Fregnir - 01.12.1991, Blaðsíða 2
-2-
NORRÆN SAMVINNA : starfsemi NORDINFO &rið 1991
Ný stjóm
Um næstu áramót lýkur stjórnartimabili því sem staðið hefur sl.
þrjú ár. Fram undan eru ýmsar breytingar á stjórn og starfi
NORDINFO elns og sagt var frá í 1. tbl. Fregna á þessu ári. Nú er
komið að þvi að skipa nýja stjórn og verða stjórnarmenn framvegis 9
i stað 14, tveir frá hverju landi nema einn frá íslandi. Engir
varamenn verða skipaðir nema fýrir íslendinginn.
Stjórnsýsluembætti bókasafnsmála áttu að skila tillögum um þrjú
nöfn til norrænu menningarmálanefndarinnar sem síðan velur úr
þeim og mælir með til embættismannanefndarinnar hvernig stjórnin
verði skipuð. Nú elga fulltúar notenda að vera með en meiri hlutinn
verður þó úr bókasafna- og upplýsingageiranum. Óliklegt er að
embættismannanefndin skipi stjórnina fyrr en á fyrstu mánuðum
næsta árs.
Framkvæmdastjóri NORDINFO hvatti eindregið til þess að ekki
yrði skipt um alla stjórnarmenn og því hafa víst allir þeir sem sæti
áttu i framkvæmdastjórninni verið tilnefndir áfram hver í sínu landi.
Á sama tíma er nefnd á vegum Norðurlandaráðs (FIN-FORSK)
með skurðarhnífinn á lofti og hefur kannað starfsemi fjölda
norrænna stofnana og nefnda á sviði rannnsókna og menntamála i
því skyni á fækka þeim og færa fjármagn t.d. til norræna
kvikmyndasjóðsins. Liklegt er þó að athugunin taki svo langan tíma
að NORDINFO starfl eftir nýja fyrirkomulaginu næsta stjórnartímabil
(3 ár).
Stuðningshópurinn (26 manns) sem stofnaður var í jan. 1991
hefur reynst hinn besti bakhjarl. Undirrituð hefur gjarnan haft
samband við einstaklinga þar fyrir og eftir fundi og í kringum
heimsókn Maurice Line og allir hafa þeir fengið skýrslu um fundina
jafnóðum. Vonandi hefur það orðið til þess að bókavörðum finnst
starfsemi NORDINFO ekkl eins fjarlæg og ella væri.
Afleiðingar breyttra starfshátta og helstu verkefni
Nú hafa verið samdar nýjar starfsreglur. Framvegis er ætlast til
að NORDINFO sinni einkum stærri þróunarverkefnum sem stjórnin
eigi frumkvæði að. Ekkert kemur þó í veg fyrir að einstaklingar
komi tillögum sínum á framfæri og þeim fylgja engar skuldbindingar,
t.d. um verkefnisstjórn.
Stærsta nýja verkefnið á vegum NORDINFO er um svokallað
norrænt SR-net og er það undir stjórn Liv Holm hjá RBT í Noregi.
Þetta er umfangsmlkið og fjárfrekt verkefni og tengjast því margir
aðilar. Andrea Jóhannsdóttir er i vinnuhópi um verkefnið en Island
á ekki fulltrúa i stjórn þess. ISO hefur samþykkt staðla um hvernig
millisafnalán (ILL) og leit og yflrfærsla (SR= search and retrieve)
geta farið fram milli tveggja tölvuvæddra bókasafnskerfa. Með því að
taka þessa staðla upp geta notendur norrænu kerfanna notað
gagnabrunna í öðrum kerfum eins og þeir væru þeirra eigin.
Verkefnið stuðlar einnig að útbreiðslu þekkingar á OSI-stöðlum á
Norðurlöndum.