Alþýðublaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 12
Ritstjóri: Örn Elðsson (HSÓTTIR Ameríska kvikmyndastjarnan Shirley MacLaine hefur um margra ára skeið notið þess vafa sama heiðurs að vera á listanum yfir 10 verst klæddu konur heimsins að dómi bandarískra tízkusérfræðinga. En nú er hún skyndilega horfin úr tölu þess- ara illa klæddu kvenna. Ástæð- an er sú, að það er komið í tízku að ganga druslulega til fara, svo að Shirley má búast við að kom ast á hverri stundu á listann yfir 10 bezt klæddu konur heimsins án þess að hafa breytt klæða- þurði sínum nokkurn skapaðan felut. IIR ÓHEP KSMIÐJU Heimsmeistarakeppni á sjóskíðu mfer fram í Bags- værd um þessar mundir. Þessar tvær dönsku stúlk- ur eru og hann er býsna ánægður með dömumar, eins og sia ma. □ Eigendur verksmiðjutog- afeans ,,Helsing“, sem er fyrsti og eini verksmiðjutogari Eiaha, hafa verið mjög óheppn- ir. með rekstur skipsins. Þeir gerðu ráð fyrir að eftir tvéggja Ánaánaða reynslutíma myndu fiskvinnsluvélar skipsins vinna með fullum afköstum. Reynd- in hefur orðið önnur, þar sem reynslutíminn hefur orðið 9 mánuðir og stöðugar bilanir á kerfinu. Síðast urðu eigend- urnir að horfa á eftir 25 þús- und kílóum af fiski í hafið eft- ir að fiskvinnsluvélarnar höfðu stöðvast. Nú er í ráði að end- urbyggja fiskvinnslukerfi skipsins. Meistaramót Reykjavíkur (að- alhluti) fer fram á Laugardals- vellinum miðvikudaginn 6. ág- úst og fimmtudaginn 7. ágúst, og hefst keppnin bæði kvöldin kl. 8. Keppni mótsins er stigakeppni þannig að fyrsta manni eru reiknuð 7 stig, næsta 5 stig, þriðja 4 stig og þannig koll af kolli. Keppa Reykjavíkurfélög- in um sæmdarheitið „Bezta f r j álsíþróttaf élag Reykj avíkur 1'969“, en þann titil árið 1969 hlaut KR eftir snarpa keppni við ÍR. Er ekki að efa, að keppni fé- laganna í ár verður ekki síður spennandi en áður, ekki sízt þar sem KR hefur misst þann mann úr sínum röðum, sem flest ein- staklingsstig hlaut í fyrra og oft áður, en það er Valbjörn Þorláksson sem nú keppir fyrir Ármann. Til þátttöku í mótinu nú eru skráðir fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr eða 86, þ. e. 19 frá Ármanni, 33 frá ÍR og 34 frá KR, og eru í þeim hópi mörg þekkt nöfn, bæði ung og gömul á frjálsíþróttavelli. Til dæmis um þátttöku í ein- stökum greinum má nefna, að í 100 m hlaupi kvenna eru 20 keppendur, 200 m hlaupi karla 15 keppendur, 800 m hlaupi 12, spjótkasti karla 12, hástökk karla 11, langstökk karla 11, há stökk kvenna 11, kringlukast karla 11 og langstökk kvenna 13. Á miðvikudag kl. 8 er keppt í 400 m grindahlaupi, 200 m, 800 m og 5000 m hlaupum, 4x100 m boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti karla og 100 m hlaupi, 100 m grinda- hlaupi, hástökki, kúluvarpi og kringlukasti kvenna. Á fimmtudagskvöld kl. 8 er keppt í 110 m grindahlaupi, 100 m, 400 m og 1500 m hlaupum, 4x400 m boðhlaupi, þrístökki, stangarstökki, sleggjukasti og spjótkasti karla og 200 m. hlaupi, langstökki og spjót- kasti kvenna. s RAUNASEDLINUM Fyrsti getraunaseðillinn eftir sumarhlé er nú kominn til I íþróttafélaganna og umboðs- manna þeirra. Leikirnir á seðlin um eru 10 leikir úr 1. umferð Iensku deildarképpninnar og 2 íslenzkir 1. deildarleikir. Þar sem lítið er við að styðj- ast í sambandi við ensku leik- Iina, nema við leíkstöðuna frá síð asta keppnistímabili, eru hér birt úrslit samsvarandi leikja í fyrra og árangur félaganna á er föst regla, að liðið, sem leikur I & heimavelli, er skráð á undan. Southampton 2:1 41:21 31 Sunderland 21 28:18 26 West Ham 21 47:22 28 Útiliðin; 1 Everton 21 34:26 27 Manch. Utd. 21 19:35 11 Burnley 21 19:57 11 Nottm. Forest 21 28:35 15 Chelsea 21 33:29 21 Tottenham 21 22:29 17 Sheff. Wedn. 21 14:28 13 West Bromwich 21 21:41 14 Coventry 21 14:42 9 Newcastle 21 21:35 13 Arsenal—Everton 3:1 Heimaliðin: Arsenal Crystal Pal. Darby j Ipswich Liverpool Leeds Manch. City Crystal Pal—Manch Utd. — L. Mörk St. Derby—'Burnley — 21 31:12 30 Ipswich—Nottm. Forest 2:3 21 45:24 32 Liverpool—Chelsea 2:1 21 43:16 36 Leeds—Tottenliam 0:0 21 32:26 24 Manch. City—Sheff. Wedn. 0:1 21 36:10 36 Southampton—West Br 2:0 21 41:9 39 Sunderland—Coventry 3:0 21 48:20 32 West Ham—Newgastle 3:1 □ Slavia Prag varð Evr- ópumeistari bikarliða í körfu- bolta, eftir sigur yfir rúss- nesku bikarmeisturunum Dy- namo Tblissi frá Krímskaga. Leikurinn fór fram í Vínarborg en átti upphaflega að • vera í Prag, en Tékkarnir vildu ekki leika þar, af ótta við uppþot í líkingu við það, sem varð, þegar Tékkar sigruðu Rússa í ísknattleik í Stokkhólmi í vet- ur. Leiknum lauk með 80—74, en jafnt var í hálfleik, 33-33.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.