Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 4
SAMVINNA SKÓLA OG ALMENNINGSBÓKASAFNA. NámskeiA á vegum NORDBOK I Oslo dagana 12.- 16. nóvember 1990. Námskeióió byggði á fyrirlestrum um efnió og frásögnum af samvinnu I ýmsu formi. Fyrirlesarar voru frá Svíþjóó, Noregi, Danmörku, Finnlandi og íslandi, þannig að hægt var aó fá heildarmynd af stöóunni á Noróurlöndum í lok námskeiósins. Þessi lönd áttu einnig aðra þátttakendur en fyrirles- ara, þó fæsta sænska. Við vorum fjórar frá íslandi, auk fyrirlesara. Aóstæóur eru mismunandi í hverju landi. í Danmörku eiga góó skólabókasöfn sór langa sögu og eru talin ómissandi, meóan Svíar hafa lagt áherslu á að framleióa sem full- komnust námsgögn og minnka þar með þörf á skólabókasöfnum. í Noregi virðist æ meiri áhersla lögó á samvinnu skóla og almenn- ingsbókasafna og tilraunir um samstarf af ýmsu tagi eru allnokkrar. I Finnlandi eru fá góó skólabókasöfn en samstarf skóla og almenningsbókasafna nokkuó, þá aóallega að frumkvæði kennara. í Danmörku og Svíþjóð hafa kennarar og annaó skólafólk koraist aó því aó svonefnt "dulið ólæsi" hefur aukist mjög mikió á undanförnum árum. Vilja Svíar kenna því um að aðal- áhersla hefur verið lögó á aó kenna nemendum aó vinna; kenna þeim tæknileg vinnubrögó vió aó tileinka sér námsefni og læra. Danir bentu ekki á neinn sérstakan sökudólg en I þessum löndum hefur námsskrá nú verið breytt þannig að bókmenntalestri er gert hærra undir höfði en óóur. Leitast er vió að sam- eina lestur góóra bókmennta sem þroska mál- tilfinningu og auka oróaforða og þjálfun í aó nota málió. Þetta er allrar umhugsunar vert. 4

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.