á Húsafellsmótinu verður keppt í ýmsum íþróttum. í hand bolta keppa meistaraflokkslið FH og Hauka í Hafnarfirði. Þá gefst mótsgestum kostur á að horfa á „gullaldarlið1 keppa í knattspyrnu. Gamlir keppinaut- ar úr Skallagrími og Ármanni etja kappi saman í körfuknatt- leik. íþróttafólk úr UMSK, HSH og UMSB tekur þátt í frjáls- íþróttamótinu. Fer þar fram bæði keppni í karla- og kvenna greinum. TÁNINGAHLJÓM- SVEITAKEPPNI í Húsafelli eru sæmilegar að- stæður til keppni — ágætt tún. Af dagskrárliðum má nefna, að Alli Rúts stjórnar keppni sjö táingahljómsveita sem keppa um titilinn „Táningahljómsveit in 1969.“ Mótsgestir og dómnefnd at- vinnuhljóðfæraleikara munu dæma um hæfni táningahljóm- sveitanna. Dómnefndina skipa Björn R. Einarss., Ingimar Ey- dal, Gunnar Þórðarson, Karl Sighvatsson, Jón Múli Árnason og ef til vill einhverjir fleiri. Fyrstu verðlaun í hljómsveita keppninni eru 15.000 krónur. AÐGANGSEYRIRINN . 400 KRÓNUR Aðgangseyrir að mótssvæðinu fyrir allan mótstímann verður 400 krónur fyrir fullorðna og er það fyrir tjaldstæði og öll skemmtiatriði. Börn og ungling ar innan við fermingu sem eru í fylgd með foreldrum sínum, fá ókeypis aðgang að mótssvæð inu. Þess skal getið, að að gangs eyrir fyrir unglinga, sem koma í hópferðum í Húsafellsskóg er 400 krónur. Aðgangseyrir fyrir þá, sem verða þar aðeins yfir sunnudaginn er 200 krónur. FÓLK UNDIRBÚI SIG VEL Vilhjálmur Einarsson í Reyk- holti sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að aldrei væri nægilega brýnt fyrir fólki að undirbúa sig nægilega vel, áður en það færi að heiman á mót sem þetta. Er ástæða til að benda fólki á, sem ætlar í Húsa fellsskóg um helgina, að kaupa sér bækling með dagskrá móts- ins og ýmsum ráðleggingum varðandi útbúnað, sem fæst víða í söluturnum í Reykjavk og víða úti um land. TVÆR S JÚKRAFLUG VÉLAR r. . • I Tveir læknar verða í Húsa- felisskógi um helgina með vákt allan sólarhringinn. 2 sjúkra- flugvélar frá Flugskóla Helga Jónssonar verða staðsettar við Húsafell allan mótstímann og gefst mótsgestum kostur á að fljúga í sýnisferðir um nágrenn ið í þeim. Þá verður björgunar- sveit staðsett við mótssvæðið þann tíma, sem mótið stendur yfir. ÁFENGIÓÞARFUR ; FÖRUNAUTUR „Það eina, sem gæti komið í veg fyrir að þessi mót verði haldin í framtíðinni í Húsafells skógi er að mótsgestir misnoti áfengi á þeim,“ sagði Vilhjálm- ur Einarsson. Hann sagði enn fremur, að það væri víðtæk reynsla fyrir því að algert á- fengisbann yrði að ríkja á slík um mótum, þar sem þúsundir manna söfnuðust saman. Dagskrá mótsins í Húsáfells- skógi er undh’búin á þann veg, að áfengi er algerlega óþarfur förunautur. j Frh. á 15. síðu. ;

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.