Fregnir - 01.12.1991, Blaðsíða 10
-10-
NÁMSTEFNA í KAUPMANNAHÖFN
Dagana 7.-9. júní 1991 sóttu undirritaðar námstefnu á
Schæffergárden í Kaupmannahöfn. Yfirskrift hennar var Cultural
heritage and humanities research : problems and possibilities in the
light of new technology (Menningararfurinn og rannsóknir í
hugvísindum : vandamál og möguleikar í ljósi nýrrar tækni).
Námstefnan var haldin af NORDINFO i samvinnu við British Library
Research and Development Department og var sú fimmta í röð
svonefndra ensk-norrænna námstefna.
Námstefnan var haldin i framhaldi af rannsókn Harriet
Lönnqvist: Humanister söker information eller "Mötet med den
litauiske skoputsaren" : intervjuundersökning bland humanistiska
forskare i Norden. Esbo : NORD, 1988. (NORDINFO-publikation : 13)
og hringborðsráðstefnu NORDINFO um ástand upplýsingamiðlunar í
hugvísindagreinum, sem haldin var í Kaupmannahafnarháskóla 7.-8.
des. 1988. Þá ráðstefnu sóttu þeir Þorleifur Jónsson og Kristján
Búason og birtist greinargerð Kristjáns, Upplýsingamiðlun í
hugvísindum og þjónusta rannsóknarbókasafna, sem fylgirit með
Fréttabréíl Háskóla íslands 4. tbl. 11. árg. apríl 1989.
Þátttakendur voru flestir frá skjala- og minjasöfnum eða
sérefnisdeildum rannsóknarsafna, frá rannsóknastofnunum i
upplýsingafræðum hugvísinda svo og nokkrír fulltrúar fræðimanna.
Námstefnan fór fram á ensku og voru helstu þemu hennar:
Humanities information research, Multimedia facilities for the
humanities, Information technology and humanities information :
with special reference to teaching, Information technology and
humanities information : the user's perspective, Cooperation in
humanities information, Access to databases. Fluttir voru tveir til
þrir fyrirlestrar um hvert þema og gefinn kostur á umræðum eftir
hvern fyrirlestur.
Um fyrsta þemað ræddu þeir Paul Sturges frá Englandi og
Jostein H. Hauge frá Noregi og sögðu frá sínum stofnunum, þ.e.
Humanities Information Review Panel og NAVs EDB senter for
humanistísk forskning, en þær sinna m.a. rannsóknum og ráðgjöf á
sviði upplýsingaþjónustu og hagnýtingu nýrra tæknimiðla í þágu
rannsókna í hugvísindum.
í öðru þema var fjallað um hagnýtingu íjöltækni við varðveislu og
skráningu viðkvæmra gagna og sagt frá Archivet för ljud och bild í
Stokkhólmi, Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn og Þjóðbókasafni
Norðmanna i Mo i Rana en á þessum stöðum er unnið með texta- og
myndagagnagrunna og skrár þar sem tengdar eru saman litskyggnur,
skráningartexti, uppdráttur o. fl. Nýjustu tækni er einnig beítt við
varðveislu hins talaða orðs. Hér var jafnframt minnt á að huga þurfl að
því að halda við "gömlum" tækjum svo unnt sé að skoða og vinna með
efni sem geymt er á eldri miðlum svo sem segluböndum, stálþráðum
o. fl.
í þriðja þema var hugað að nýtingu nýrra tæknimiðla í kennslu
og þar m.a. sagt frá notkun "interaktiv video" í tungumálakennslu í
Noregi og tilraunaverkefni í breskum háskólum þar sem notuð var
tölvu- og fjölmiðlatækni við kennslu í húmanískum greinum.