Fregnir - 01.12.1991, Blaðsíða 1

Fregnir - 01.12.1991, Blaðsíða 1
-1- KERFISBUNDIN EFNISORÐASKRÁ (thesaurus) Síðastliðið sumar veitti Menntamálaráðuneytið undirrituðum styrk til þess að hefja samantekt á kerfisbundinni efnisorðaskrá. Hér er um almenna efnisorðaskrá að ræða og tekur hún að hluta til mið af efnisorðum sem þegar eru i notkun 1 nokkrum framhaldsskólum og var orðanotkun þeirra samræmd. Skráin hentar þó jafnframt almennum söfnum. s.s. almenningsbókasöfnum og bókasöfnum í grunnskólum. Við gerð efnisorðaskrárinnar er í megindráttum fylgt reglum alþjóðlegs staðals ISO 2788/1986 sem gefinn var út nú um mánaðamótin (nóv./des. 1991) hjá Staðlaráði íslands se ÍST 90 undir titlinum: Heimildaskráning - leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli. Efnisorðaskráin skiptist í eftirfarandi tvo hluta: a) Stafrófsröðuð framsetning. Þessi hluti er jafnframt meginhluti skrárinnar. í honum eru valorð (preferred term) og vikorð (non-preferred term) í einni stafrófsröð. Valorð eru rituð með hástöfum en vikorð með lágstöfum til aðgreiningar. Sýnd eru innbyrðis tengsl milli valorða, þ.e. víðarl heiti, þrengri heiti og skyld heiti. b) Stigveldisskipt framsetning. í þessum hluta eru yfirheiti í stafrófsröð og er stigveldisskipan sýnd með inndrætti. í stigveldunum eru eingöngu valorð. Vinnsla og uppsetning efnisorðaskrárinnar byggir á bresku tölvuforriti, TINterm, sem er i eigu flokkunarnefndar. Stefnt er að þvi að gefa skrána út á næstunni sem tilraunaútgáfu. Margrét Loftsdóttir Þórdís Þórarinsdóttir NÝIR BÓKASAFNSFRÆÐINGAR HAUSTIÐ 1991 OG LOKAVERKEFNI ÞEIRRA 2 nýir bókasafns- og upplýsingafræðingar luku prófi í október 1991. Þeir eru: Jóhanna G. Aðalsteinsdóttir og Kolbrún Andrésdóttir: Skrá yflr efni um fatlaða. Auk þeirra luku tveir starfsréttindanámi Elin Guðjónsdóttir: Þarfaþing : samskrá um islensk tímarit á mið- og skólasöfnum (ásamt Solveigu H. Gísladóttur) Hrafnhildur Heba Wilde: Flokkun bókmennta og tungumála : nýjar leiðir og endurbætur á gömlum.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.