Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 3
"FÉLAGSMÁLAFARGAN Stjórn Félags almenningsbókavarða ætlar aó leggja til gagngera endurskoóun á aóild félaga innan Bókavarðafélags Islands. Er þar ekki átt við fólagana, heldur félögin! Allt of mörg félög eru starfandi innan bóka- safnageirans, um það virðast flestir sara- mála . Oft hefur reynst erfitt að manna allar þær stjórnir og nefndir sem ætlast er til ár- lega, en nú keyrir um þverbak. Stjórn FAB hefur velt þessum málum talsvert fyrir sér og sér I augnablikinu ekki vænni kost en afturhvarf til deildar innan BVFl. Þó hafa aðrir möguleikar verió ræddir. Næstu s t jórn verður falið að ræða við stjórn Bóka- varðafélagsins og leggja fram tillögur til afgreiðslu á aðalfundi FAB 1992. Þá mun stjórninni einnig verða falið að ræða við stjórnir Félags rannsóknarbókavarða og Skólavörðunnar varðandi þetta mál. Ef einhver félagi hefur áhuga á að sitja í stjórnum og nefndum á vegum FAB, og það hefur farið fram hjá okkur, er hann beðinn að hafa samband hið snarasta. Kveðja Stjórn Fólags almenningsbókavaróa. 3

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.