Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 5
Einhver dularfyllsti atburður 19. aldar var sá, er ameríska seglskipið „Marie Celeste“ fannst mannlaust úti á regin- hafi í desembermánuði árið 1873. Allt var með kyrrum kjörum um borð í skipinu, nema hvað áhöfnin var með öllu horfin og æ síðan hefur það mátt heita óleyst gáta, hvað af henni varð. Æ síðan menn hrintu sínum fyrsta farkosti á flot, hafa öðru hverju gerzt hinir undarlegustu atburðir á hafi úti. Ein- hver sá athyglisverðasti og um leið sá undarleg- asti mun þó vera hvarf skipshafnarinnar á amer íska seglskipinu „Marie Celeste“. Hinn 5. desember 1873 mætti brezka barkskipið „Dei Gratia" seglskipi einu, er stefndi inn í Njörvasund fyrir fullum segl- um. Skipið virtist heilt á húfi, en af gangi þess var auðsætt, að enginn var við stjórnvöl. Rambaði skipið í sífellu til beggja hliða og hjó óeðlilega mikið. Boyce skipstjóri á „Dei Gratia“ hafði orð á þvi við Adams, stýrimann sinn, að varla væri allt með felldu um hið ókurrna skip. Þegar skipið barst nær, virtu þeir það fyrir sér í sjónaukanum og urðu þess vísari, að engin lifandi sála var sjáanleg um borð. „Dragið upp neyðarmerki!" skipaði Boyce skipstjóri. Hitt skipið svaraði engu, og þar sem kyrrt var í sjó, ákvað Boyce skipstjóri að fara um borð og ganga úr skugga um, hvort eitthvað væri að. Báti var hrint á flot og steig Boyce skipstjóri út í hann. Adams stýrimaður og tveir hásetar reru síðan í áttina til hins yfirgefna skips. Þeir komust klakklaust um borð og fundu þar enga lifandi hræðu, en gátu þó ekki séð neinar sérstakar ástæður tii þess, að skipshöfnin hafði yfirgefið skip. ið. Farmurinn, sem aðallega var áfengi, hafði ekkert skriðið til, og var óhreyfður, og skipið sjálft alls staðar heilt og ólask- að að sjá. Enginn vatnsdropi var í farrým- inu, svo að auðsætt var, að ekki hafði komið leki að því, og allar rár, reipi og segl ofan þilja voru á sínum stað — ó- skemmt að því er virtist. En það kynleg asta var þó, að engan bátinn vantaði! Þeir voru allir óhreyfðir, hver á sínum stað. Við nánari rannsókn urðu þeir Boyce skípstjóri og stýrimaður hans þó enn frh. á bls. 6 Sönn furðusaga HVAÐ KOM FYRIR „MARIE CELESTE"? Alþýðublaðið — Helgarblað 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.